Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 40
Heildsölubirgðir: Ö. VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062. ................................... Þetta allt fyrir 30 fiska. Framhald af bls. 9. en unnt væri að halda áfram, og ýmsum þótti verra að eiga í vændum að glíma við klifið í dimmu. Hópurinn settist inn í bílinn og fékk sér matarbita. Garðar Svavarsson kjötverzlana- eigandi dreifði sviðum og öðru góðmeti á báða bóga og varð seint tæmd nestisskrína hans. Að því loknu var tekið til óspilltra málanna við að brjóta rennu til sama lands, svo hægt væri að draga bílinn upp úr, þegar hjálpin bærist. Hún kom vonum fyrr. Eins og skýrt var frá í upphafi, náðist samband við M 614, sem lagði þegar af stað til hjálpar. Enginn vissi, hvers lags bíll þetta var, og varð sumum star- sýnt á hann, þegar hann kom. Þetta var Diamond trukkur frá vegagerðinni, eins stór og slíkir bílar gerast stærstir, með spili og útbúnaði fyrir snjóplóg. Hann var ekki lengi að draga trukkinn okkar upp úr ánni, en þegar hann kom upp á bakkann að aftan, skall reið- arslagið yfir: — Púströrið er í sundur, sagði einhver og var ekki að heyra að honum væri eftirsjá í þeim hólki. — Ónei, sagði annar, og sá talaði hægt og settlega. — Þetta er drifskaftið. Það var satt. Öxlarnir voru heilir, en drif- skaftið var snúið sundur í miðju. Þá bilun var útilokað að gera við þarna á staðnum. Til þess varð að minnsta kosti að komast niður í Borgarnes. Gegn um talstöðvar bílanna var reynt að útvega jeppa í Borgarnesi til þess að fara með okkur það sem eftir var leiðar. Var þeim ætlað að fara yfir á spönginni ofan við rennuna, sem búið var að höggva í ána. En jeppaeigendur í Borgarnesi reyndust of vel gefnir, til þess að gefa sig í slíkt vogunarspil. Það var ekki um annað að ræða en að fara niður í Borgarnes og freista þess að fá þar gistingu um nóttina og komast til botns í því, hverra ráða skyldi leitað. Guðmundur skreið undir trukkinn og losaði drifskaftsbútana undan. Svo var lagt af stað niður í Borgarnes. Það var annað upplit á mönnum nú en á leið- inni upp eftir. Sumir sátu og þögðu, en aðrir ræddu um hvað hægt væri að gera. Það upp- lýstist, að Ingimarsbræður — þeir sömu og áttu trukkinn, sem við vorum á, — áttu einnig trukk af gerðinni Reo-Studebaker, sem eru hinir mestu svaðilfarabílar. Þessi trukkur er með tjaldi yfir pallinn, og var Guðmundur beðinn að hlutast til um það, að sá trukkur yrði sendur upp í Borgarnes um nóttina. Þar átti einnig að leita bráðabirgðaviðgerðar á drifskaftinu, en fara svo í rauðabýti á báðum bílunum upp að vaði, en þaðan upp að Langavatni á trukknum með tjaldinu. Að þessari ákvörðun tekinni léttust á ný hugir manna og Sveinn Kjarval söng í fimmtánda skipti Seltjarnarnesið er lítið og lágt, með sinni þrumandi raust, sem yfirgnæfði meira að segja hvininn í bílnum. Glaðværðin var komin til fullra valda á ný og tunglið kom fram úr skýjum. Það lyftist brúnin á hótelstjóranum í Borgar- nesi, þegar þessi myndarlegi hópur birtist og beðið var um gistingu fyrir allan skarann. Við vorum leiddir til herbergja, og símtöl við Reykjavík pöntuð. Þegar ég hafði fækkað ör- lítið fötum í herberginu, sem mér var úthlutað ásamt listamönnunum Diter Rot og Jóni Gunn- ari, fór ég niður aftur, til þess að vita hvemig erindrekstur Guðmundar bílstjóra við yfirmenn hans fyrir sunnan hefði gengið. Þegar ég kom að símaklefanum, var samtalið nýbyrjað. Þess verður að geta, að það var oft haft í gamanmálum, að einn félaganna í hópnum hefði komið gagngert frá Þýzkalandi til þess að kom- ast í þessa ferð. Var þar átt við Harald, þótt nafn hans væri ekki nefnt í því sambandi. Hins vegar hafði Guðmundur heyrt útlendingslegt orðfæri Diters Rotar og dregið þá eðlilegu álykt- un, að sá væri fírinn skrýtni, sem hefði komið alla leið úr ríki Adenauers kanslara til þess að höggva klakann á Gljúfurá. Það var því ekki að furða, þótt hann léti þess getið við yfirmann sinn, að með væri í förum maður frá Þýzkalandi, sem Strengs- mönnum væri mikill akkur í að koma alla leið upp að Langavatni, svo hann mætti hafa það augum borið, áður en hann sneri á ný heim til hins þéttbýla Þýzkalands. Hvort sem það réði nú úrslitum, eða eigendum bílanna hefur þótt sanngjarnt, að öðrum farskjóta yfir skotið undir Strengrassa að hinum upprunalega biluð- um, varð það úr, að okkur var lofað því, að trukkurinn yrði til taks við hótelið kl. 6 næsta morgun. í þeirri gleðilegu vissu, að morgundagurinn bæri okkur heilu og höldnu í skauti sínu (en skaut hans myndi þá að þessu sinni táknað með yfirtjölduðum bílpalli) upp að Langavatni, fórum við upp á loft í hótelinu og settumst við spil, en Guðmundur fór að leita að hugsanleg- um drifskaftsviðgerðarmanni. Ég lenti í að spila brids við þá Magnús og Svein. Mótspilari minn var Rafn Hafnfjörð, og var hann sá eini okkar, sem nokkuð veru- lega hefur snert á hinu göfuga bridsspili. Við skulum því ekki rekja spilin út af fyrir sig, og svipazt um á loftinu. Þar er setið við tvö borð. Við hið innra situr Garðar með gleði- svip. Hann er að kenna hinum póker og meðan þeir kunna fátt eða lítið, hefur hann töglin og hagldirnar. Það er spilað upp á eldspýtur, og hver eldspýta gildir tíu krónur (sem aldrei stendur til að borga). Hægra megin við hann | — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.