Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 41
er Diter Rot — gneypur, enda ó heppinn í spilinu. Þá kemur Jó- hannes Kjarval, spenntur á svipinn, enda hefur hann „beginners luck“. Og loks er Haraldur, þögull og ó- ræður á svip. Við hitt borðið sitjum við hinir fjórir, sennilega of glensfullir að dómi fullgildra bridsmanna. Sveinn var enn í buxunum góðu, en ekki leið á löngu, þar til honum fór að hlýna. Þá opnaði hann rennilásana svolítið upp á leggina. Svo hlýnaði honum meir. Þá renndi hann renni- lásunum hærra. Þannig gekk nokkr- um sinnum, þar til ekki var lengur hægt að tala um buxnaskálmar, heldur voru þær líkastar skikkju- löfum. Ekki var þetta þó ósiðsamur klæðnaður, því innanundir var hann í skósíðum, grænleitum nærbuxum, sem voru svo svellþykkar, að hefði þeim verið stillt upp á miðju gólfi, hefði verið hægt að hoppa ofan í þær. Spilamennskan stóð ekki lengi. Flestir voru óvanir stórræðum á borð við klakahögg, og urðu hvíld- inni fegnir. Nokkuð dró það úr á- nægju manna, að ,,fjallakofinn“ skyldi vera upphitaður, með raf- magnsljósum og gólfdreglum og hlýjum, uppbúnum rúmum. Ég var fljótur að hverfa inn í draumaland- ið og svaf mætavel um nóttina, þar til ég heyrði gegn um svefninn, að trukkurinn var kominn að sunnan, og þá var líka mál að fara á fætur. Ekki voru allir jafn morgunfrísk- ir. Sumir höfðu harla lítið sofið. Guðmundur bílstjóri var fram und- ir morgun að fá gert við drifskaftið til bráðabirgða, og eftir að hann gekk til hvílu, héldu drykkjulæti utan við hótelið fyrir honum vöku um hríð. Sama var að segja um marga aðra úr hópnum, þeir fengu lítt eða ekki sofið fyrir þeim, sem komu kátir af dansleik höldnum í Borgarnesi þetta kvöld. Einn þeirra, sem stopult sváfu, var Jón Gunnar, herbergisfélagi minn. Hann mótmælti harðlega, þegar hann var vakinn rétt fyrir klukkan hálf sex um morguninn. Kvað hann það standa í reglum hótelsins, að úr því hann væri búinn að borga fyrir herbergið til klukk- an þrjú eftir hádegi mætti hann sofa til þess tíma, og væri það óðs manns æði að rífa sig svona snemma á fætur. Ekki vildi hann þó láta skilja sig effcir. Þegar við Diter vorum klæddir og komnir á ról, settist Jón Gunnar fram á rekkjustokkinn. Þar geyspaði hann ólundarlega og mælti spaklega: — Það er annars merkilegur andskoti, að þrælgáfað- ir menn, menntaðir í mörgum há- skólum, bæði hérlendis og erlendis rífa sig upp á rássgatinu klukkan sex að morgni í hörkufrosti um há- vetur til þess að veiða heimska fiska. — Svo klæddist hann. Klukkan rúmlega sex lögðum við af stað. Það var aldimmt, frostið enn meira en daginn áður, en næst- um logn ennþá, heiðskírra. Leiðin sóttist fljótt upp að vaði. Það var nauðsynlegasta dót flutt yfir í Reo- Ef svo er, þá hvílir þung, en gleðileg skylda á herðum þér — að ala það upp. Nútíma sálar- og uppeldisfræði fyrir foreldra er ein af námsgreinum BRÉFASKÖLA SÍS. Við ráðleggjum öllum að kynna sér þau fræði. 4 kennslubréf—kennari Dr. Broddi Jóhannesson, námsgjald kr. 200,00. Fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sam- bandshúsinu, Reykjavík. Innritum allt árið Bréfaskóli SÍS Ég undirritaður óska að gerast nemandi í Sálar- og uppeldisfræði □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr._____________ Nafn Heimilisfang Studebaker trukkinn og síðan lagt í ána. Enn grúfði myrkur yfir, enda klukkan aðeins tæplega átta. Það lá spenningur í loftinu, þegar trukkurinn ók út í rennuna, sem höggvin hafði verið í ísinn næstum yfir að hinum bakkanum. Honum gekk að vonum vel að skörinni, en áin var of djúp til þess að hann kæmist upp á ísinn. Spilið var ekki vogandi að nota. Meðan skörin var fyrir ofan mið hjól, gat notkun spilsins slitið framhjólin og flest þeim tilheyrandi undan bílnum. Mannskapurinn var ekki aðeins átakamikill og hress við klakahögg- ið nú eins og daginn áður. Enginn okkar vinnur erfiðisvinnu, og rösk- leg framganga daginn áður var ekki sigin úr vöðvunum. En það var ekki um annað að ræða en að brjóta ísinn alveg að bakkanum. En hann var þykkari hérna megin, og það ásamt þreytunni frá deginum áður varð orsök í því, að við vor- um svipaðan tíma í ánni nú, með trukkinn óbilaðan, og í gær, á drif- skaftsbrotnum bílnum. Að lokum lyftu framhjólin sér nógu mikið til þess, að vogandi væri að nota spilið, og þá var Reo-Studebekerinn ekki lengi að kraka sig á þurrt. Gljúfurá var unnin. Við snöruðumst upp á pallinn. Á honum voru vírar, skóflur, hefil- spænir og heyleifar. Við urðum að reyna að finna okkur sæti þar sem skárst var, og mörgum varð á að setjast í hefilspónahrúguna, þar sem hún var þykkust. Ökumaður trukks- ins, Sveinn Jónsson, hafði hins veg- ar sagt mér, að trukkurinn hefði verið í hrossaflutningum daginn áð- ur, svo ég kaus mér sæti alveg aftast, þar sem pallurinn var hreinn. Svo var lagt af stað. Sólin var að koma upp fyrir fjallabrúnirnar í austri, og eftir því, sem við mjök- uðumst hærra í Staðarhnjúkinn, varð útsýnið fegurra. Loks vorum við komnir á hæsta kafla leiðar- innar, brátt myndum við fara niður klifið og eftir Beylárvöllum, alla leið að vatninu. Brúnavatn var á hægri hönd. Trukkurinn renndi í skafl,sem lagzt hafði yfír vegarsneiðinginn, undan brekkunni. Við, sem aftan á sátum, fundum hann spóla, stanza, bakka, og síðan taka á rás upp snarbratta brekkuna upp á Staðarhnjúk. Hvern fjandann var Sveinn Kjarval nú að láta þá æða? (Sem aldursforseta hafði Sveini verið fenginn virðingar- sess í sætinu milli bílstjóranna, enda skyldi hann jafnframt vera veg- vísir). Þrír röskir menn stukku af pallinum og urðu eftir, þegar hann skreið upp snarbrattan melinn. Áfram stefndi hann, hærra, hærra, unz hann beygði eftir malhrygg nokkru neðan við hæstu bungu og ók í áttina að Beylárvöllum. Nú sá- um við, að yfir veginum lá þykkur skafl alla leið inn að klifi, vonlaust að komast í gegn um hann og margra daga verk að moka hann með þeim sex skóflum, sem með voru í ferð- inni. Loks varð ekki lengra komizt eft- ir fjallshryggnum. Framundan var gil, sléttfullt af snjó. Þar fyrir fram- an harðfennishallar ofan í kletta- stalla og þaðan á víxl harðfenni og grjótskriður ofan á velli. Nú var ekki margra kosta völ — reyndar aðeins einn kostur nothæfur. Hann var líka VIKAN 7. tbl. — 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.