Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 42
tekinn vangaveltulaust. Við settumst aftur upp á trukkinn og fengum okkur í svanginn. Nú var dálítill kuldi og mikið frost, mér varð afskaplega kalt á fingrunum, meðan ég gaddaði í mig hálf frosið nestið. Svo var lagt af stað. Hver og einn hafði aðeins það bráðnauðsyn- legasta með sér, og nátturlega voru íshöggin með í ferðum, svo og járn- karlinn frá Kjartani og Ingimari, sem var í bílnum hjá Guðmundi. Eini óþarfahluturinn, sem tekinn var með, var ferðabeddi eða sólstóll eða hvað það nú eiginlega var, dýrmæt eign Rafns Hafnfjörð. En voru þá allir samferða. Fyrst- ir fóru þeir Magnús, Garðar, Har- aldur og Friðrik. Magnús var með skauta og kvikmyndavél, hinir voru með veiðigræjur og ótakmarkaðan áhuga fyrir væntanlegum veiðiskap. Næstir komu Jón Gunnar, Diter Rot og sá er þetta ritar. Síðastir voru þeir, sem eftir voru, Kjarvalsfeðg- arnir og Rafn. Við þremenningamir fylgdum fjallsbrúninni og urðum að fara hægt í fyrstu. því það var skreipt á harðfenninu, og notuðum við því fyrstu skriðu til þess að fara niður. Þá sáum við skemmtilega sjón. Þeir, sem voru næstir á eftir okk- ur, voru nú komnir fram á harð- fennisskaflinn, sem náði ofan af fjalliog niður á jafnsléttu. Ofan til var lágt klettabelti, og var skaflinn óslitinn fyrir ofan og neðan. Sveinn Kjarval var að fikra sig niður á stallinn. Lúshægt og gætilega. Nú var hann kominn alveg fram á. Svo hoppaði hann niður fyrir, datt á rassinn og brunaði af stað niður. Hraðinn jókst meir og meir. Neðst gekk dálítil móa og grjót tunga upp í skaflinn, og auðvitað þurfti for- sjónin að haga því svo til, að hraust- mennið Kjarval lenti í þessari tungu. Hann hvarf okkur í snæroki um hríð, en þegar aftur rofaði til, var hann staðinn á fætur. Ég sá ekki betur, en hann héldi annarri hendi aftur fyrir sig, en með hinni benti hann syni sínum og Rafni að koma. En Rafn fór sér ekki að voða. Hann fikraði sig fram á klettastall- inn með ferðabeddasólstólinn í ann- arri hendi. Þar sleppti hann fast- eigninni, sem rann eins og sleði á fleygiferð niður til Sveins. Svo fór Rafn á eftir, renndi sér smáspöl á bossanum, en einhverra hluta rann hann ekki eins vel og Sveinn. Eftir nokkra smáspotta hætti hann alveg að renna sér og gekk skemmstu Ieið út af hálli fönninni. — Jóhannes hafði aldrei lagt í fönnina, heldur fór með brúnum og kom niður sömu skriðu og við. Við fórum yfir Beylá á ís og út á vatnið undan ósum hennar. Svo hjuggum við vakir — ísinn var ekki nema 30—40 sentimetra þykkur, og dorgið hófst. Diter lánaði mér öngul, sökku og nælonsnæri. Sjálfur átti ég hangikjötsflís í beitu. Diter notaði spún, Jón Gunnar skinku. Meðan við bíðum eftir að hann bíti á, skulum við aðeins líta á þetta vatn, sem liggur á mörkum Mýra- og Dalasýslna, og minnir — ef maður sæi það úr lofti vestan frá — á þverskurð af skíðaskó. Strengsmenn hafa veiðirétt í því öllu — nema sólanum. Beylá rennur beint ofan í skóinn, Langavatnsdalsá í tána og Langá úr hælnum. Upp af ristinni rís Réttarmúli, og undir honum leit- armannakofinn, sem gisting var fyr- irhuguð í. Suður af hælkrappanum er Seldalur, í honum er Seltjörn. Milli Seldals og Langár er Staðar- tunga. Á há-ristinni er klettur, sem kenndur er við baróninn sáluga á Hvítárvöllum — þann hinn sama og Barónstígur í Reykjavík er heitinn eftir, en hann átti veiði í vatninu á tíma og reisti þar bátanaust, sem enn stendur að nokkru. Norðvestur af vatninu er Langavatnsmúli, og skilur hann á milli Langavatns og Hítarvatns. Hér áður fyrr var byggð í Langa- vatnsdal, þótt hann sé nú talinn af- skekktur og fráleitur bústaður til vetursetu. Ekki er ég svo fróður, að ég kunni skil á bæjafjölda eða bú- skaparháttum þar, né á hvaða tíma mest byggð hafi verið þar, en í þriðja bindi bóka Jóns Helgasonar um íslenzkt mannlíf ræðir hann nokkuð um síðustu byggð í dalnum. Segir hann þar frá Sæmundi Fáls- syni, ættuðum af Skeiðum, sem tók sig upp ásamt fólki sínu og reisti sér bæ, þar sem áður er talið að býlið Borg hafi staðið, undir Langa- vatnsmúla, upp með Langavatns- dalsá. Þetta var árið 1811. Um önnur forn bæjarnöfn þarna í dalnum er mér ekki kunnugt fyrir víst, enda hef ég ekki 1 þeim grúskað, aðeins hrifsað fróðleik á hlaupum og það í tæpa viku. Einhver sagði mér, að eitt sinn hefði staðið kirkja þarna í dalnum, og gætu örnefnin, sem byrja á Staðar ... bent til þess að svo væri. Heldur fór raunalega með þessa tilraun til byggðar í dalnum. í febr- úar 1813 kulnaði eldur dalbúanna, og Sæmundur bóndi lagði af stað niður að Grísatungu — efsta bæ í Stáfholtstungum, hann stóð skammt ofan við vaðið okkar góða á Gljúfurá — til þess að sækja eld. Þetta er löng leið, a. m. k. tveggja tíma gangur í sumarfæri, segir J. H. En ekki er að orðlengja það, að hann kom aldrei aftur, og herma sögur, að lík hans hafi síðar fundizt á Staðar- tungu. Heldur er þetta ólíklegt, því Staðartunga er allmikið úrleiðis fyr- ir mann, sem er á leið upp að Borg frá Grísatungu. Hafi hann fundizt þar, hefur hann verið orðinn illilega villtur. Engu trúlegri er sú sögn, að hann hafi orðið allur undir steini þeim, sem kallaður er Dauðs- mannssteinn, nokkuð niður með Gljúfurá sunnanverðri milli vaðsins og Tandrasels, sem nú er löngu í eyði, en mér er sagt, að þar hafi Sveinn búið, faðir Ásmundar mynd- höggvara. Ekki lét fólk Sæmundar sér segj- ast með vistina í fjöllunum, þrátt fyrir dauða föður og eiginmanns. Einhvern veginn varð það sér úti um glæður á ný og þraukaði af þenn- an vetur, en næsta vetur varð aftur bjargarlítið, og fór þá elsta dóttirin, þá 23 ára gömul, að sækja björg yfir í Hörðudal í Dalasýslu. Á leið heim aftur hnýtti hún upp í hest sér til flýtisauka heim, en svo fóru leikar, að eftir heimkomuna var hesturinn sleginn af til matar. Á hann þá að hafa verið orðinn eitt- hvað krankur, og bendir ýmislegt til að svo hafi verið. En hestseigandi vildi ekki una hvarfinu, og við þjófaleit hjá fólkinu í Langavatns- dal fannst hrossakjöt í katli og á pönnu, og tjáði þá ei blíðu bónin. Um vorið lagðist síðan niður byggð í Langavatnsdal, og hefur ekki verið reynt að setjast þar að síðan, svo mér sé kunnugt um, enda tel ég lík- legt, að Jón Helgason mundi hafa getið þess, ef svo hefði verið. Látum nú útrætt um grá örlög á erfiðum tímum, og snúum okkur aftur að dorginu. Eftir álíka langan tíma og það tók að skrifa þennan útúrdúr, tók Diter Rot viðbragð. — Ertu meðann? kallaði Jón Gunnar. Diter svaraði ekki að bragði en hélt áfram að draga snærið. — Eitthvað lítið, svaraði hann svo, og dró upp fingurlanga bröndu. Jón Gunnar lét bakpokann sinn ofan á línuna og hljóp til. — Hann er góður í beitu, sagði hann og hirti aflann. Diter renndi spúnnin- um aftur, en Jón Gunnar skar smá- bleikjuna í smátt og við beittum báðir upp á nýtt. Það var harðafrost, svo vakirnar lagði svo að segja jafn- harðan. Mér var farið að kólna, sér- staklega á löngutöng vinstri handar. Ég fór úr vetlingunum, beit í fing- urinn. Ég hefði alveg eins getað ver- ið að bíta í bláókunnugan fingur, ég fann alls ekki fyrir bitinu. Þá brá mér. Svo stakk ég fingrinum ofan í vökina. Ekkert gerðist, hann var jafn dofinn. Þá setti ég hann upp í mig. Eftir stundarkorn fann ég af- skaplega til í fingrinum, en smám saman lagaðist það og allt komst í eðlilegt horf. Um svipað leyti fann ég einhverja létta kippi í bandið. — Rólegur, hugsaði ég, — lofa hon- um að gleypa þetta almennilega. Svo hættu kippirnir. — Skyldi hann hafa hætt við allt saman, bölvaður? hugsaði ég og tók svolítið í bandið. Ekkert gerðist. — Ef hann hefur étið af, verður Jón Gunnar að taka það aftur, sem hann sagði um heimska fiska í morgun, tautaði ég og dró upp. En viti menn — á önglinum hékk svo sem hálfs punds bleikja Hún synti ofurrólega upp að vökinni, svo ég þyrfti ekkert annað að gera en að lyfta henni upp á ísinn. Hún var enginn stórfiskur, greyið, en alls ekki horuð. Ég lagði hana á ísinn og beitti aftur. Uppi við Barónsklett var Friðrik farið að kólna. Hann lagði farg á snærið sitt og tók að hoppa og berja sér. En fagur fjallahringurinn glapti svo mjög fyrir honum, að hann hopp- aði ofan í vökina! Nú er rétt að fara fljótt yfir sögu. Viðstaðan á vatninu varð ekki löng. Við komum þangað um hálf eitt, og lögðum af stað upp að trukk rúmlega þrjú. Heildartala hirtra fiska hjá okkur þremur var fimm, Jón Gunnar fékk fjóra, Diter Rot einn. Minn var skorinn niður í beitu og telst því ekki til hirtra. Allir voru þeir af svipaðri stærð. Hinum hópn- um gekk nokkuð betur, svo alls var farið heim með 30 fiska, kannski um 7—10 kíló alls. Nú var allt á fótinn. Það var erf- itt að ganga. Járnkarlar og íshögg sigu í axlirnar og þreytan sagði til sín. Þar við bættist, að samferða- menn mínir höfðu annað verk- og göngulag en ég, þannig að þeir gengu rösklega nokkurn spöl og hvíldu sig svo. Ég hef aldrei getað fellt mig við skorpuvinnu, og sprettirnir milli hvílda ráku lungun í mér niður úr þindinni og hjartað næstum bræddi úr sér. Ég varð því fljótlega að yfir- gefa þá, þótt mér þætti það leitt. Ég forðaðist skorpurnar, en tók að þramma hægt og örugglega 1-2-1-2 1-2-1-2, alltaf með sama hraða. Von bráðar voru þeir komnir í hvarf, þar sem leiti bar á, en upp á næsta hjalla sat Haraldur og kastaði mæðinni. Hann stóð upp, um leið og ég kom til hans, og síðan þrömmuðum við áfram með sama jafna hraðanum 1-2-1-2-1-2-1-2. Sólin var að fara, og fegurðin var ólýsanleg. Við vorum í skugga, en hólar og hæðir í Beylárheiðinni voru baðaðir í síðustu geislum sólarinnar, sem horfin var að fjallab’aki. Lit- brigðin voru svo margvísleg og ann- arlega falleg, að þetta var líkara leiktjöldum en landslagi. Ef við hefðum getað tekið þessa liti — — Ef hesturinn vinnur næst, — Vilíjið þér taka bréf, fröken Jónas, þá færðu spark ... ! Guðrún, til húsgagnafyrirtæk- isins Ajax ... v________________________________________________________________________________________- 42 — VIKAN 7. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.