Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 44
izt glerjunum. Sumir koma strax aftur og halda að þeir hafi týnt þeim, en flestir þurfa lengri tíma til að venjast þessum aðskotahlut. Flestir þurfa nokkra daga, vikur eða jafnvel mánuði, en ef fólk hefur í ár reynt að venja sig á slík gler en ekki tekizt, hygg ég, að því sé óhætt að snúa sér aftur að gler- augunum. Fyrir utan leiðréttingu táranna hafa snertiglerin ýmsa kosti fram yfir gleraugun. Á þau sezt ekki móða eða regn, og sjómenn, sem ekki hafa getað notað gleraugu, hafa fengið bót á sjón sinni með kontakt-lins- um. Það er nú reyndar af sú öidin, að fólk — þó einkum ungar stúlk- ur — gat ekki með nokkru móti látið sjá sig með gleraugu, þvert á móti, nú getur fólk dregið úr ýmsum andlitslýtum með gleraugum og þau eru oft til mikillar prýði, auk þess, sem þau geta skapað vissan persónu- leika. En fyrir þann, sem vill losna við þennan ramma á andlitið, eru snertiglerin ákjósanleg. Á einhvern hátt hafa kontakt linsurnar þau áhrif á progressiva nærsýni — nærsýni, sem fer vax- andi — að hún staðnar og verður ekki meiri en hún er, þegar viðkom- andi fær sjónglerin. Þetta er skrýtið, og það er ekki hægt að sanna þetta, þótt maður vilji gera tilraun á tveimum manneskjum. Segjum að þær hafi svipaða nærsýni, og látum aðra fá kontakt sjóngler, en hina gleraugu. Þeirri, sem sjónglerin fær, versnar ekki, en hin verður stöðugt nærsýnni. Þá er hægt að segja: — Hefðum við þá látið þá, sem gler- augun fékk, hafa sjóngler — er nokkuð að vita nema sjón hennar hefði haldið áfram að versna allt í einu? Og er nokkur vissa fyrir því, að nærsýni hinnar hefði fremur haldið áfram að aukast, hefði hún fengið gleraugu? En þetta er nú samt staðreynd. Ég lærði meðferð og val sjónglerja hjá Tyler Jones í London. Ég rek þetta ekki sem atvinnufyrirtæki, ég hef vinnu annars staðar sem gler- augnasérfræðingur, en ég tel rétt að reka þetta hér, svo þeir sem vilja reyna snertiglerin, eigi þess kost hér heima. — Já, sjálfur hef ég reynt að nota kontakt linsur, en þá hafði ég gengið svo lengi með gleraugu, að hvorki ég siálfur né kunningjar mínir kunnu við mig gleraugnalausan. Gleraugun verða, eins og allir vita, sem það hafa reynt, hluti af and- liti þeirra, sem með þau hafa geng- ið að staðaldri í langan tíma. Vanti þau, finnst manni vanta á andlitið. Fyrst læt ég þá, sem til mín koma reyna glerin stutta stund, til þess að vita hvernig þeir þola þau, og eins hve mikil kúpa á að vera á þeim. Þessi tilraunagler eru neutral, — hvorki mínus né plús, — rétt eins og venjuleg gler. Síðan panta ég gler með þeim styrkleika, sem við á, og þá hefst reynslutímabilið með þau. Það er enginn vandi að setja þetta á augun, glerin eru látin fremst á einn fingur, lotið áfram og gler- inu tyllt á sjáaldrið, þá límast þau við tárahimnuna og tolla úr því. Svo eru þau tekin úr með því að ýta þeim frá með augnalokinu. Sérstaklega eru þessi gler góð fyr- ir þá, sem augnasteinarnir hafa verið teknir úr. Glerin koma þá að miklu leyti i staðinn fyrir augastein, og augu, sem gengið hafa undir upp- skurð, eru ekki eins viðkvæm og önnur. Meðan við stóðum við hjá Jóhanni, kom til hans ung stúika, sem hafði verið úti í tvo tíma með reynslu- gler. Það var í fyrsta sinn, sem hún gekk með slík gler nema örstutta stund. Hún var sýnilega með eitt- hvað í augunum, því hún deplaði þeim án afláts. — Guð, ég er eins og blind ugla, sagði hún og brosti hressilega. — Hvert fórstu? — Sat niðri á Hressó allan tímann. — Hvað heitirðu? — Kristín Norðmann. — í skóla? — Já, Menntó. — Hefurðu gengið með gleraugu? — Já. Kristín Bernhöft er ein þeirra, sem komizt hefur yfir óþægindin af því að ganga með snertigleraugu. Hún hefur nú gengið með þau í þrjú ár, og veit ekki af þeim nú orðið. — Ég var tvo eða þrjá mánuði að venjast þeim, sagði hún. — Fyrst er þetta líkast því, að hafa sandkom í auganu, en það er um að gera að gefast ekki upp. Nú orðið verð ég stundum að gá í spegil á morgnana, til þess að vita hvort ég er með linsurnar eða ekki. Ég var áður búin að hafa gleraugu í tvö ár, en þegar ée átti að fara að ganga með þau, frétti ég af Jóhanni og linsunum og datt í hug að reyna þetta. Og ég sé ekkert eftir því. Ekki eru ailir jafn ánægðir og Kristín, en hún mun vera nokkuð gott dæmi um þá, sem á annað borð hafa tekið tryggð við þessa uppbót á skilningarvitið. Margir hafa gefizt upp, ef til vill hefur þeim þótt of seint ganga að venja sig við þau, alls ekki getað vanizt þeim, eða týnt þeim og ekki átt fyrir nýjum ■— ýmislegt getur komið fyrir. En þótt margir — þar á meðal sá er þetta ritar — séu svo íhaldssamir, að vilja ekki fórna gleraugunum sínum fyrir fyrirferðarlítil sjóngler, sem enginn getur séð, er vert að gefa þeim góð- an gaum, því líklegt má telja, að þegar fram í sækir, muni þau leysa utanáliggjandi gleraugu með spöng- um af hólmi. sh Mörgu koma konur til leiSar. Framhald af bls. 13. „Tonio hefur verið i kvikmynd- um áður,“ s,agði hann stoltur. „Hann var aukálbikari í Ben Húr.“ „Ég þarfnast engra aukaleikara þessa stundina,“ sagði ég við Ton- io. „Hvernig litist þér á að fá hlut- verk, ínikilvægt lilutverk?“ Tonio starði á mig, og kom ekki upp orði fyrir undrun. Áður en hann áttaði sig, var slöngumaður- inn farinn að telja upp hreystiverk hans eins og hver annar umboðs- maður. „Tonio er einmitt það, sem kvik- myndirnar vantar,“ sagði hann, fullvissandi. „Tonio er vinur minn, og ég veit þetta því betur en aðrir. Ég veit þetta líka með kven- fólkið. Ástfangnar þyrpast þær utan um hann og angra hann, en svo er Tonio angraður af eigin- mönnum, feðrunum og bræðrun- um.“ Hann gaut til mín augunum, og dró anmað augað i pung, eins og maður, sem allt veit. Tonio tók þessa athugasemd- um hans með mcstu ró. „Hlustaðu ekki á Guido,“ sagði hann. „Hann vill endilega halda því fram, að ég liafi sofið bjá helm- ingnmn af allri kvenþjóð Ítalíu, en staðreyndin er sú, að ég hef bara sofið bjá fjórðungnum." Hann hló hátt að þessari lélegu fyndni sinni, og vinur lians hló enn hærra. „Getum við talað saman einlivers staðar?“ spurði ég Tonio. „Þetta er matartíminn minn,‘ svaraði hann. „Ef þú vilt borða með rnér, þá getum við talað sam- an á meðan.“ „Seldú þig nú ekki of ódýrt,“ sagði Guido í limvönduiiartón, og tók síðan að leita iað snáknum. Tonio horfði á hann, hálf hæðn- islega að ruér fannst, en samt vin- gjarnlega. „Hefurðu nokkurn tíma séð ann- að eins gerpi,“ sagði hann stund- arhátt, svo Guido beyrði. Slöngu- nraðurinn brosti til hians eins og hann liefði meðtekið mikil lirós- yrði. Með Yodel, 'hundinn, vappandi í kring um okkur, gengum við í áttina til matarvagns dýragarðs- ins, þar sem Tonio horðaði jafn- an. Á leiðinni spurði ég hann um tamningu Flaviu og hegðun hinn- ,ar Ijónynjunnar. „Flavia og Livia eru systur," sagði hann mér,“ og ég lief gætt þeirra síðan þær voru smáhvolpar. Ég tamdi þær báðar, en Livia var alltaf afbrýðisöm. Einu sinni' reyndi hún að drcpa Flaviu, svo að ég varð að setja liær í aðskilin búr. Það er hlið á milli búranna, og áður fyrr fór ég úr búri Flaviu inn til Liviu með matinn hennar. En ég gat það ekki lengur. Einu sinni varð hún svo villt, að hún klóraði mig.“ Ilann bretti upp aðra ermina, og sýndi mér langt, Ijótt ör. „Nú liatar hún mig eins mikið og Flavia elskar mig.“ Yfir matnum sagði ég Tonio frá hlutverkinu, sem ég vildi fá hann i. Hann spurði nokkurra skynsam- legra spurninga, en fyrir utan pen- ingahliðina, virtist hann ekki hafa neinn sérstakan áhuga. Ég varaði hann við því, að áður en liægt væri að skrifa undir samn- ing við hann, yrði hann að kvik- myndast til reynslu, og var þegiar fullviss um, að hann væri einmitt maðurinn, sem ég liafði leitað svo lengi að. Óumræðilegt sjálfstraust hans hefði verið fráhrindandi, ef ekki hefði brugðið fyrir drengsleg- um blæbrigðum inn á milli. Þar að auki sá ég, að nærvera hans bafði svo mikil áhrif á kven- fólkið í matarvagninum, að mér var skapi næst að halda, að eitt- hvað væri til í þvi, sem hann lét sér um munn fara um ítök sín hjá itölsku kvenþjóðinni. Hann virtist hafa eitthvert seiðmagn fyrir kven- fólkið, og það v.ar bersýnilegt, að hann vissi af því, enda reyndi hann ekkert til þess að dylja það. Við höfðum nærri lokið máltíð- inni, þcgar Yodel skaust,út á milli fóta okkar í áttina á móti stúlku, sem var á leið til okknr. Það birti yfir Tonio. „Rósa,“ kallaði hann, og stúlk- an nálgaðist rólegum skrefum, en Yodel skokkaði á eftir hcnni með dinglandi skott. Rósa var snnnarlega eitthvað til þess að dingla skottinu fyrir. Iíún vpr mikil um sig eins og svo margt ítalskt kvenfólk, brjóstamikil og lcndabreið. Ilörundið var sérjega mjúkt og fallegt, varirnar þykkar og nautnalegar, og augnhárin dökk og löng yfir seiðandi augunum. Þegar hún bar fæturna fyrir sig, hreyfðist hver hluti likama henn- ar i eggjandi takt. „Rósa,“ sagði Tonio, „þetta er Cladio. Áður en ég gat staðfest kynninguna, gretti hann sig hræði- lega og sagði: „Þú kemur of seint.“ „Hvað gat ég gert,“ svaraði Rósa. „Maðurinn kom heim og ég varð — Góður starfsmaður hann Siggi. Hann er ekki að flýta sér burt, þótt klukkan sé orðin fimm. || — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.