Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 45
að gefa honum að borða.“ „Er hann þar enn?“ spurði Tonio. „Nei,“ sagði Rósa. „Ég kyssti hann á kinnina, sagði honum, að ég elskaði hann, og sendi hann burt. Nú langiar mig í glas af víni.“ „Eitt glas aðeins,“ sagði Tonio, „ég þarf að vera kominn i vinn- una aftur klukkan þrjú.“ „Ef aðeins Flavia vœri kvenmað- ur,“ sagði Rósa stríðnislega við Tonio, og gaut augunum daðurslega til mín, „jtá væru engin takmörk fyrir þeirri hamingju, sem þið tvö gætuð átt saman." „Hún héldi að minnsta kosti ekki fram hjá mér,“ sagði Tonio festu- lega. Stuttu seinna, þegar Rósa hafði lokið úr glasi sínu, stóð Tonio upp, og bjó sig til að fara. „Hvenær heyri ég frá þér uft- Ekki var tilhugsunin þægilegri að vita það, að ef ég ekki gerði eins og Tonio bauð, myndi ég álit- inn mesti heigull af öllum nær- stöddum. Hægt og rólega færði ég liöndina nær höfði óargadýrsins, og þegar ég átti aðeins eftir noklcra sentimetra, vatt Flavia til höfðinu, og urraði illilega. Eins og eldi- hrandur dró ég höndina að mér, hálfu skelkaðri en fyrr. Tonio horfði forvitnislega á ljónynjuna. „Hvað er að, bambina,“ sagði liann se.fandi röddu. Flavia svaraði með öðru urri, enn illilegra en þvi fyrra. Síðan, mér til mikils léttis, sneri hún sér við, og gekk í áttina til gryfjunnar, og virtist, sem at- hygli hennar beindist að ákveðnum stað efst uppi í klettunnm í búrinu, og nú öskraði hún af fullum mætti. Tonio var sótsvartur i framan af reiði. „Flavia,“ kallaði hann í una. „Tonio,“ kallaði hann, „ekki fara inn i búrið.“ Tonio, i þann veginn að leggja af stað yfir gryfjuna, sneri sér að Guido, og spurði: „Af hverju ekki?“ „Það er eitthvað að Flaviu,“ svaraði Guido, „gerðu það fyrir mig, eltki fara inn i búrið.“ „Vitleysa," sagði Tonio. „Allt, sem hana vantar núna, er matar- biti . . . komdu, bambina," og hann liélt yfir gryfjuna á ný. „En Tonio,“ hrópaði Guido, og það var endurnýjaður ótti í rödd- inni. „Hvar er Livia?“ Tonio hikaði andartak, og leit upp i búr Liviu. „Hún liggur sennilega i hellin- um sínum,“ sagði hann. „Eins og annað kvenfólk gerir hún ýmist að öskra á mann, cða F; ur?“ si)urði hann mig. „Ég kem við hér i fyrramálið,“ sagði ég honum, „og læt þig vita hvenær reynslutakan fer fram.“ Forvitni Rósu var vakin. „Ég er á leið að verða stór kvikmynda- stjarna,“ sagði Tonio, tók um hand- legg hennar og reisti liana upp úr stólnuin. „Ég segi þér betur frá því öllu seinna.“ Rósa ætlaði að hreyfa andmæl-e um, en hann ýtti henni í áttina til torgsins. ,,CAao, Claudio,“ kallaði hann til mín, og glotti meinvíslega, um leið og hann brá handleggnum utan um initti Rósu. Ég hafði gert ráð fyrir að fara og tala við Tonio næsta morgun áður en hann færi með Flaviu i göngutúrinn, en ég svaf yfir mig, þar eð ég hélt lieldur duglega upp á fund minn með itölsku leikkon- unni ininni. Um það bil, sem ég kom til dýra- garðsins, var ekkcrt líf að sjá hjá pöllunum tveimur. Ég leitaði eftir Liviu, en hana var hvergi að sjá. Eftir stutta stund lieyrði ég raddir, og rétt siðar birtist Tonio, með höndina á hálsi Flaviu, Yodel hlaupandi i hringi og áhorfenda- hópinn i humátt á eftir. Þegar þau komu að búrinu, kom Tonio auga á mig. „Halló, Claudio,“ kallaði hann. „Komdu og heilsaðu upp á Flaviu.“ Hann stanzaði, og kötturinn kom með honurri. Ég hikaði. Tonio skyniaði sálarástand mitt, og örv- rði mig. ; "’^TJ „Komdu bsra,“ sagði hann ýtinn. „Hún gerir þér ekki mcin á meðan ég er hér.“ Hann færði sig til min, og heindi ljóninu að sér. „Strjúktu lienni um hausirin," sagði hann. „Varlega, blíðlega. Hún veit, að þú ert vinur.“ Hræddur við að virðast hræddur, teygði ég út höndina, liálfhikandi, og sú hugsun flaug í gegn um heila minn, hvort þiað væri satt, að skepnur gætu fundið það á lykt- inni, hvort fólk væri skelkað eða ekki. Ef svo var, þá gat ekki farið hjá því, að Flavia fyndi lyktina af ótta niínum, því jafnvel mitt eigið nef var fnllt af henni. — Ertu minni? skipunartón, en kötturinn lét sem liann heyrði ekki. En Yodel litli kom lilaupandi. Hann hafði fylgt Ijóninu, en kom nú til Tonio, eins og Flavia hefði gefið honum ein- hverja vísbendingu. Hann settist við fætur Tonio, og ýlfraði' og gelti ámátlega. Tonio skipti sér ekki af honum. Augu hans voru á Flaviu. „Hún hefur aldrei verið svona áður.“ sagði hann. „Nú veit ég hvað er að,“ kallaði hann allt i einu upp yfir sig, og skilnings- svipur kom yfir andlit hans. „Hún er hungruð. Ég skil alltaf eftir inat i hellinum hennar svo hún geti fengið sér bita eftir morgun- gönguna okkar. I morgun lögðum við venju fremur seint af stað.“ Með endurheimtu sjálfstrausti gekk liann til ljónynjunnar. „Vertu þolinmóð,“ sagði liann sefandi. „.Bráðum færðu að borða.“ En Flavia livorki róaðist né hljóðnaði. Hún æddi fram og til baka á gryfjubakkanum, og leit af og til upp i liellinn sinn, en ýlfr- aði og urraði allan tímann. Er hér var komið, voru nokkrir vopnaðir verðir komnir á vettvang, og einn þeirra kallaði til Tonio: „Er nokkuð að?“ sagði hann. „Nei, nei,“ svaraði Tonio, „að- eins hungraður köttur,“ og hann var byrjaður að leggja plankana yfir gryfjuna, þegar Guido kom hlaupandi í gegn um varðaþvög- af nýju hárgreiðslunni liggja í fýlu.“ Eins og til staðfestu á þessum orðum Tonio, tók Flavia undir sig stökk, og með liáu öskri sentist hún upp i helli sinn. Tonio horfði á eftir henni fullur undrunar. „Flavia,“ kallaði hann reiðilega, og hélt á eftir henni. „Komdu til baka,“ hrópaði Guido. Skelfingin i málróm hans liafði smjtandi á- hrif, og áður en ég vissi, var ég far- inn að hrópa líka. Hróp okkar voru kæfð í háu öskri frá hellinum, og Flavia birt- ist aftur í hellismunnanum, og það skein i stórar vigtennurnar. Hún urraði og skirpti inn i hellinn, og hvað eftir annað sló hún stórum hrönnnunum inn i bellisopið. „Tonio, forðaðu sér,“ hrópaði Guido, en Tonio stóð sem negldur nálægt gryfjubarminum. Áður en nokkur gat áttað sig á því livað var að skc, lientist Livia blóði drifin og grenjandi út úr liellinum, fram- hjá Flaviu og í áttina til Tonio. Það. sem á eftir fór, skeði allt svo hratt. að enginn gat neina björg veitt. Þegai' Livia hljóp í átt- ina til Tonio, sá ég Guido gripa byssu, og reyna í flaustrinu að miða á stökkv?ndi ljónið. En jafn- vel þótt hann liefði liitt, var það þegar of seint. Ljónynjan og mað- ur féllu niður í gryfjuna. Á sömu stundu hljóp Flavia frá hellinum, og hikaði aðeins á gryfjubarmin- um, en stökk síðan niður með háu öskri. Hljóðin, sem koniu upp úr gryfj- unni gerðu mér óglatt, og ég stóð eins og frosinn stólpi, og gat mig hvergi hrært. Guido og tveir varð- tanna hlupu til og litu niður í blóð- ugan bardagann, sem átti sér stað á gryfjubotninum, en hinir verð- irnir áttu fullt i fangi með að halda óttaslegnu fólkinu i skefjum. Guido leit niður, sneri sér undan, og féll grátandi á jörðina, skjálfandi af viðbjóði og geðshræringu. Hin- ir verðirnir stóðu og horfðu gap- andi niður í gryfjuma, eins og á- horfendur við bjarndýrsgryfju, og fylgdust með hræðilegum bardaga Ijónanna. Einn þeirra, sem átti þó til hugsun í kollinum, miðaði byss- unni sinni. „Ég lield að það væri miskunnar- verk að skjóta þær áður en þær rífa hvor aðra í smátætlur,“ sagði hann, og annar gæzlumannanna kinkaði kolli. Þeir skutu báðir, og innan skainms liættu öskrin i gryfj- unni. Mcð óstöðvandi skjálfta var ég ósjálfrátt drenginn að gryfju- barminum af óþekktu afli. Fyrir mér blasti sjón, sem oft lilýtur að hafa borið fyrir augu í hinum fornu fjölleikahúsum Rómaborgar. Blóð- ugur, sundurtættur líkami Tonio lá líflaus, og liafði höfuðið fallið út á aðra öxlina. Við lilið hans lá Flavia, og af einhverri óskiljnn- legri ástæðu livíldi önnur hönd hans á liöfði ljónynjunnar, eins og svo oft hafði verið áður. Stuttan spöl þar frá lá Livia, og jafnvel i dauða hennar var eitthvað ofsa- fengið og villt við liana, þar sem hún lá, sundurtætt og blóðið lagaði úr opnum sárunum. Skyndilegá sá ég lítið, brúnt hrúgald, sem var nærri falið undir lífvana likama Tonio. Þetta var Yodel, sem ekki liafði skilið við húsbónda sinn né við rándýrið, sem hafði verið leikfélagi hans. Ég sneri mér undan og reyndi að afmál þessa ljótu sýn úr huga mér. Mér sortnaði fyrir augum, og þakk- látur féll ég í faðma meðvitundar- leysisins. Á móti mínum eigin vilja vakn- aði ég til lífsins aftur við rödd, sem sagði: „Hérna, drekktu þetta.“ Það var Guido, sem stóð yfir mér með glas af koniiaki. Á meðan ég drakk. tók ég eftir, að' ég var í hvitmáluðu herbergi, sennilega innan dýragarðsins, og lá á legu- bekk. „Það leið yfir þig,“ sagði Guido, hljömlausri röddu, „og ekki lái ég þér það.“ Myndin af gryfjunni flaug aft- ur upp í huga mér, og enn fylltist ég viðbjóði. „Hvernig gat þetta skeð?“ spurði ég. „Hvernig komst Livia inn i búr Flaviu?“ Guido yppti öxlum, og sagði, myrkur á svip: „Það getur enginn sagt með vissu. ITliðið á milli búranna hafði verið brotið upp, en enginn tók eftir því, þar sem það var falið á milli klettanna. Það er erfitt að imynda sér, að Livia hafi getað VIKAN 7. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.