Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 47
góðar manneskjur, sem láta augna- blikstilfinninguna ráða. Molly stóð grafkyrr, og undrun- in skein úr grænu augunum henn- ar. Það var enginn hversdagslegur viðburður að fá hirðuleysi sitt rammað inn í svona fallega umgerð. — Ég vildi óska þess að mamma hefði heyrt þetta, hr. Court, sagði hún að lokum. — Ég gæti sagt henni það — ef ég má aka yður heim síðdegis í dag, sagði hann. — Ef til vill gætum við snætt saman miðdegisverð. — Snæða miðdegisverð —- með Timothy Court! Molly var alveg ringluð, en tókst samt að stynja upp einhverjum þakkarorðum. Hann brosti. •— Ég bíð við aðal- dyrnar klukkan fimm mínútur yfir fjögur, sagði hann. — Ég verð þá að vinna baki brotnu, svo ég verði tilbúin í tæka tíð. Molly sveif fram hjá járnteppinu og augun blikuðu eins og stjörnur. Nigel hafði oft og rækilega bent á hina mörgu galla, sem að hans áliti voru í fari hennar. Nigel hafði skammazt sín hennar vegna. En Timothy Court ... Með sælubros á vör byrjaði hún að syngja. ★ í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. ur aukizt, því það mun sannast mála, að hér drekka allir eins og þeir þola, geta eða langar til, án þess að þar komi nokkrar auglýsingar til. Hugsanlegt væri, að ef almenn- ingur fengi fræðslu um það, hvaða vín hann getur fengið og hvað þau kosta, myndi drykkja rótsterkra drykkja minnka, en léttari og ljúf- fengari veiga aukast, og ætti það nokkurn veginn að vera eftir kokka- bókum þeirra, sem berjast gegn liðssveitum Bakkusar konungs. ★ Örvita þrenning. Framhald af bls. 21. fyrir sjálfum sér, að þessi karlmann- legi og hrausti náungi vekti með sér andúð, sem ekki væri honum sem dómara á neinn hátt samboðin. Hann var þreyttur, og notaði hléið, sem varð á réttarhöldunum þetta andartak, til að hvíla hugann. Sem betur fór gerðist ekki neitt óþægilegt. Hin ákærða féll ekki í yfirlið, missti ekki stjórn á sér, féll ekki í grát. Hún rétti úr sér í sætinu og sagði greinilega og styrkri röddu: „Fyrirgefið — en ég hef alltaf sagt sannleikann. Við áttum eitrið vegna þess að það var alltaf stöðug- ur rottugangur í íbúðinni, einkum í eldhúsinu, þar sem ég svaf. Mað- urinn minn keypti ekki eitrið — ég gerði það sjálf. — Fyrirgefið, en ég vildi helzt að þessu færi að verða lokið . ..“ Hún leit á Droste, þegar hún mælti þessi orð. Og þá mundi hann allt í einu eftir því, að einmitt þannig hafði hún litið á hann einu sinni áður. Einu sinni, þegar hann mætti henni í stiganum heima í Diissel- dorferstrasse. Hún kom frá þvott- inum, hún hafði verið vanfær þá, eins og nú, sveitt og þreytuleg, eins og nú, og hún hafði þrýst sér út að handriðinu af hæversku við hann, svo að hann ætti sem rúmasta leið framhjá. Seinna hafði hún gerzt sek um þjófnað, og nú hafði hún gerzt sek um morð. Jafnvel þótt hinn ungi verjandi hennar skil- greindi það sem „dráp“ og sérfræð- ingarnir yrðu á eitt sáttir um að telja hana ekki að öllu leyti ábyrga gerða sinna, hlaut hún að verða dæmd í tíu til tólf ára fangelsisvist. Eins og svo oft áður, huggaði Droste sig við það, að tilfinningar þeirra er dæmdu gátu engu ráðið um dóm- inn; að dómurinn byggðist á traust- um grundvelli laga og réttar, að það voru lögin, sem réðu dómsorðunum, ekki neinn einstakur dómari, sem taka hana af sér. Hann var ekki í skapi til að fara niður í veitinga- stofuna og fá sér að borða, en lét fallast niður á stól og teygði út frá sér fæturna, eins og hnefaleikari, örmagna eftir atrennu. Perlemann, réttarþjónninn, kom inn og lét sem hann þyrfti eitthvað að taka til hendinni. „Ætli réttarhöldin standi ekki að minnsta kosti til klukkan fimm í dag?“ spurði hann. „Já, það er nefnilega fimmtudagur," bætti hann við, án þess að gera nokkra tilraun til að skýra nánar hvaða samband væri þar á milli, en hann var for- maður í keiluleiksklúbb, sem kom saman á fimmtudagskvöldum. „Við sjáum hvað setur,“ svaraði Droste annars hugar. „Á ég að sækja einhverja hress- ingu niður?“ — Jæja, bless mamma, Kalli biður kærlega að heilsa þér. kannski var þreyttur og taugaslapp- ur og haldinn samúð með hinum seka. Þegar hin ákærða hafði náð sér aftur og ekki breytt framburði sínum, gerði hann tveggja stunda hlé á réttarhöldunum. Hann var þurfandi fyrir ró og hvíld. Droste var óánægður með sjálfan sig. Stjórn hans á yfirheyrslunum þennan morgun hafði verið slæleg, allt hafði gengið seint og þyrrkings- lega og ekki borið tilætlaðan árang- ur. Svefnlyfið, hugsaði hann með sér, þegar hann gekk framhjá fólk- inu í göngunum, og hélt til einka- skrifstofu sinnar. Það var ekkert vit í því að taka inn sterkt svefn- lyf klukkan eitt að nóttu og eiga að fara á fætur klukkan sjö að morgni. Maður varð að sofa að minnsta kosti átta stundir eftir að maður notaði svo sterkt svefnlyf, annars var maður ekki með sjálfum sér daginn eftir — þungur í höfði, loðmæltur og þurr í kverkunum. Um leið og hann var kominn inn í skrifstofukytruna sína, kveikti hann sér í pípu og reykti ákaft. Hann vissi að hann mátti það ekki, það eyðilagði alla matarlyst og gerði hann enn þurrari í kverkum, en hann gat ekki staðið gegn því; það var sama sagan og með svefnlyfið. Honum var alltof heitt í dómara- skikkjunni, en nennti þó ekki að „Nei, þakka yður fyrir,“ svaraði Droste. „Eitt glas af portvíni og brauð- sneið með fleski,“ sagði Perlemann, rétt eins og hann hefði ekki heyrt svarið. „Nei, við fáum aldrei tang- arhald á þessum náunga," sagði hann, um leið og hann hvarf út úr dyrunúm. Það var eins og hann hefði lesið hugsanir landsyfirréttardómarans. Droste var allt í einu orðinn sár- leiður á þessu máli. Fyrst konan vildi endilega taka sökina á sig — því ekki að leyfa henni það og láta mann hennar sleppa. Enginn hafði minnsta áhuga á þessum dómsmál- um, sem eingöngu snertu fátækling- ana, og úrslitin gátu ekki haft neina þýðingu fyrir frama hans. En það var þessi tilfinning, að vita sig hafa kveðið upp rangan dómsúrskurð, sem kvaldi hann á svipaðan hátt og falskur tónn kvelur hljómlistar- mann. Hann strauk fingrunum um skikkjuflauelið, fram og aftur. Steiner, einn af réttarvitnunum, kom inn, reifur og hressilegur að vanda. „Eru nokkrar likur til að yfir- heyrslunum geti lokið í dag?“ spurði hann. „Það er hrein og bein heimska af hálfu konunnar, að ljúga svona manni sínum til sýknu ...“ Allir virtust vera orðnir þreyttir og leiðir á þessu málþófi, og vilja binda endi á það sem fyrst. „Bruhne hefur lagt fram langan lista yfir vitni, sem hann krefst að verði yfirheyrð," svaraði Droste. Bruhne var hinn opinberi verjandi, sem skipaður hafði verið í málinu. „Bruhne er fífl,“ sagði Steiner af- dráttarlaust. Hann var kringluleit- ur og andlitið þakið örum eftir hólmgöngur á stúdentaárunum. „Ég þori að hengja mig upp á að hann þvælir að minnsta kosti í tvær klukkustundir. Þessir ungu mála- færslumenn . ..“ Steiner andvarp- aði. „Við skulum koma, Droste. Við höfum tíma til að fá okkur hress- ingu í Nettelbeck .. .“ En Droste afsakaði sig og Steiner hvarf á brott. Nettelbeck var lítill en mjög glæsilegur veitingastaður, og einkum var maturinn þar orð- lagður. Þeir kunnari málafærslu- menn og dómarar, sem ekki lifðu á launum sínum eingöngu, snæddu þar iðulega. Droste hafði líka verið þar tíður gestur áður en hann kvæntist, en hafði ekki lengur efni á því. Enda þótt Evelyn fengi alltaf nokkurt fjárframlag frá föður sín- um, varð Droste að fara mjög var- lega í peningamálum, og að undan- förnu hafði eyðzt meira en aflaðist — Evelyn gekk til læknisins, og það kostaði vitinlega skildinginn, kostn- aðurinn í sambandi við fæðingu Litlabróður og loks laun fóstrunnar . .. Svo voru það þessar skemmt- anir, sem Maríanna ... hún gerði það að sjálfsögðu í góðu skyni, en engu að síður höfðu þær nokkurn aukakostnað í för með sér; þau höfðu til dæmis orðið að taka leigu- bíl þrisvar sinnum síðastliðna viku. Það var ekki laust við að hann vorkenndi sjálfum sér; hann varð að neita sér um bókstaflega alla hluti til þess að Evelyn og börnun- um gæti liðið sem bezt. Að sjálf- sögðu var ódugnaði Evelyn sem hús- móður að nokkru leyti um að kenna, en því fór samt fjarri að hann gæfi henni það að sök; þvert á móti var ódugnaður hennar eins konar dyggð, sem varð til þess að hann unni henni enn meir fyrir bragðið. Og nú kom Perlemann með portvínið og brauðsneiðina með fleskinu. Og svo hófust réttarhöldin aftur. Loftið inni í salnum var þungt og svækjublandið. Það rigndi úti fyrir, svo að ekki varð hjá því komizt að kveiltja Ijós í réttarsalnum, og allir virtust fölir ásýndum. Fylking vitnanna sýndist aldrei ætla að taka enda. Droste dauðsá eftir því hve eftir- gefanlegur hann hafði verið við hinn unga verjanda, er hann leyfði honum að leiða fram öll þessi vitni. Hinn opinberi ákærandi yppti öxl- um og glotti háðslega, og hann hafði rétt fyrir sér í þetta skiptið. Sam- komulagið með þeim, Droste lands- yfirréttardómara og dr. Rodnitz, hin- um opinbera ákæranda, var ekki sem bezt. Dr. Rodnitz hætti við að beita ýmsum leikrænum brögðum í réttinum, og að leggja meiri á- herzlu á mælskuna í sóknarræðum sínum, en hið fræðilega. Hann var staðráðinn í að ná skjótum og mikl- VIKAN 7. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.