Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 12
Sólríkan októberdag árið 1961 gekk hópur kvenna, karla og barna niður iandgöngubrú hollenzka skipsins Tjisadane, sem lá við festar í Höfðaborg í Suður-Afríku. Þar með var endir bundinn á eitt undarlegasta mann- líf, sem seinni tíminn greinir frá. Tötralegt útlit fólks- ins greindi það frá öðrum farþegum. Skeggjaðir karí- ar hughreystu konurnar, klæddar ökklasíðum kjólum, sem voru í tízku á tímum Viktoríu drottningar. Berfætt börn héldu dauðahaldi í pils mæðra sinna og störðu furðu lostin á allt það undraverða, sem fyrir augu bar í Höfðaborg. Spúand'i eldfjall hafði hrakið fólk þetta i útlegð frá eynhi, sem hafði verið heimkynni nokkra ættliða í 150 ár, og neytt það til að hverfa skyndilega til 20. aldarínnar. Það kom frá Tristan da Cunha, ein- angraðri eyju í Atlantshafi á stærð við hálfa Man- hattan, eyju, sem iðulega hefur verið nefnd „afskekkt- asta sker jarðarinnar“. Á bryggjunni umkringdu fréttamenn, ljósmyndarar og sjónvarpsútsendarar eyjarskeggjana, en þeldökk and- lit þeirra báru einkenni ýmsra kynflokka. Leifturperur Ijósmyndavélanna skutu þessu annariega aðkomufólki skelk í bringu. Leiðtogi hinna 262 Tristana, sólbrennd- ur, hvítskeggjaður öldungur starði á frumstæðan fóta- búnað sinn. Síðan mælti hann fyrir m-unn þeirra alira. „Ég er óttasleginn,“ sagði hann djúpri rödd með áber- andi hreim Lundúnamállýzku. „Þetta var Guðs vilji, en nú verða börnin okkar i fyrsta sinn að kynnast böli heimsfns. Ef eyjan okkar væri örugg til ábúðar, mynd- um við öll snúa aftur til hennar með glöðu geði.“ Síðan tóku þeir pappaöskjumar sínar og gengu í áttina til strætisvagnanna, sem áttu að flytja þá enn lengra inn í 20. öldina — til peningaerfiðleika, skatta, laga, hrað- skreiðra bíla og styrjaida. Allt þetta var þeim með öllu ókunnugt. Á Tristan höfðu þeir lifað samkvæmt 19. öld- inni. Þar hélt Biblían verndarhendi sinni yfir mannin- um frá vöggu til grafar. Margir veltu því fyrir sér hvort Tristan-búar gætu afborið þessi miklu umskipti. Eyj- an þéirra, eyðilögð af eldfjalli, er sennilega klettóttasti Edengarður er sögur fara af. Hún liggur í Suður-Atlants- hafi, fjarri öllum s'kipaleiðum, nærri 2000 mílur frá öðru byggðu ból’i. Eyjarskeggjar sáu örsjaldan aðra menn. Líf þeirra í svo annaríegu umhverfi minnir á seiglu forfeðra vorra. Tristan da Cunha er lítið annað en svart, 8000 feta hátt, fjail, umgirt mjóum, grýttum, spildum. Loftslagið er hráslagalegt og þokusamt. Hvass- viðrí eru mjög tið. Uxakerrur önnuðust flutninga, og grútarlampar lýstu upp húsin á nóttunni. Það að hafa nóg að eta var álitið hreinasta sællífi. Allt til þess tíma, að Trístan-búar sannfærðust um, að eldhraunið myndi jafna kofa þeirra við jörðu, stóð- ust þeir allar tilraunir er vom gerðar tii að flytja þá burtu af eynni. Ef til vill hefur þessi tryggð þeirra við eyjuna átt rætur sínar að rekja til Wiiliams Glass, harð- gerðs skozks hermanns, sem lagði drögin að menningu Tristana. Blóð hans rann í æðum þeirra allra. Árið 1817 stóð Glass á 1000 feta háum kletti á strönd Tristans og horfði á eftir skipi, er sigldi þöndurn segl- um í norðurátt. Við hliðina á þessum rauðskeggjaða, fyrverandi Wateríoo hermanni, stóð ljóshærð éiginkona hans og tvær dætur, fimrn og sjö ára gamiar. Þau vom alein eftir á eyjunni. Út við sjóndeildarhringinn sigldi brezk fréigáta burt með 87 Háskota innanborðs. Þeir höfðu dvalið á eynni í 3 ár og komið í veg fyrir, að Frakkar gætu náð henni. Frakkar ætluðu að nota Tristan sem miðstöð fyrir björgun Napóleons af St. Heienu, er lá 1800 milur fyrir norðan Tristan. Hinn 27 ára gamli liðþjálfi hafði kosið að verða eftir á eynni, þar eð hann vissi, að heima í Skotlandi yrði 22 — VIKAN 9. tbl. EFTIR STAN BAIR HINIR þrautseigu íbúar Tristan da Cunha nutu frumstæðs lífs, þar til árið 1961, að eld- fjall neyddi þá að yfirstíga þau 150 ár, sem skilið höfðu þá frá nútíðinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.