Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 14
; X,// ''/! m&mmm ■ ■ý ' ' ' ' •• . • ' ■ J .. .: ' ÞorpiS Edinburgh eins og það leit út 1957. Húsin eru hlaðin úr steinum. Þarna á flötinni situr það á tíma- sprengju náttúrunnar. Nautgriþir eru á beit og una sér vel, þótt eldfjallið, sem legið hefur í dvala í hundruð ára, sé farið að spúa upp reyk og eimyrju. hann aldrei neitt annað en jarðarlaus og fákunnandi verkamaður. Þessi eyja, eyðiieg og hrjóstrug, eins og hans hjartkæru heiðar i Skotlandi, skyldi verða óðal hans. Hann óttaðist hvorki einveru né erfiðisvinnu. Glass byrjaði að plægja ófrjóan jarðveginn og setti nið- ur kartöflur og kál. Börnin fengu mjólk úr hálfvilltum nautgripum og sauðfé, sem setuiíðið hafði skiiið eftir. Hafið sá þeim fyrir fiski og eggin fengu þau af fjalla- mörgæsum, sem klifu meðfram ströndinni. Meðan eiginmaðurinn reyndi að sá í hrjóstrugan jarð- veginn, var frú Glass önnum kafin við að sauma, spinna úr ull og ala upp bamahópinn, sem komst upp í átta dætur og sjö syni. Þau unnu óslitið frá sólaruppkomu til sólarlags. Á hverjum morgni dró Glass brezka sam- bandsfánann við hún á stöng nálægt húsinu. Eftir kvöld- matinn las hinn guðhræddi liðþjálfi hátt úr Ðiblíu sinni við veikt ljós grútarlampans. Að því loknu var gengið til náða. Svo var það einn þokumorgun, er Glass var að leggja af stað til fiskjar, að hann sá hvar grillti í þrekvaxna mannvem í þokunni. Hiðugur sem köttur réðst liðþjáif- inn á manninn og sló hann niður. „Hættið! Hættið!“ stundi mannauminginn, „hér er vinur!“ Hann kynnti sig sem Thomas Swain, fyrrver- andi sjóliða í flota Hans Hátignar. Hafði hann siglt aleinn á litlum báti frá St. Helenu og ávann sér traust Glass, þegar hann sór, að hann hefði haldið hinum deyjandi Nelson flotaforingja í örmum sér í orrustunni við Trafalgar. „Mig langar tii að setjast hér að,“ sagði Swáin. „Vertu velkominn," sagði Glass og rétti fram báðar hendur sínar. Hann þarfnaðist hjálpar við að gera Tristan að lífvænlegri stað. Áður en langt um leið komu fleiri menn, lið- hiaupar af hvaiveiðiskipum, er áttu leið þarna fram hjá, og báðu um að fá að dvelja á eynni. Glass gaf þeim leyfi til þess, þar sem hann vissi, að ef þeir sneru aftur biði þeirra gálginn. En hann setti ákveðin lög. „Þetta er ekki ein af þessum eyðieyjum, sem við lesum um í ævintýrabókum. Hér verða allir að vinna- og skipta jafnt með sér.“ Einn sjóliðinn tók þetta of bókslaflega og gerðist all nærgöngull við hina myndarlegu frú Glass, eina kvenmanninn á eyjunni. Eftir að hafa ákallað Jehóva, hýddi Glass manngreyið duglega og dró hann niður að ströndinni. Þar neyddi hann sjóliðann til að fara upp í lít- inn bát með matar- og vatnsbirgðum. Síðan sagði hann: „Fyrst þú finn- ur þig knúfnn til að drýgja synd, þá getur þú gert það í Suður-Afríku.“ Þegar báturinn vaggaði af stað í hina 2000 mílna löngu ferð, kraup Glass í sandinum og bað þess, að syndaranum mætti auðnast að ná öruggri höfn. Árið 1824, var kvenmannsleysið á eyjunni orðið til mestu vandræða. Á Tristan var hálf tylft af ógiftum karlmönnum og dætur Glass-hjónanna voru jafnmargar. En elzta stúlkan var aðeins 15 ára. Til þess að sjá þess- ari litlu nýlendu fyrir afkomendum og með fullu samþykki karlmann- anna, bað Glass skipstjóra á hvalvéiðiskipi, er átti leið fram hjá, að út- vega þeim kvenfólk. Tvéim árum seinna kom skipið aftur með fimm svert- ingjakonur frá Höfðaborg, en þær voru einu kvenmennirnir, er fengizt höfðu til að leggja út í þessa ferð. „Ef þið viljið fá þessar konur verðið þið að kvænast þeim,“ sagði Glass. „Það verður ekki ieyfð nein ósiðsemi á þessari eyju.“ Hann náði í Biblí- una sína og beið síðan átekta. Nöfn fjögura hjóna voru strax skráð í nýja hjúskapar-bók. Fimmti maðurinn hélt út í nokkur ár í viðbót, áður en hann gekk í það heiiaga. Negrakonurnar voru fyrsta kynblandan sem varð meðal Tristanbúa, en á endanum bættust við Amerikanar, Portúgalar, Itaiir, Hollendingar og nokkrir Afríkubúar. Hinn gulbrúni hörundslitur Tristanbúa ber merki hinna sundurleitu forfeðra þeirra. Á Tristan eru til ljóshærðar konur og konur með brúnt hrokkið hár, og nokkrir eyjarskeggjar hafa skásett augu. EYJAN SEM GLEYMDIST — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.