Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 22
HORFT UTUM GLUGGA Smásaga eftir HAL DRESNER Myndskreytt af A R N 0 L D Óneitanlega er það alltaf nokkur bagi fyrir eiginmanninn að vera sjúkur og rúmfastur, einkum og sér í lagi ef honum skyldi detta í hug að myrða konuna sína, en viljinn dregur hálft hlass. ÞARNA lá Jacob Bauman, vafinn ábreiðum, á þeim mýkstu svæflum sem fáanlegir voru fyrir peninga og horfði með gremju- svip á Charles, yfirþjóninn, þegar hann har honum bakkann með mergunverðinum og dró tjöldin frá gluggum, svo að morgun- birtan flæddi inn i stofuna. — Á ég að opna gluggann, herra? — Viljið þér að ég ofkælist? — Siður en svo, herra. Nokkuð annað, sem þér óskið, herra? Jacob hristi höfuðið og stakk þurrkunni inn á milli nátttreyj- unnar og brjóstsins, sem ekkert var orðið nema ber beinin. Hann rétti út höndina og hugðist lyfta lokinu af fatinu, en hikaði við, þegar hann sá að Charles stóð enn úti við gluggann eins og hermaður á verði. — Eruð jíér kannski að biða eft- ir að yður verði boðið eitthvað hressandi? spurði hann ónotalega. — Nei, herra. Ég er að bíða eft- ir Frances . . . systur Frances, mjúkrunarkonunni. Holmes lækn- ir segir að við megum aldrei láta yður einan, herra. — Komið þér yður út, sagði Jacob. — Taki ég þá ákvörðun næstu fimm mínúturnar að lirökkva upp af, lofa ég því að liringja á yður, svo að þér missið ekki af neinu. Hann beið á meðan yfirþjónn- inn var að komast á skrið. Þegar iiann var farinn, lyfti Jacob lokinu af fatinu. O-jæja; eitt steikt egg, sem starði á hann rauðgulu auga, þar sem það lá á brúnaðri brauð- sneið, sem varla gat vesældarlcgri verið. Ásamt teinu og smáklessu af ávaxtahlaupi, var þetta allur morg- unverðurinn. Þegar Jacoh liafði virt fyrir sér eggið og brauðsneiðina með van- þóknunarsvip, lét hann hvort tveggja lönd og leið og tók að horfa út um gluggann. Veðrið var dásamlegt, víð og eggslétt gra.sflót- in græn og mjúk eins og áklæði á kúluleiksborði, en hingað og þang- að stóðu hronsmyndir á stalla, hver annarri ljótari og liver annarri dýrari. Vinstra meginn við hvita akbrautina, sem myndaði eins konar skeifu á flötinni, sá hann garðyrkjumanninn liggjandi á hnjánum við blómabeð. Og til hægri, skammt fyrir innan hliðið með liinum miklu og þungu smiða- járnsgrindum, leit hann bílstjór- ann sinn önnum kafinn við að gljá og fága ljósbláan glæsibil, úti fvrir bilgeymslunni, sem var tveggja hæða hús — íhúð bílstjórans á efri hæðinni. Og þar sá Jacob lika systur Frances, hjúkrunarkonuna fallegu og ungu, sem sat hjá lion- um á daginn; hún stóð þarna og var að rabba við bilstjórann, og var ekki annað að sjá, en vel færi á með þeim. Fyrir utan hliðið tók við iðjagræn sléttan, alla leið út að þjóðveginum, en þangað var svo langt, að Jacob, sem þó var nianna sjónskarpastur, greindi varla bílana, sem þar voru á ferð. Vesalingurinn, Jacob Bauman, hugsaði hann með sér. Allt það góða, sem hann hlaut i þessu lifi, hlaut Iiann ekki fyrr en um sein- an. Nú, þegar hann var loksins orðinn eigandi að þessu mikla set-ri, var hann orðinn svo veik- hurða, að hann hafði ekki minnstu ánægju af þvi. Nú, þegar hann var loksins kvæntur þeirri konu, sem var svo fögur, að hún gat gert hvern karlmann óðan og æran, var hann orðinn svo gamall, að hann gat ekki notið hennar. Og nú, þegar liann liafði öðlazt þroska og skarp- skyggni, svo að fátt i skúmaskotum mannlegrar sálar gat dulizt honum, var hann dæmdur til að liggja í rekkju sinni alla daga, án þess að liafa aðra en þjón- ustufólkið til að tala við. Vesalings, auð- ugi Jacob Bauman, liugsaði hann enn. Þrátl fyrir allan hans veraldarauð og veraldarvizku, lá öll hans veröld innan takmarka rekkjustokkanna, heimsmynd hans takmarkaðist við það, sem liann sá út um gluggann og heimspeki lians við andlega viðfeðmi systur Frances. Og hvað var hún eiginlega að hugsa? Hann leit á klukkuna. Sex mínútur geng- in i tíu. Þegar hann leit aftur út um gluggann, sá hann að hún leit á arm- handsúr sitt, gretti sig, sendi bilstjór- anum koss á l'ingrinum og tók strikið heim að aðalbyggingunni. Hún var Ijós yfirlitum, sterkbyggð og gangur hennar og sérhver hreyfing þrungin slikum ákafa og fjöri, að Jacob fann til sárrar þreytu af því einu að horfa á hana. Og samt hafði hann ekki af henni augun fyrr en hún hvarf honum sjónuin inn í húsið. Þá tók hann til við „morgunverð- inn“. Hún mundi áreiðanlega koma við lijá eldabuskunni og ráðskonunni, hugs- aði hann, svo að hann þurfti ekki neitt að flýta sér með matinn. Hann var einmitt að renna niður sein- asta brauðbitanum, liegar hún knúði dyra. — Nei, kallaði hann, en hún kom rak- leitt inn engu að síður og heilsaði hon- um með glöðu brosi. — Góðan daginn, herra Bauman, sagði hún hressilega um leið og hún lagði skáldsöguna, sem hún hafði meðferðis, frá sér á skrifborðið og leit, að þvi er virtist til málamynda, á skýrsluspjaldið, sem vökukonan hafði útfyllt. — Hvernig er líðanin i dag, herra Jacob? — Ég hjari, svaraði hann. — En hvað veðrið getur verið dásam- legt, sagði hún og gekk út að gluggan- um. Ég nam sem snöggvast staðar hjá Victor, og það Ieynir sér ekki að nú er að koma sumar. Á ég að opna gluggann? — Nei. Læknirinn hefur sagt mér að varast allan gust. — Það er alveg satt. Auðvitað var ég húin að gleyma því. Ég er vist ekki sér- lega vel til þess fallin að vera hjúkrun- arkona, sagði hún. Eða hvað finnst yður? — Þér eruð hjúkrunarkona, varð Jacob að orði. Og ég tek yður að minnsta kosti fram yfir þær hjúkrunarkonur, sem aldrei láta mann í friði. Annars eruð þér ung og glæsileg stúlka, og ég skil mætavel að þér eigið yður önnur og hugstæðari áhugamál en hjúkrunina. Þér hugsið eflaust eitthvað á þá leið, að það sé einungis hyggilegt að stunda þetta starf um nokkurn tíma, gott kaup og viðurgerningur allur hinn bezti, og þér getið sparað saman nokkurt fé til gift- ingarinnar. • Stúlkan starði á hann sem furðu lost- in. — Það er einmitt þetta, sem ég hef verið að hugsa. Einmitt það, sem ég sagði við sjálfa mig, þegar Holmes læknir bauð mér þennan starfa. Þér er- uð meir en litið skarpskyggn, herra Jacob . . . — Þakka yður hrósið, svaraði Jacob. Hann bragðaði á teinu og grettti sig. 22 — vikan 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.