Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 25
 Margar frægar stjörnur hafa byrjað frægðarferil sinn með þátttöku í fegurðarsamkeppni. Hér eru þátt- takendur í alþjóðlegri fegurðarsam- keppni að heilsa uppá Gústav Svía- konung. Stúlkan, sem hann er að heilsa var óþekkt þá en fræg núna. Hún heitir Sophia Loren. Hún varð sigurvegari í þessari keppni. Sigrún Ragnars er ein af fegurðar- drottningum okkar, sem komizt hafa í úrslit í alþjóðlegri keppni. Hún varö fimmta á Langasandi; vakti allls staðar athygli fyrir fegurð og framúrskarandi framkomu. Hún fór í sýningarferðalag alla leið til Fil- ippseyja á vegum keppninnar og bauðst að halda því starfi áfram, en kom heim og settist hér að. María Guðmundsdóttir, Ungfrú ís- land 1961. Hún hefur lagt tízku- heiminn að fótum sér ef svo mætti segja; reyndist framúrskarandi mód- el og náði því, sem þúsundir stú’kna um allan heim dreymir um: Að kom- ast á forsíður hinna heimsþekktu tízkublaða. Hún hefur unnið sem fótómódel bæði í París og New York.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.