Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 29
Ef hann hefði verið sá spámaður. sem hann þóttist vera, hefði hann átt að sjá fram í tímann. Þá hefði hann átt að kasta Esther fyrir borð. SÖNN SAGA EFTIR ANTHONY STERLING þvi, eCa beinlinis reynt að koma í veg fyrir það. En allt i einu ákvaC hann að bjóða ferðamenn velkomna og gera þeim eitthvað til skemmtun- ar. Hann lét þegna sína ryðja stórt landsvæði hinum megin við veginn fyrir framan Shiloh og Jerúsalem. Þar setti hann á stofn skemintigarð með öllum möguiegum skemmti- tækjum, svo sem hringekjum, parís- arhjólum, hábrautum og skotskífum. Þar voru líka spákonur, dýragarður með öpum og björnum og öðrum dýrum. Lækurinn, sem rann i gegn- um skóginn, var stíflaður og gerður úr honum stöðuvatn og smá foss. Útijárnbrautarlest ók um allt svæð- ið og þar voru seldar pylsur og brenndar hnetur. Skemmtigarðurinn varð vinsæll fró byrjun. Frá Chicago kom bátur með ferðafólk yfir vatnið og þar tók vagn á móti þvi frá Húsi Daviðs. Ef til vill naut fólk þess sérstak- lega, að skemmta sér meðal þessara síðhærðu meinlætamanna, sem neit- uðu sér um það, sem þeir urðu að horfa á, en nokkuð var ]iað, að meira en 200.000 manns sótti garðinn á einu sumri. Eftir að allt hafði verið fuligert, kostaði reksturinn ekkért, þvi að öll vinna var framkvæmd af ólaunuðum ísraelsmönnum. Það lá því i augum uppi, að Ben græddi óhemju fé á garðinum. Vegna þess að á sunnudögum var aðsóknin mest, varð það nauðsyn- legt fyrir ísraelsmenn að sleppa lielgihaldi sunnudagsins. „í augum drottins er ekki lengur neinn munur á jarðneskum dögum, því að hans ríki er i nánd,“ fullviss- aði hann iærisveina sina um. „Fyrir okkur er sunnudagurinn eins og hver annar dagur, og þess vegna vinnum við jafnt á honum. En brátt verður bókunum lokað og hinn eilífi sjöundi dagur hefst. Þá munum við hljóta hvild og umbun.“ Ben konungi var svo umhugað um aðekki tapaðist einneinastiaðgöngu- miði, að hann hélt garðinum opnum meðan hann hélt sunnudagsmcss- una. Hlátrasköllin utan frá, hljóm- listin frá hringekjunum og flaut járnbrautarlestarinnar blandaðist saman við messugerðina. Þegar kvik- myndir náðu vinsældum, lét hann meira að segja setja sýningarvél og tjald inn i bænhúsið, og strax og messunni var lokið byrjuðu sýning- arnar. Með ágóðanum af skemmtigarð- inum keypti Ben upp flest lilutabréf í járnbrautunum við Benton Harbor og St. Joseph. Á sama tíma hvatti hann þegna sina til að leita sér vinnu sem vélamenn við járnbraut- irnar cða lestarþjónar. í fyrstu hló fólkið ó ráðningarstofunum að þcss- um sfðhærðu, skeggjuðu mönnum. En þegar það kom í ljós, að Bcn var orðinn stærsti hluthafinn 1 fyrir- tækinu, kom annað hljóð i strokk- inn. Eftir nokkur ár voru flcstir starfsmenn járnbrautanna Israels- menn. En Ben konungur hirti bæði ágóðann af fyrirtækinu og laun starfsmannanna og var harla ánægð- ur með viðskiptin. „Enginn getur setið auðum hönd- um í konungsrikinu," brýndi liann stöðugt fyrir þegnum sínum. í viðbót við fullan vinnudag áttu ísraelsmenn nú að vinna í frítímum sínum við skemmtigarðinn og ýmsan annan atvinnurekstur, sem konung- ur þeirra rak — þar á meðal voru hótel, búgarðar, ávaxtagarðar, barnaheimili, brauðgerðarhús, leik- fangagerð og sælgætisverksmiðja — en allt voru þetta mjög arðvænleg fyrirtæki, þegar það var haft í huga, að vinnuaflið fékk hann ókeypis. Benjamín Franklin Purnell hafði komizt vel áfram síðan hann ók með blaðsölubarnavagninn um þjóð- vegina. Ánægður yfir því, hvernig auður hans óx jafnt og þétt, létti hann dá- lítið á skemmtanabanni þegna sinna. Allra náðarsamlegast tilkynnti hann, að það væri ekki syndsamlegt að leika baseball. Margir þegnar hans urðu brátt mjög færir í þessum leik og stofnað var sérstakt lið, sem nefndist Hús Davíðs. Fyrst spilaði það við önnur lið í nágrenninu, síð- an við áhugamannalið frá Chicago og loks tóku þeir þátt í landsleikj- um, og einhvern veginn fór það svo, að síðskeggjuðu leikararnir unnu oftast. „Enginn getur sigrað þá guð- hræddu!“ sagði Ben hreykinn. Eins og allt annað, sem hann kom nálægt á þessu tímabili, gaf þetta líka peninga í aðra hönd. Hann lét gera íþróttavöll við hliðina á skemmtigarðinum og þar lék lið Húss Davíðs venjulega, en þar sem það var oft í íþróttaferðum var völlurinn eftirsóttur af öðrum. Meira að segja eftir að það komst upp, að Ben Purnell leigði sér at- vinnuleikara og lét þá dulbúa sig með síðu hári og skeggi, gekk rekst- ur vallarins ágætlega. Ben hugsaði sem svo, að körfu- bolti hlyti líka að vera gróðavæn- legur, svo að hann stofnaði lið í þeirri íþrótt lika. Það lék í sam- komuhúsinu og körfunum var komið fyrir í endum hússins og stólarnir færðir upp að vegg, meðan leikið var. Lúðrasveitinni, sem áður liafði leikið sálmalög heima,var nú breytt í stóra hljómsveit. HérfórBensömu leið og leigði atvinnuhljóðfæraleik- ara og lét þá bera hárkollur og falskt skegg. Það kom fram við réttarhöld- in, sem síðar áttu eftir að fara fram, að troðið hafði verið korki í horn Israelsmanna, til þess að þeir skyldu ekki óvænt gefa frá sér hljóð. Þessi lúðrasveit fór oft í ferðir með í- þróttasveitunum. fþróttaferðirnar gáfu ekki aðeins peninga í aðra hönd, heldur einnig lærisveina, og voru þær áhrifameiri en nokkur trúboði. Söfnuðurinn stækkaði ört og var nú kominn upp í 920 fullorðna og fjölda barna. Landið, sem þeir áttu, fylltist brátt af litlum kofum óbreyttra safnaðar- meðlima og farið var að byggja þá á búgörðum annarra trúbræðra. Tvær nýjar, stórar byggingar voru reistar nærri Jerúsalem og Shiloh, sem hétu Betlehem og Sigurboginn. Shiloh varð nú ekki lengur nógu gott fyrir svona ríkan þjóðhöfðingja, og Ben lét húsameistara fara að und- irbúa glæsilegan bústað, sem hann ætlaði að kalla Demantshúsið. Það gæti virzt, að skemmtigarðar, íþróttalið og lúðrasveitir væru frem- ur óvenjulegt áhugamál spámanna. En Ben vissi upp á hár hvað hann gerði. Þessi ómenntaði fjalladrengur þekkti af einhverri eðlisávísun nauð- syn útbreiðslustarfseminnar og aug- lýsinganna. Þegar árin liðu og hann var hvað eftir annað kærður fyrir siðgæðisbrot, hafði hann alltaf sam- úð fólksins. Það hugsaði sem svo, að hann væri einn af fremstu athafna- mönnum í Benton Horbor — að hann laðaði fleiri ferðamenn til borgarinnar en áður hafði verið tal- ið mögulegt. Hann hafði stuðlað meira en nokkur annar að vexti og viðgangi borgarinnar, svo að hún var nú á meiri framfarabraut en St. Joseph. Þar að auki trúði almenningur því ekki, að maður, sem hefði svona mikinn áhuga fyrir íþróttum, gæti gert það, sem borið var upp á Ben Purnell. En það var óhjákvæmilegt að sið- gæðiskærurnar kæmu fram. Hinn síðskeggjaði konungur hafði gert sér Ijóst, að því fleiri stúlkur, sem hann hafði til að velja á milli, þess fleiri vildi hann fá.Fjöldi stúlknanna jókst stöðugt. Fyrst höfðu þær verið 15—20, sem búið höfðu í Shiloh, síð- an urðu þær 30, svo 40 og loks komst talan upp í 60. Mormónapresturinn Brigham Young áti ekki nema 28 stúlkur á allri ævinni, en hann var faðir 56 bama. Ben Pumell átti aðeins Hettie og Coy, fyrir utan dóttur af fyrsta hjónabandi sínu. Það var aðeins eitt barn, sem með vissu var kennt Ben konungi. Litlu her- bergin í Shiloh, sem upphaflega áttu að vera eins manns herbergi, voru nú þéttsetin. Þar hafði verið komið fyrir kojum fyrir þrjár eða fjórar stúlkur í hverju herbergi. Rétt innan við hlið skemmtigarðs- ins og beint fyrir ofan op, þar sem trúarritin voru seld, var litsterk mynd í fullri stærð af Ben konungi þar sem hann var að gera þekkt og gamalt kraftaverk — að breyta vatni í vín. Listamaðurinn hafði ekki þurft að taka mjög mikið á ímyndunar- aflinu, því að það var kraftaverk, sem ekki var óalgengt að Ben gerði. Hann hafði útvegað sér nauðsynleg tæki og lært að fara með þau, og hann hafði mikið dálæti á að byrja kvöldin með stúlkunum í Shiloh á þann hátt, en hann þurfti góðrar hvíldar við eftir langan vinnudag Framhald á bls. 47. VIKAN 9. tbl. — 2t)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.