Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 36
Undraefnið Tectyl er komið á markaðinn ® Tectyl SEGULMAGNAÐ SALTVERJANDI V ATN SFRÁHRIND ANDI RYÐSTÖÐVANDI RYÐVERJANDI Myndin sýnir að ffestar þjóðir hins vestræna heims hafa tekið undrefnið TECTYL í þjónustu sína. HÖFUM OPNAÐ RYÐVARNARSTÖÐ FYRIR BÍLA Til ryðvarnanna notum við undraefnið T E C T Y L sem verið hefur hernaðarleyndarmál bandarísku hernaðaryfirvaldanna undanfarin 25 ár, en hefur nú nýlega verið sett á hinn almenna markað. TECTYL FER NÚ STÓRKOSTLEGA SIGURFÖR UM ALLAN HEIM. Flestar stærstu bílasmiðjur heimsins, svo sem General Motors, Ford Motor Company, og fleiri hafa þegar tekið ryðvarnarefnið TECTYL í þjónustu sína, svo og hernaðaryfirvöld flestra Evrópuríkja auk Bandaríkjanna. Svíar áætla að ryð- og saltskemmdir kosti hvern bíleiganda um kr. 10.00 á dag að meðaltali. Miðað við sama meðaltal má því fullyrða að RYÐSKEMMDIR KOSTA ÍSLENZKA BÍLEIGENDUR UM KRÓNUR 95.000.000,00 ÁRLEGA. Þessi tala er þó mun hærri hér á landi. Það er því sízt of djúpt tekið í árinni að segja að TECTYL RYÐVÖRN BORGAR SIG UPP Á TÆPU HÁLFU ÁRI. HÖFUM FULLKOMNUSTU TÆKI TIL HREINSUNAR OG RYÐVARNAR Á BÍLUM. RYBVÖRN Grensásvegi 18 Sími: 19945. Einkaumboð á islandi fyrir VALVOLINE OIL COMPANY, U.S.A. Þá vantar múrara. Framhald af bls. 26. — Er skálinn nógu stór? -—- Varla, svarar Þórir enn. ■—- Enda erum við í alvöru farnir að hugsa um stækkun, hvað sem úr því verður eða hvenær. — Og ekki þarf að spyrja um vin- sældir skálans? — Frá vígslu til þessa dags hafa eitthvað um 2500 manns skráð sig í gestabókina, svarar Sigurjón. — Frá opnun, 10 marz í fyrra þar til í maí það ár skráðu 2000 manns nöfn sín í gestabókina, en þess er að gæta, að það skrifa sig ekki allir, sem koma. Það er misbrestur á því. — Já, og meðal þessara gesta, segir Þórir, — eru fréttaritararnir útlendu, sem komu hingað í fyrra- sumar, og forsetinn var þarna fjóra daga í fyrra. Fékk versta veður, sem komið hefur í tíð skálans, þeg- ar flóðin miklu komu og vegirnir flutu burt. — Það var greiðasala í skálanum í fyrra, heldur Þórir áfram, sem gestgjafinn í Hveradölum sá um. Við höfum sjálfir séð um greiðasöluna í vetur. Og svo vorum við með fjög- urra daga skíðaskóla í vetur, milli jóla og nýárs, þar kenndu þeir Jakob Albertsson og Eiríkur Haraldsson. Þar var fólk frá 9 ára upp í 30 ára, og þá tókum við traktors-skíðalyftu í notkun. — Og framundan? —Það er Reykjavíkurmeistara- mótið. Það verður haldið 23.—24. febr. og 2.—3. marz. Það er í fyrsta sinn síðan 1945, sem eitt félag sér um slíkt mót. Þar verður m. a. það nýmæli upp tekið —- nýtt a. m. k. hér sunnanlands — að hafa raf- magnsstart. Það er þannig, að kepp- endurnir fara af stað gegn um hlið, sem gefur hljóðmerki niður, og þá eru klukkurnar settar af stað. Þetta sparar mikinn tíma, þar sem þjóf- start er útilokað. Erlendis fara klukkurnar sjálfkrafa í gang eftir merkinu frá brottfararhliðinú, og stanza sjálfkrafa eftir merki frá markinu. Það standa vonir til, að við fáum svona útbúnað, en hann verður ekki kominn fyrir þetta mót. Svo verða sérstakar varúðarráðstaf- anir í bruninu, sem er hættulegasta keppnisgreinin. T. d. fær enginn að taka þátt í bruninu núna, nema hann sé með hjálm — bara skellinöðru- hjálm. Svo ætlum við náttúrlega — til vara — að hafa sjúkrasveit, hvað- an sem við fáum hana. Þarna í gilinu er mjög ákjósanlegt áhorfendasvæði. Það liggur við, að áhorfendur geti valið um stúku- sæti og stæði. Og við ætlum okkur að gera meira fyrir áhorfendurna en tíðkazt hefur. Eftir mótið, eða 10. apríl í vor, verður skíðadeildin 25 ára, og verð- ur væntanlega haldið upp á afmælið á skíðum um páskana, ef snjór verð- ur. Aðalhátíðin verður þó ekki hald- in fyrr en í maí. —En hvernig fer með Reykja- víkurmeistaramótið, ef ekki verður snjór? — Bara farið eitthvert annað, svarar Sigurjón -— Annars er það spurningin, hvort það á ekki bara að halda þessi mót á sumrin — uppi í Kerlingarfjöllum! gg — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.