Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 44
og slokkna á víxl. ,,-escafé“, ,,-escafé“, og svo „Beauvais", lengi. Stundum gríp ég mig í því að raula í huga mér þetta viðbjóðslega lag, Au Clair de la Lune, eftir þessari hrynjandi ljósanna. Skyldu þeir aldrei ætla að gera við N-ið? Þegar fyrsti sporvagninn rýfur hrollkalda morgunkyrrðina niðri á götunni, liggur hann og byltir sér í rúminu, sveittur, umlandi. Hvít- klædda fólkið horfir á hann. Það er líka að flýta sér í dag, svo að það fer. Það er allt við það sama. Samt er einhver óeirð í mér. í dag tók ég koddann minn og fleygði honum í karlskrögginn, þarna sem hann lá, gamall og skorp- inn, spilandi á þessa andstyggi- legu flautu sína. Lengi lá flaut- an á gólfinu, róleg og storkandi eins og gamli maðurinn, sem bara dæsti í sífellu og horfði á mig eins og sært dýr, síðan á flautuna sína, flautuna, sem lá á gólfinu og beið þess, að blásið væri í hana. Au Clair de la Lune. Ég hata þennan gamla karl. Það gerir enginn við skiltið hans. Hvítklædda fólkið sinnir hon- um álíka mikið og venjulega. Flaut- an liggur nú á borðinu, ósnert. Gamli maðurinn hefur ekki hreyft hana allan daginn. Ég er búinn að vera hérna lík- lega eitthvað á þriðja mánuð. Gamli maðurinn er eitthvað verri. Hann dæsir duglegar en hann á vanda til. Flautan, bannsett flautan, hefur legið á borðinu hans í allan dag. Ég hálfþrái nóttina, en kvíði þó fyrir. Það gerir enginn við N-ið. Ég kvíði líka fyrir að þurfa að horfa á ljósin mín. Ég þekki þau orðið of vel. Það kviknar á þeim um svipað leyti og næstsíðasti sporvagninn skröltir framhjá niðri á götunni. Bláa ,,-escafé“ skilt- ið er upplýst í þrjár sek- úndur, tvisvar sinnum, með sekúndu myrkri á milli. Síðan kemur svo „Beauvais“, rautt, ógnandi í níu sekúndur. Þá er heitt, mollulegt og heitt í her- berginu. Síðan myrkur í fimm sekúndur. Myrkur, unaðslegt myrkur. Samt vil ég ekki iáta draga fyrir. Mér finnst ég verða að horfa á þessi ljós úti í nótt- inni, úti í borginni, borginni, þar sem lífið er. N-ið vantar enn. Það angrar mig ósegjanlega. Þó er mér af- þreying í skiltunum mínum. Ég ætla að reyna að sofna. Svefn. Órólegur svefn. Þegar sporvagninn vekur hann morguninn eftir, liggur gamli mað- urinn í hinu rúminu, bærist ekki. Flautan liggur á borðinu. Bíður. Hvers vegna spilar hann ekki? Hvers vegna spilar hann ekki? Hann spilaði ekki í gær, hann skrimti varla. Það hrygldi bara í honum með föstu millibili, eins og drepið væri stefjum. Au Clair de la Lune. Einkenni- legt að heyra ekki þetta lag lengur. Skyldu þeir gera við N-ið í dag? Líklega ekki. Það er rigning. Næturnar koma og fara eins og sporvagninn. Skiltið stendur enn ó- hreyft. Ungi maðurinn er einn, al- einn. Hann sefur orðið aldrei á næt- umar. Hann getur ekki haft augun af þessum bannsettu skiltum. „—es- café“ blátt, snöggt, „—escafé" blátt, snöggt, síðan „Beauvais“ rautt, langt. Myrkur. Mjúkt og notalegt myrkur, sem yljar honum nógu lengi til að honum sé söknuður í því, þegar bláminn frá „—escafé“ skellur á herberginu og varpar köldum, ís- bláum ljósbjálka inn í hvíta, hvíta stofuna, inn í þögnina, því að nú dæsir gamli maðurinn ekki lengur. Hann er dáinn. Farinn. Flautan liggur þarna enn Bíð- ur. Hann reynir að grúfa sig í koddann. Nóttin seiðir hann til sín, eitthvað kallar á hann, og enn verð- ur hann að horfa, horfa, stara. „—es- café“ blátt, kalt í þrjár sekúndur. Myrkur. Síðan aftur. „Beauva- is“ rautt, logandi, svíðandi í níu langar sekúndur. Loks myrkur, dá- samlegt myrkur. Hann elskar myrkr- ið. Og þögnina. Hann heyrir, heyrir þögnina. Stunurnar í gamla mann- inum eru nú horfnar út í nóttina, út í nið borgarinnar, og eftir er tóm. Undarleg þögn, sem heyrist, heyrist. En aldrei Au Clair de la Lune. Aldrei framar. Allt. Hvað sem er til að rjúfa þessa bláu, þessa rauðu, heitu þögn. Allt. Hvers vegna var gamli maðurinn að deyja? Hann hefði þó getað leikið fyrir mig á flautuna sína, Au Clair de la Lune, svo að ég gæti gleymt, gleymt þessum bölvuðu skiltum. Ég reyni að líta undan, en ég get það ekki. Þessi skilti, þessi blámi, þessi logandi hiti, allt skríður, smýgur inn í hvítt her- bergið. Það verður líklega aldrei gert við N-ið. Aldrei. Líklega Allir á hættu, Suður gefur. 4 10-9-6-5-3 V D-7 ♦ 9-S-6-2 * A-7 * D-7-2 V K 0 G-5 D G-10-8-6-5-2 * A-6-4 y A-9-3-2 ♦ A-K-D-10-4-3 Jft ekkert * K-G V G-10-8-6-5-4 * 7 * K-9-4-2 veit enginn um N-ið nema ég. Blátt, blátt, kalt, ískalt, og rautt, heitt, heitt. Alla nóttina. Það þýðir ekki að draga fyrir. Ég verð, verð að horfa, stara út í nóttina. Skyldu þeir aldrei ætla að gera við N-ið? Dægrin líða. Hægt. Hann liggur og byltir sér. Einn, aleinn og ungur í ókunnu landi. Síðasti sporvagninn var að fara framhjá. Enn hefur ekki verið kveikt á skiltunum. Þó er sporvagninn far- inn. Hann liggur og starir ráðvilltur út í kvöldmyrkrið, einn í litlu, hvítu herbergi, sönglandi, sönglandi fyrir munni sér. Au Clair de la Lune. Au Clair de la Lune. Þeir ætla ekki að kveikja. Ha! Nú er það ekki bara N-ið. Bæði skiltin. Þeir geta ekki kveikt. Geta ekki kveikt. Svona er þá myrkrið. Svart og óendanlegt. Flautan er farin. Þeir tóku hana í dag. Tóku hana, áður en ég gat seilzt eftir henni, litlu flaut- unni, gælt við hana, spilað á hana þetta lag, sem mér þvkir svo vænt um. Au Clair de la Lune. Ég elskaði þetta lag. Þeir ætla ekki að kveikja. Þeir geta ekki kveikt. Au Clair de la Lune. Iíann var annars góður, þessi gamli maður. Þótt hann væri ekki mjög skrafhreyfinn, þá var hann samt bezta skinn. Bara svo gamall. Svo þreyttur. Bara skrýtið, hvað hann gat orðið blár og rauður á víxl. Og lika svartur. Hann spilaði vel á flaut- una sína. Skelfing spilaði mað- urinn annars vel. Au Clair de la Lune. Þetta var dásamlegt lag. Enn kveikja þeir ekki. Þeir geta ekki kveikt. Ég sakna gamla mannsins. Hann var sannur félagi. Sannur vinur. Talaði ekki mikið, nei, en sann- ur vinur. Annars var skrýtið með þennan gamla vin minn, hann var ekki með neitt N. Það vantaði framan á hann ......... Suður Vestur Norður Austur 2 tíglar 3 lauf 3 tíglar 3 hjörtu 4 tíglar pass 4 spaðar pass 6 tíglar pass pass 7 lauf dobl pass pass pass Útspil tígultvistur. Vestur varð fjóra niður doblaða, ellefuhundruð og suður og austur byrjuðu báðir á því að afsaka sig, sá fyrrnefndi fyrir að segja sex tígla og sá síðarnefndi fyrir að fórna á tapaðan samning. En þegar vestur benti á það, að hann væri með hjartakónginn ein- spil, sögðu suður og austur sam- tímis: „Ó, var það?“ og brostu af ánægju og feginleika. Suður sagði að hann hefði unnið sex tígla og fengið 1470, þannig að austur bjargaði 370. í raun og veru hefði suður, sem var góður spilari, ekki unnið sex tígla. Hann drepur laufaútspilið í borði, trompar lauf með tígultíu og tekur trompin. Þar eð hann kast- aði spaða í laufaásinn, spilar hann nú spaðaás og aftur spaða í þeirri von að austur hafi átt K-D eða K-G eða D-G. Það væri tilgangslaust fyrir austur að kasta spaða í tromp- ið, því þá fríast þrír spaðaslagir í borði. Austur drepur því seinni spaða- slaginn og spilar hjarta. Suður, með sigurbros á vör, lætur lágt og tapar einum. Vestur, malandi af ánægju, muldr- ar hin frægu eftirmæli: „Hjarta- kóngurinn var einspil". Rýtingurinn. Framhald af bls. 9. labbir þangað, McCrae og fáir betri upplýsingar. Rawlings frá Apollonleikhúsinu! Þar vann Elizabeth! Hjarta hans tók kipp, en svo dró hann rýtinginn með slönguhaus og rúbínum upp úr vasanum. — Ég held að ég sé með hann hér, sagði Johnny. — Hvert í þreifandi! Þetta er bó það snjallasta, scm þú hefur afrek- að, sagði lögreglustjórinn. — Er leyfilegt að spyrja, hvers konar leynilögregluaðferðir þú hefur not- að, sem skila svona glæsilegum ár- angri? — Einhver kastaði honum á eftir mér í morgun, sagði Johnny og þótt- ist ekki heyra háðshlátur Ogilvys. -— Án þess að hitta, bætti hann við. — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.