Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 50
jafnvel það, að skreppa til Geltow og dveljast þar um helgina, var at- burður í lífi hennar. Hann kvaddi þær báðar ástúðlega á útidyraþrep- unum, og gekk svo aftur inn í íbúð- ina. „Ljúkið upp gluggunum, Vero- níka,“ sagði hann. Síðan átti hann í nokkurri baráttu við sjálfan sig, en lét loks undan og kveikti sér í pípu. Það var eins og stofan yrði rúmbetri og meira aðlaðandi, þegar hann hafði hana einn fyrir sig. Hann opnaði fyrir útvarpið, fjórða sym- fónía Tsjakovskís barst til hans utan úr ljósvakanum, og hann tók að ganga um gólf og hugsa málið. Klukkan var um hálftólf, þegar hann fór í frakkann og hélt af stað að heiman. Það var svalt í veðri, og norðangolan þyrlaði ryki upp af götunni. Hann tók leigubíl og eftir að hafa ekið um hríð, nam bíllinn staðar fyrir utan veitingahúsið, sem minnzt hafði verið á í réttinum þá um daginn. Hverfið var fátæklegt, veitinga- húsið í kjallara, og að öllu leyti sviplíkt hundruðum slíkra veitinga- staða víðsvegar um Berlín. Það hékk gulnuð dula fyrir hurðarrúðunni og um leið og hann opnaði, lagði fyrir vit honum daun af steiktum kart- öflum, öli og sígarettureyk. Ungur náungi, ekki ósvipaður Rupp í fram- komu og hvernig hann bar sig, stóð á bak við barinn. Nokkrir menn sátu við barborðið og drukku öl, litu upp rétt sem snöggvast þegar Droste kom inn, en héldu svo áfram drykkjunni. Landsyfirréttar- dómarinn heilsaði, dálítið vand- ræðalegur, og hélt inn í gestastof- una. Þar inni voru fimm borð — eitt langborð við vegg, kringlótt borð á miðju gólfi og síðan þrjú minni. Hann fékk sér sæti við eitt af minni borðunum og bað um öl. Sakleysislegur, rangeygður þjónn gekk um beina. Þá komu þrír karl- menn inn og tóku sér sæti við kringlótta borðið. „Frú Ohnhausen ...“ kallaði einn þeirra. Þá opnuðust dyr á bakvegg veit- ingastofunnar, og húsmóðirin kom inn. Frú Ohnhausen var holdug og þrýstin, hálffertug á að gizka og vart hægt að hugsa sér öllu sællegri konu. Hún var svo kvenleg, að jaðr- aði við hið ósæmilega, en virtist ekki hafa minnstu hugmynd um það sjálf. Allt, sem heyrði persónu henn- ar til, var hvelft og mjúkt og þrungið kynþrá. Hún var öllu betur klædd en hennar stöðu hæfði. Mennirnir, sem inni voru, festu allir á hana augu óðara; hún gekk yfir að kringl- ótta borðinu, heilsaði þeim þre- menningunum og lagði höndina á öxl einum þeirra, á meðan hún tal- aði við þá hina. Síðan gekk hún að langborðinu, ávarpaði þá, sem þar sátu og það leit út fyrir að hún hefði látið einhver gamanyrði f júka, því að einn af gestunum þar hló og barði í borðið, en annar, grind- horaður náungi, ætlaði bókstaflega að kafna úr hlátri. Drosde athugaði hana í laumi. Framkoma hennar var á allan hátt hin hæverskasta og hvorki áleitin né eggjandi. Ekki framkoman. Öðru máli gegndi um allt það, sem henni var ekki sjálfrátt. Droste horfði á eftir henni, þegar hún hvarf fram í bjórstofuna. Það lá við sjálft að hið þrýstna og mjúkhvelfda hold hennar, og hin heita hvöt, sem lék um hana, hefði óþægileg áhrif á hann, eins og alltof sterkur ilmur eða alltof skær litur. Engu að síður laut hann fram á borðið til þess að geta greint hana betur frammi í bjórstofunni. Hún hafði numið staðar við hlið barþjónsins, brosti við honum og horfði á hörundsflúraða arma hans með sýnilegri velþóknun. Droste hélt niðri í sér andanum. Hún og barþjónninn ... hún og Rupp. Hann fann til sársauka í hálsinum, drakk ölið í skyndi, borgaði og hélt af stað heimleiðis. Nú vissi hann eftir hverju hann átti að grennslast við réttarhöldin á morgun. Föstudagur. H ANN. Samningafundurinn við þá frönsku hafði staðið allan morguninn, og gengið svo seint, að þegar samning- urinn lá loks fyrir til undirskriftar, var Frank orðinn svo óþolinmóður, að hann gaf sér ekki tima til að bíða eftir því að undirskriftm þorn- aði, en sá franski var óðara kom- inn með þerripappírinn, rólegur og smámunasamur 'og Frank stakk samningsafritinu í vasa sinn, hljóp út, niður dyraþrepin, tók leigubíl og ók beinustu leið til brautarstöðv- arinnar. Honum fannst sem hann hefði rammt bragð í munni sér eftir alla þessa samningaþvælu, og þó að honum hefði þar með loks tekizt að selja þeim frönsku álitlegt magn af appelsínum, þótti honum sem áhöld væru að allt þetta um- stang og þref væri ágóðans virði. Hann sat þarna í bilnum og reikn- aði og reiknaði, unz hann varpaði því öllu frá sér af ásettu ráði, og gaf tilhlökkun sinni yfir endurfund- unum við Evelyn lausan tauminn. Hann hafði drukkið í sig slíkan fögnuð af tilhugsuninni einni saman, að hann furðaði á því sjálfan. Aldrei hafði honum fundizt leiðin út að brautarstöðinni jafn löng og nú; hann horfði án afláts á armbands- úr sitt og fannst ekkert ganga, tók að óttast að hann mundi koma of seint og hvatti bílstjórinn allt hvað af tók. Hann mundi ekki betur en Evelyn virtist alltaf eins og hjálparvana. Ef hann kæmi of seint, hafði hún sennilega ekki hugmynd um hvað hún ætti til bragðs að taka. Hún virtist svo veikbyggð og grannvax- in, að manni datt helzt í hug að minnsti gustur mundi feykja henni á brott. Og allt í einu varð honum ósjálfrátt hugsað til Pearl, eigin- konu sinnar. Pearl þoldi það ekki að neinn biði til að taka á móti henni, þegar hún kom með lestinni einhvers stað- ar að. Hélt því fram að það væri eins og maður hefði ekki þvegið sér almennilega í framan, þegar maður kæmi út úr járnbrautarlest, og það væri hrein og bein ókurteisi að koma til móts við konu, þegar hún hefði ekki haft tækifæri til að snyrta sig samkvæmt ströngustu kröfum. Það var eins og alltaf stæði kaldur gust- ur af persónusjálfstæði hennar; hún var áköf og harðdugleg, skemmti- leg, sagði og gerði ýmislegt, sem komið gat manni á óvart, en aldrei neitt hneykslanlegt. Frank hafði kvænzt henni vegna þess að hún var sú fegursta stúlka, sem hann hafði augum litið, enda þótt hann færi ekki í neinar grafgötur um að hún mundi verða heimtufrek kona og dýr fyrir að sjá. Það var í raun- inni ekki nein sitjandi sæla að vera kvæntur henni; hún sá að minnsta kosti um það, að hann hefði ekki mikinn tíma til hvíldar eða hugleið- inga. Að vissu leyti var hjónaband þeirra helzt til svalt, helzt til vél- rænt og samkvæmt útreiknuðum áætlunum. Engu að síður var það unaðslegt að vera kvæntur henni, og Frank var óaðfinnanlegur eigin- maður — í Bandaríkjunum. Þegar hann kom til Evrópu, gaf hann sér hins vegar lausan tauminn. Þannig höguðu flestir af kunningjum hans sér, ástarævintýri handan álsins voru álitin saklaus og sjálfsögð, og Frank gat ekki kvenmannslaus ver- ið nokkra stund, og var stoltur af. Nú höfðu þau, hann og kona hans verið aðskilin í fullar þrjár vikur, og hann hlakkaði óumræðilega til að njóta endurfunda við hana um borð í hafskipinu „Bernagaria" dag- inn eftir. Þegar Frank var þangað kominn í hugleiðingum sínum nam bíllinn staðar úti fyrir brautarstöðinni. Evel'yn ... það var eins og hann gæti ekki sundurgreint tilhlökkun ina yfir endurfundunum við hana, tilhlökkuninni yfir endurfundunum við eiginkonu sína sólarhring síðar. Hann hafði meira að segja hjart- slátt. Honum leið dásamlega, þó að hann væri allur í annarlegu upp- námi. Hann greiddi bílstjóranum í snatri, gekk hröðum skrefum inn á brautarstöðina, um leið og hann strauk hárið og athugaði bindið — það hafði tekið hann tíu erfiðar mínútur að finna það bindi, sem hann var ánægður með, því að hann var, eins og allir karlmenn, ákaflega hégómlegur á vissan hátt. Bindis- valið var eins konar þáttur í til- beiðslu hans á Evelyn; hann hafði lagt það á sig til þess að henni litist sem bezt á hann, um leið og fundum þeirra bæri saman á ný. Pearl þekkti aftur á móti öll hans bindi og hafði þau að skopi, þegar svo bar undir; þau voru hjón og það var annað mál. Frank kom tveim mínútum á eftir lestinni. Fólk kysstist og faðmaðist ákaflega og margir grétu af fögn- uði. Frakkar ferðast lítið, en brott- för og heimkoma verður þeim því meiri atburður, og þeir leyna yfir- leitt ekki atburðum, sem þeim finn- ast nokkurs virði. „Halló,“ kallaði Evelyn glaðlega til hans og hann sneri sér snarlega í hálfhring. Svo einfaldur hafði hann nefnilega verið að svipast um eftir konu á hvítum kjól, eingöngu af því að hún hafði verið á hvítum kjól í danssalnum og mundi hana þannig, enda þótt hann gæti sagt sjálfum sér að engin kona ferðað- ist á hvítum kjól með jámbrautar- lest. „Halló,“ svaraði hann, og það var ekki laust við að honum yrði hverft við þegar hann sá hana standa þarna frammi fyrir sér, klædda klæðskerasaumaðri, svartri dragt og hvítri blússu innanundir, fram- andi og glæsileg, ung kona. Hún hafði ekki litað varir sínar, þær voru náfölar. „Madame er töfrandi,“ sagði hann á frönsku. Það var ekki laust við að hann yrði dálítið vandræðalegur. „Hvar er farangurinn þinn?“ spurði hann, og hún benti á burðarkarl, sem stóð þar hjá með litla hand- tösku og beið frekari fyrirskipana. Frank smeygði höndinni undir arm HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum 38 JfO Jf2 JfJf Jf6 Jf8 50 Baklengd í cm . . 40 41 42 42 42 43 43 Brjóstvídd ........ 86 88 92 98 104 110 116 Mittisvídd ........ 64 66 70 78 84 90 98 Mjaðmavídd ........ 92 96 100 108 114 120 126 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum + 5 cm í fald. „ U N A “ j Sendið mér í pósti kjól, samkvæmt mynd I og lýsingu í þessu blaði. Sem tryggingu I fyrir skilvísri greiðslu sendi ég hérmeð I kr. 100.00. E Stærð ...... Litur ........................ 3 Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá S Nafn ...................... Heimilisfang .............. Saumtillegp:. Já □ Nei □ 5Q — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.