Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 32
DÝRIÐ. Framhald af bls. 23. þér lögregluvernd? —- Nei. Þá yrði ég að almennu athlægi. — Taktu þessu rólega, Jim. Við sjáumst á laugardaginn. Hver veit nema við verður fisknir, eins og stundum áður. Já, við sjáumst á laugardaginn, hugsaði Jim með sér. Ef ég verð lifandi þá . . . Fred vildi augsjáanlega ekki að þeir skildu þannig. — Það getur verið, að þú hafir rétt fyrir þér, sagði hann, þegar Jim stóð á þrösk- udinum. Ég vil að minnsta kosti ekki fortaka það. Og láttu mig taf- arlaust vita, ef eitthvað gerist. Farðu svo eins gætilega og þér er unnt. Shirley beið hans út hjá bíl- skúrnum. Hún var klædd bláum stutlbrókum og enn styttri sólbaðs- bol. Hjarta hans tók alltaf kipp, þegar hann sá hana þannig búna; þá virtist hún tíu árum yngri, enda þótt hún væri ekki nema þrjátíu og átta. Hún sýndist skelfd og öll í uppnámi. — Hvar hefurðu eiginlega ver- ið, spurði hún. Hann dró poka út úr bílnum. — í verzluninni, svaraði hann. — Allan þennan tima? Til klukkan fimm? — Ég leit til Freds i leiðinni. Ég sagði þér að ég væri að hugsa um að gera það. —■ En, Jim . . . þetta er allt svo ótrúlegt . . . Ilún yppti sólbrúnum öxlunum. —■ Jim, ég er eitthvað svo óró- leg. Veiztu það, að ég finn þau, Barbie og Tom hvergi nokkurs staðar. Ef hann hreyfir við börnunum, hugsaði Jim, þá skal hann . . . — Hefurðu leitað þeirra niður við sjóinn, spurði hann. — Hvar er Lea? — Hún er hjá einhverjum kunn- ingjum sínum, ég veit ekki livar. Og ég hef gætt fram af klettunum; þau eru ekki í fjörunni fyrir neð- an. —- Reyndu að vera róleg, sagði hann. Og taktu við pokanum þeim arna. Hún tók við pokanum. — Ég veit, að það er ekki nein ástæða til að óttast um þau, sagði húu. En ég get ekki að þvi gert. Ó, ég er svo í æstu skapi, að ég gæti myrt . . . — Segðu ekki þetta, hrópaði hann. Það fór hrollur um hann all- an, bara við að heyra orðið. —- Þarft þú að æpa svona fram- an í mig . . .? — Fyrirgefðu, svaraði hann og var þegar lagður af stað niður að sjónum. Hann vissi að hann mátti ekki hlaupa. Þá stóð hann á önd- inni; það gerðu reykingarnar. Auk þess var brekkan brött. Hann datt líka, en sem betur fór kom hann fyrir sig fótum og gat stöðvað sig áður en verra varð. Hamingjunni sé lof fyrir að kom- ið er fram í maí og dagur langur, hugsaði hann, þegar hann gekk norður fjöruna. Þar skammt frá gekk lítil vík inn í klettana, og einu sinni hafði hann tekið börnin þang- að með sér til að horfa á þegar pilt- arnir úr skólanum voru að æfa sig þar í froskköfun. Hann hafði þá heyrt Link Ketter- man segja Leu frá því, að um fimmtíu metra út fyrir ströndinni lægi neðansjávarsker, og gengju inn í það langir hellar. Og ef hann hefði nú náð að gabba börnin með sér . . . Það sló köldum svita út um hann allan. Hann heyrði til barnanna áður en hann kom fyrir klettinn. Heyrði að þau hlógu dátt. Jú, þau voru þarna í víkinni og hlógu dátt að ein- hverju, sem Link Ketterman var að segja þeim. Link . . . og Jim tók sprettinn. Þau stóðu þarna lengst úti á Allir utan hættu, suður gefur. klettatanganum, sem öldurnar skvettust yfir án afláts. Barbie litla stóð öðrum meginn, Tom og Link hinum meginn, og bæði störðu þau með athygli á Link, sem virtist vera að fást við einhvern útbúnað, en sæblaut, nærskorin gúmklæðin gljáðu í sólskininu, og hann virtist íturvaxnari og vöðvastæltari en nokkru sinni. — Pabbi segir að við séum of ung til þess, sagði Tom alvarleg- ur í rómi. —- Jæja, þú ert þá huglaus, heyrði Jim Link ’ segja. í sömu andrá heyrði Link fótatalc hans, sneri sér við og hrosti ástúðlega. Góðan dag, sagði hann. Hann er kaldur, þorparinn, hugs- aði Jim með sér. Síðan kallaði hann ströngum rómi til barnanna: — Barbie . . . Tom . . . Hvað eruð þið að gera hér? — Link hefur verið að segja okk- AV**AV + * * A-6 V K-8 ♦ G-9-7-5 * D-9-8-5-4 * 4 N * K-10-9-2 V A-10-9-5 V G-7-4 ♦ D-10-6-4 V A ♦ 8-3-2 * K-G-10-7 S * 6-3-2 A D-G-8-7-5-3 y D-6-3-2 y A-K * A Suður Vestur Norður Austur 1 spaði pass 2 lauf pass 2 hjörtu pass 2 grönd pass 3 spaðar pass 4 spaðar pass pass pass Útspil tígulfjarki. Fjórir spaðar eru ekki ósanngjarn samningur og suður drap tígulút- spilið og spilaði hjarta á kónginn. Hjarta var spilað til baka og vestur átti slaginn á níuna. Hann spilaði nú út spaðafjarka. Áfjáður í að vinna spilið, lagði suður upp spil sín og tilkynnti með miklu sjálfstrausti í röddinni, að hann yrði að gefa tvo slagi í við- bót. Austur stakk varfærnislega upp á því, að sagnhafi gæti tapað þrem- ur slögum í viðbót, en suður horfði með fyrirlitningu á hann og sagði: „Ég tek á spaðaásinn, kæri vinur“. Austur vildi ekki láta komast upp hve heimskur hann væri og sagði: „Nú, er það“, en vestur var einn af þessum leiðinlegu mönnum og heimtaði að spilið væri spilað til enda. Og suður hélt áfram að spila og varð einn niður. Tilfellið er samt, að hægt er að fá tíu slagi og það er ekki sérstak- lega erfitt. í öðrum slag tekur sagn- hafi á laufaás og spilar síðan á hjartakónginn. Ef vestur stingur upp ásnum, þá er afgangurinn auðveldur: Suður gefur aðeins tvo slagi á tromp og einn á hjarta. Eigi Hjartakóngur- inn þriðja slag, þá spilar sagnhafi laufi og trompar. Nú kemur lágt hjarta drepið af vestri, sem spilar spaðafjarka. Spaðaásinn er tekinn, þriðja laufi spilað, suður trompar, tekur seinni tígulslaginn, trompar hjarta og spil- ar tígli úr borði og trompar. Nú hef- ur sagnhafi trompað einu sinni í borði, þrisvar heima, tekið spaðaás og hjartakóng, tvo á tígul og laufaás = 9 slagi. Og enn fær hann einn slag á tromp, því hann á D-G í trompi eftir og hjartadrottninguna. ur frá svo skemmtilegu, svaraði Tom, sem var orðinn fimm ára gamall ,og hafði þegar komizt upp á lag með að fara undan á flæm- ingi. Jim lagði liöndina á öxl hon- um, og rann til rifja live mjúkur likaini hans var viðkomu, veikur fyrir og varnarlaus. Engu að sið- ur gaf hann honum dálítinn skell á hossann, agans vegna. — Höfum við ekki margsinnis sagt þér, að þú megir ekki hverfa svona að lieiman? Barbie hörfaði lirædd undan. — En við vorum með Link, sagði hún afsakandi. Þú hefur sagt að við megum fara með einhverjum fullorðnum — það hefurðu sagt, pabbi . . . — Link er ekki fullorðinn, mælti Jim um leið og hann greiddi henni líka skell á blautan bossann, svo öllu réttlæti væri þar með fullnægt. Þið eigið að lialda ykkur þar, sem mamma ykkar getur haft auga með ykkur, skiljið þið það? Ekki sást votta fyrir svipbreyt- ingum á andliti Links meðan þess- um réttarhöldum fór fram. — Ég bið yður margfaldlega afsökunar, lierra Hunter, sagði hann liæversk- lega að þeim loknum. Satt að segja skil ég ekki livers vegna þér gerið slíkt veður út af þessu. Það er ekki eins og neitt hafi komið fyrir blessuð börnin. Jim festi á liann köld augu. — Enga frekju, ungi maður, sagði hann. Rödd hans skalf lítið eitt. Hið fasta, storkandi augnaráð piltsins var allt annað en notalegt. — Það var ekki heldur ætlun min, herra Hunter. Ég bið yður enn margfaldrar fyrirgefningar. Þá kom Jim auga á útbúnaðinn, sem Link hafði verið að fást við. Stórt kefli með eins konar leiðslu- þræði, símtæki cða eitthvað þess háttar í kassa og þung blýlóð. — Til hvers þénar þessi útbún- aður, spurði Jim. —- Við vorum að hugsa um að gera tilraun með símas'amband neð- ansjávar, svaraði pilturinn. Ég veit ekki hvort það má takazt, en ég ætlaði að kafa og athuga það. — Þú lætur það ógert framvegis, Link, að taka börnin hingað með þér, sagði Jim. Hingað eða annað, skilurðu það. —- Auðvitað, herra Hunter . . . Shirley beið þeira niðri á stígn- um. —Þorpararnir ykkar, sagði hún og hrissti Barbie til. — Þið eruð þokkabjú, eða hitt þó hcldur. Hvar hafið þið alið manninn i dag? — Þau voru niður við víkina, svaraði Jim. í fylgd með Link Ketterman, sem hafði meðferðis nóg af leiðsluþræði og hlýsökk- um til að drekkja lieilum hesti. — Til að síma með, sagði Tom. Langt, langt niður í sjónum. Og liann segir að það sé svo fallegt þar niðri. Jim hafði ekki enn spurt börn- in neins. Honum hafði veitzt nógu crfitt að hafa taumhald á skaps- munum sinum. Hann titraði enn af innibirgðri reiði. 02 - VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.