Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 2
í fullri alvöru: i ÚTKOMAN VERÐUR ALLTAF MARGFALT BETRI MEÐ PERLU Þegar (aér hafið einu sinni þvegið með PERLU komizt þér að raun um, hve þvotturinn getur orðið hvítur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir (evottinn mjallhvítan og gefur honum nýjan, skínandi blae, sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvott- inn og PERLA léttir ýður störfin. Kaupið PERLU í dag og gleymið ekki, að með PERLU fáið þér hvítari þvott, með minna erfiði. —-----------------------------------------> ma BÍLAR OG ÆTTARBÖND Skömmu eftir áramótin urðu heit- ar umræður í Borgarstjórninni út af vagnakaupum SVR. Þar kom fram hörð gagnrýni á það, að ekki skyldi vera fleiri gerðir strætisvagna í gangi hér í borginni en Volvo og Mercedes Benz. Var bent á ýms ættarbönd í því sambandi: Geir Hallgrímsson borgarstjóri er einn af eigendum Ræsis, sem hefur um- boð fyrir Mercedes Benz og Gunnar Ásgeirsson, bróðir Eiríks forstjóra SVR, hefur umboðið fyrir Volvo. Gagnrýnismenn bentu á það, að til er a. m. k. ein gerð enn, sem vel kæmi til álita, og sú gerð væri meira að segja ódýrari en þessar tvær. Var þar átt við Leyland, en líklega eru engin ættartengsl milli hans og SVR. Um Leyland er það að segja, að á árunum eftir 1950 komu hingað nokkrir bílar af þeirri gerð. Þeim þótti þá í ýmsum atriðum tæknilega ábótavant, og er það kannski skilj- anlegt, þegar haft er í huga, að þessi gerð er framleidd í Bretlandi, og Bretar eru ekki sérlega ginn- keyptir fyrir nýjungum, sem ekki hafa verið reyndar til hlítar. Líklega er enn hægt að segja það um Ley- landinn, að hann er ekki eins ,,moderne“ og hinar tvær gerðirnar, sem nefndar hafa verið, en hitt er líka víst, að þessir bílar eru smíð- aðir með það fyrir augum að endast og þola misjafna meðferð, og verk- smiðjurnar vanda vel til hvers ein- asta bíls. Leylandinn hefur enn- fremur upp á að bjóða alla þá stærð- arflokka, sem Strætisvagnar Reykja- víkur nota nú. Bæði Volvo og Scania Vabis —■ Scania Vabis hefur aldrei verið reyndur hér sem strætisvagn — skipta mikið við þessar verksmiðj- ur með einstaka hluta í sína bíla. Sjálfskiptingin, sem er í nýjustu Volvobílum SVR er t. d. frá Ley- land, og Scania Vabis hefur notað mótora frá Leyland í sína fram- leiðslu. Manni gæti því virzt eðli- legt, að bílaútgerðarmenn hér færu að veita þessum brezka bíl nokkra athygli. En vitaskuld á SVR nokkrar málsbætur. Volvo og Mercedes Benz hafa reynzt vel við reykvísk- ar aðstæður, og það er kostnaðar- Framhald á bls. 49. 2 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.