Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 4
Alltaf fjölgar Wolkswagen Volkswagen er ætíð ungur „BREYTINGAR“ ti!l þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna Volkswagen, — og þess veffna getur Volkswaken elzt með árunum en þó haidist í háu endursöluverði. Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð, tækni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum OG NÚ SÍÐAST NÝTT HITUN- ARKERFI. Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. W O L K SVAGEN er einmitt framleiddur fyrir yður HEILDYERZLUNIN HEKLA H.F. Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. Hækkar ekki... Kæri Póstur. Hvernig stendur á því að þið auglýsið: Vikan stækkar án þess að hækka. Og svo fær maður rukkun upp á 250.00 kr arsþriðjunginn. Annars líkar mér vel við Vikuna að öðru leyti. Ég vona að þú svarir þessu i dálkinum þínum. Svo óska ég Vikunni gæfu og gengis á komandi árum. Einn á Norðurlandi. Þú hlýtur að eiga heima langt fyrir norðan, vinur sæll, úr því þú spyrð svona. Frá og með 42. tbl. 1962 hækkaði Vikan í lausa- sölu úr 15 krónum í 20 krónur, en í áskrift úr 200 krónum í 250 krónur ársþriðjungslega. Þetta var nákvæmlega samskonar hækkun og dagblöðin og flest önnur blöð höfðu gert hjá sér þá fyrir skömmu. Um áramótin var Vikan svo stækkuð úr 44 síðum í 52 síður, en verðið hækk- aði ekkert, þrátt fyrir þessa miklu stækkun, og þess vegna var auglýst: Vikan stækkar án þess að hækka. Við vonum, að þér hafi ekki verið stækkunin á móti skapi og eins hitt, að þu viðurkennir að við höfum ekki verið að leika á þig með þessari auglýsingu. Framhaldsleikrit... Kæra Vika mín. Þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar og sérstaklega fyrn framhaldssögurnar sem koma sér mjög vel og sérstaklega í svéitinni. Eg er nú ein af þessum sveitakon- um sem hef líka gaman af að hlusta á útvarpið. Er ekki hægt að koma því á framfæri fyrir mig að hafa þessi framhaldsleikrit hálftíma seinna. Því alltaf þarf að mjólka blessaðar kýrnar. Og það tekur sinn tíma eins og annað. En ég hef mjög gaman af því að hlusta á leik- rit. Vertu svo blessuð og sæl. Lifðu vel og lengi. Sveitakona. Blekkingar ... Ég er einn af þeim, sem sækja kvikmyndahúsin að staðaldri, og eftir margra ára reynslu er ég loks ins farinn að átta mig á því, að það þýðir hreint ekkert að taka nokkurt mark á kvikmyndaauglysingum blaðanna — þær gefa nær ávallt ranga hugmynd um myndina. En ég er líka sannfærður um, að margir í mínum sporum eru ekki búnir að átta sig á þessu enn. Svívirðilegast finnst mér samt, þegar auglýstar eru ,,nýjar“ myndir, sem reynast svo vera hundgamlar. Auk þess hættir þessum ágætu bíóauglýsend- um svolítið til að sleppa því að aug- lýsa endursýningar á myndum, og er hörmulegt til slíks að vita. Ef mynd, sem sýnd er, er ekki alls- kostar ný af nálinni, þá er reynt með alls kyns brögðum að láta líta svo út sem hún sé splunkuný eða svo til. Til dæmis skrapp ég í bíó um daginn og sá mynd, sem reynd- ist þegar til kom mesti forngripur — ágæt mynd, en það er ekki aug- lýsendunum að þakka. En eina um- sögnin, sem myndin fékk í auglýs- ingunni, var, að leikstjórinn hefði fengið verðlaun á kvikmyndahátíð árið 1959. Þetta getur allt saman verið satt, en tilgangurinn með því að birta þetta endilega í sambandi við þessa mynd er augljós. Svo að þið sjáið, að jafnvel rútíneraður bíógestur eins og ég getur látið blekkjast af öllu skruminu. Það á að vera krafa bíógesta, að fá miða sína endurgreidda, og kannski vel það, ef bíóauglýsendur hafa í frammi blekkingar í blaða- auglýsingum sínum. Takk fyrir. Bíbí. Stórbréf til Skarphéðins Douglas Rasmussen ... Sæll og blessaður. Farðu nú aldeilis gráskjóttur. Koma beint úr eigin nös, vélindaður af hakkamaskínu dobbeltheimsk- unnar á Akureyri, eins og þú sért nákvæmlega einn af þeim ösnum. En vert þú eigi að gelta saman gullnum smáskýjum yfir sjálfs höfði, þótt ég spjalli við póststjóra Vikunnar, jafn þekkingar- og reynslulaus og þú hefir neyðzt til að verða, svo skikkanlegur snáði að uppruna. Veit ég vel, að Skarp- héðinn hljóp yfir Markarfljót, Douglas er marghöfðaður og Ras- mussen barnaði eskimóa. Ekkert af þessu getur þú. Þess vegna trúi ég því, að gorið í þér taki að gutla heldur spæleggslega, ef ætti að fara að yfirheyra þig í heimspeki Vesturlanda. Yfirborðið á tungu þinni snýr niður, að hætti atóm- skálda, en enginn varnagli sleginn, svo að allri öfuguggalegri nýtízku- spekis-kverkaslyddu ættir þú að geta ælt um víðara lærdómsgat, en gáfum þínum hefir hingað til veitzt. Eigi getur þú þó það víkkað án mergs þeirra heimspekinga sem hugsað hafa af einlægni og alvöru. Og eigi heldur nema auka þér sjálf- ur sjón yfir deildarhringi mann- legrar tilveru. Nema eigi spéspegla atómskálda og dobbeltheimskunnar á Akureyri lengur en að þeirri stund sem leið í gær. í dag og á morgun bíða opnir vegir ungs manns, er vill endurfæðast úr yfir- drifinni vitleysu fúaspreka upp- lausnarinnar, sem að öðrum kosti leiðir til hengingar með fjala- strengjum í einskisverðu núlli þeirra ævistunda, er skilja eftir eyðimörk í aldaröðum framtíðar- innar, sem heldur áfram á réttum kili, þótt garpar eins og lærifeður þínir hafi lifað. Þökk fyrir skemmtunina. Akureyri, 20. febrúar 1963. Athugull. Mig langar til að vita hvort þú getur ekki hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að mig langar svo geysilega mikið til að verða brún á hörundið en háfjallasólir eru bara svo dýrar að það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa þær. Þess vegna langar mig til að vita hvort þú veizt ekki um einhverjar stofur, þar sem maður getur fengið að fara í sól- bað undir svona háfjallasólarlömp- um. Ég vona að þið getið hjálpað mér sem allra fyrst. Með fyrirfram þökk. Hvíta Skotta. Ps. Ef maður þarf að borga fyrir að fá svona nokkuð birt í blaðinu, þá bið ég ykkur að láta mig vita um leið og svarið kemur og þá skal ekki standa á mér að senda ykkur greiðslu. H. S. ------ — Ég er búinn að segja það: „Pósturinn“ er enginn aug- lýsingadálkur. En í símaskránni eru nöfn á nokkrum ljósa- og snyrtistofum, sem þú getur leitað til. Annars eru allar líkur á því, að þú losnir ekki í bráð við þessa brúnkuþrá þína, svo að líklega margborgar það sig fyrir þig að fá þér einkasól. — Birting bréfa kostar hreint ekki neitt, en birt- ing auglýsinga kostar vænan skilding. Misræmi ... Heiðraði Vikupóstur! Vegna greina, sem birzt hafa í tveim síðustu blöðum, undir nafn- inu aðeins fyrir karlmenn, setjumst við niður og ritum þér nokkrar línur. Þar sem við erum nú kvenmenn og þar af leiðandi forvitnar eins og þeim er flestum eiginlegt, þá lásum við þessar greinar með mikilli at- hygli, og veltum þeim lengi vel fyrir okkur, og gættum að, hvort þar væri ekki nokkur sannleiks- korn í að finna, og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi (ágæti) kvennamaður hafði margt til síns máls. Við ætlum ekkert að fara að hallmæla greinum hans. En hafið þið karlmenn litið í ykkar eiginn barm, þið viljið, að allar stúlkur séu ykkur undirgefn- ar og eftirlátar, en viljið þó, að sú útvalda sé hrein og óspjölluð mey! Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Þrjár veraldarvanar. ---------- Margar eru útvaldar, en aðeins sárafáar uppfylla ströng- ustu skilyrði. Annars er ég hræddur um, að þið skiljið orð- in „eftirlátsemi“ og „undirgefni“ í fullróttækri merkingu. — Lík- lega dreymir flesta karlmenn um, að sú útvalda sé hrein og óspjöll- uð meyja. En þeir vita líka, að slíkar kvinnur eru ekki á hverju strái, svo ekki sé meira sagt. Það er því hlutverk hverrar „útval- innar“ að telja maka sínum trú um, að hann sé fyrsti karlmað- urinn, sem hún svo mikið sem gefur hýrt auga. Óskhyggja karlmannsins skipar honum svo að trúa þessum þvættingi, og þá eru allir ánægðir — karlmaður- inn eigandi þessa dyggðadrottn- ingu og kvenmaðurinn eigandi þennan auðtrúa einfeldning. Vandræði ... Kæri Póstur. Ég er í mestu vandræðum. Ég á tvö börn, stúlku 6 ára og dreng eins árs. Dóttir mín hefur verið hið mesta fyrirmyndarbarn, bráðþroska og skýr, en svo brá við, þegar litli kútur kom í heiminn, að hún fór að haga sér eins og smábarn, og nú er hún farin að pissa undir á hverri nóttu. Hvað í ósköpunum á ég að gera við þessu? Mamma. --------Þetta er ekki óalgengt fyrirbæri og stafar slíkt yfirleitt af því, að elldra barninu finnst gengið framhjá sér og nýja barninu sinnt fullmikið. Það fer því að reyna að haga sér eins og smábarn til að fá meiri um- hyggju. — Oft getur það verið af líkamlegum orsökum að barn pissar undir, en mér virðist allt benda til þess, að í þessu tilfclli eigi þetta sér fyrst og fremst sál- rænar orsakir. -— Þú skalt sem fyrst bera þetta undir góðan sál- fræðing — oft er hægur vandi að kippa slíku í lag með réttri sálarmeðferð. En ef ekki er ráðin bót á þessu fljótlega, getur hún dóttir þín beðið talsvert sálar- tjón af, því að auðvitað dauð- skammast hún sín fyrir þetta. JACKIE skyrtublússan er komin í f jölbreyttu úrvali í verzlanir. Heildverzlun: Þórhallur Sigurjónsson h.í. Þingholtsstræti 11. — Símar 18450 og 20920. VIKAN II. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.