Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 6
B61 1 Biskupstungum þar sem Amór býr. Bærinn er orðinn gamall. Arnór hugar að fénu. f baksýn eru Hreppafjöllin og Hekla. ARNÓR Á BÓLI er ungur maður. Hann fæddist og ólst upp í sveit, svo fór hann í Mennta- skóla í sveit. Honum gekk vel í skólanum, var með allra beztu námsmönnum, og þegar hann hafði lokið stúdentsprófi, fór hann utan og hóf nám til dýralæknis. Eftir tvö kennslu- misseri ytra kom hann heim, fór á sjó einn vetur, leigði sér svo eyðibýli og keypti fé fyrir það, sem -hann hafði unnið sér inn á sjónum. Síðan hefur hann búið einn á þessu gamla býli, sem stendur á svo undarlegum stað, að það er úrleiðis, þótt landfræðilega séð sé það mið- sveitis. Það er að vísu stutt til næstu byggðra bæja, en aðalvegir sveitarinnar liggja sinn hvoru mégin fram hjá þessum bæjum, þangað heim er aðeins ruddur vegur, sem ekki er farinn af fleiri en þeim, sem erindi eiga. Ég hafði ætlað að ná heim að Bóli fyrir myrkur, en það var nú dottið á. Úti fyrir var harðafrost og beljandi norðanátt, hálfkalt í bílnum. Við hossuðumst á sundurskornum og leiðinlegum ruðn- ingsveginum og sunnan í brekkuhalla fundum við Ból. Ungi maðurinn, sem ég sagði frá í upphafi, Arnór Karlsson, býr á Bóli í Biskupstungum. Hann var að tala í símann, þegar við komum, en benti okkur að ganga til stofu. Á Bóli eru gömul hús, til að sjá virðast þau eins og jarðþúst, en að framan blasa við bæjarþil. Inn af bæjardyrunum er gangur, við enda hans eldhús, vinstra megin rúmgóð baðstofa, hægra megin lítið herbergi. Þetta herbergi og eldhúsið er bústaður Arnórs. Hann notar ekki baðstofuna. Hann hefur heldur ekkert að gera við það, að leggja einn undir sig heilt hús. Hann hefur rifið niður skilrúmið milli eldhússins og herbergisins, með því móti nýtur hann betur hlýjunnar úr eldhúsinu. Allt er þarna hreint og fágað, bjart og vistlegt. En í norðanáttinni er ekki hlýtt. Húsið er gamalt og gisið, og ekki hefur það bætt um, að það hefur staðið í eyði í nokkur ár. Framhald á bls. 8. EIN- MANA 6 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.