Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 8
EINN, EN EKKI EINMANA... Hann fékk traktor í fyrra og hyggur á jarðahætur. í herborginu er borð, stóll, dívan, kista, og Rafha eldavél stendur við það, sem eftir er af skilrúminu milli eldhússins og herbergisins. í eld- húsinu eru skápar og hillur og göm- ul eldavél, sem brennir olíu. Þaðan liggur stigi upp á loftið, sem notað er til geymslu. Að loknu símtalinu kemur Arnór til okkar og býður kaffi. Það er gott að fá hlýtt í kroppinn, við er- Kindurnar taidar í hús. um hálf köld af ferðinni og kald- ara hérna inni en á hitaveitusvæð- inu heima. Arnór hitar kaffið og ber á borð, fjórar eða fimm köku- tegundir, komnar hingað frá Sel- fossi. — Hve lengi hefur þú búið hér, Arnór? —- Ég hef búið hér hátt á þriðja ár. — Ertu héðan úr Tungunum? g — vikan 11. tbl. — Ég er fæddur í Laugardalnum, en mamma er úr Tung- unum. Pabbi og mamma búa nú hér í Tungunum, á Gýgjar- hólskoti. — Þú varst byrjaður á framhaldsnámi eftir menntaskóla, þegar þú ventir þínu kvæði í kross og settist hér að? — Já. Ég var tvö kennslumisseri erlendis í dýralækn- ingum. — Hvar? — í Giessen, höfuðborginni í Essen í Mið-Þýzkalandi. — Það er fallegt í Giessen. — Hefurðu komið þangað? — Já. — Jæja, ég hef fáa íslendinga hitt, sem þangað hafa komið. — Hvað er hægt að komast langt í dýrafræði á tveimur misserum? — Það er ekki nema í krufningar. — Svo ákvaðst þú að hætta, og gerast bóndi uppi á íslandi. — Ég ákvað ekki að hætta, fyrr en ég var búinn að ákveða jörðina. Ég kom heim í kennslufrí, og fékk þá augastað á Bóli. Það var þá búið að vera í eyði í full tvö ár, en þar áður var stopul byggð hér í full tíu ár, eða frá því að hér bjó Bjarni, faðir Eiríks Bjarnasonar í Hveragerði. — Þótti ekki mörgum það skrýtin ákvörðun, að hætta námi og setjast að á eyðibýli? — Jú. Vitið þið, hvað þau sögðu, skólasystkin mín? — Nei. — Þau spurðu: Hefurðu dottið á höfuðið nýlega? En það var ekkert svoleiðis. Mig hefur bara alltaf langað til þess að vera bóndi. — Hvað byrjaðirðu með stórt bú? — Ég var með 200 ær fyrsta veturinn. — Þú hefur náttúrlega orðið að kaupa þær allar? — Já. — Áttirðu fyrir þeim, eða varðstu að taka lán? — Ég átti dálítið af peningum, en það var gengisfelling einmitt þennan vetur, sem kom sér bölvanlega fyrir mig. Ég var á sjó, veturinn áður en ég settist hér að, fór á sjóinn eftir að ég festi mér jörðina, og það sem ég vann mér inn þar, fór til þess að stofna hér bú. — Ég er feginn því, að ég skyldi reyna sjómennskuna. — Langar þig kannski svona í og með aftur á sjóinn? — Nei. En það var mér góður skóli að vera á sjónum, og mér leiddist þar aldrei. — Hefur þú ekki kýr líka? — Nei, það er of bindandi. Ég kaupi mjólk hér á næsta bæ, Tjörn. Hænur? Nei. Hund? Jú, ég hef hund, en ég get ekki stært mig af honum. Hesta? Ég hef sex hesta. Tvo reiðhesta, eða reyndar þrjá, og svo hryssu, folald og tryppi. — Of bindandi, sagðirðu. Ertu þá mikið afbæis? — Já. Það er mikið félagslíf hérna í sveitinni. Við erum með ungmennafélag, og það er mikið líf í því. Núna erum við að sýna leikritið Bör Börsson, en á sumrin förum við í skemmtiferðir og höldum dansleiki, og svo eru náttúrlega skemmtikvöld á veturna. — Og þú leikur náttúrlega í Bör? — Já. Ég leik Niels á Furuvöllum. — Hver er formaður ungmennafélagsins? — Og það er nú ég, svaraði Arnór og brosti hæversklega. — Áttu bíl? — Nei. — Hvernig ferðastu þá, þegar þú ferð að heiman? — Ég fer á hestum eitthvað hérna austur á veginn, í veg fyrir þá, sem eru á bílum. — Ert þú ekki langsamlega yngsti bóndinn í Tungunum? — Nei, við erum þrír hér, fermingarbræðurnir, sem höf- um búskap. Hinir tveir eru Björn í Úthlíð, bróðir Gísla ritstjóra Vikunnar, og Bragi á Vatnsleysu, sonur Þorsteins. Svo er einn yngri en við, sem hér er við búskap, það er Grétar sonur Gríms á Syðri-Reykjum. — Það er þá ekki fólksflótti úr þessari sveit. —- Nei, það er mikið um það, að unga fólkið setjist að hér í sveitinni sinni. Það er eins og það fari yfirleitt ekki burt. Ástæðuna er erfitt að fullyrða um. Það er líka erfitt að finna ástæðuna fyrir því, að sumir bæir fara i eyði en aðrir ekki. Það eru margir bæir í eyði svo að segja alveg við þjóðvegi, bæir, sem bæði hafa síma og rafmagn. Svo eru afskekktari bæir, kannski rafmagnslausir, þar sem Framhald á bls. 42

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.