Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 11
og kallaði hann skírnarnafni, en þeirrar virðingar nutu sára fáir. Óku þeir nú, Summers og Wallis, út til aðalstöðva Harriss. Wallis hafði naumast stigið inn yfir þrep- skjöld skrifstofunnar, er þrumuraust hershöfðingjans skall á honum eins og „höggbylgja": „Hvaða erindi eigið þér hingað? Ég hefi engan tíma til að skipta mér af ykkur, þessum helvítis hugvits- mönnum. Mínir piltar eru meira virði en svo, að ég vilji hætta lífi þeirra fyrir hugmyndir ykkar skýja- glópa.“ „Ég er með ráðagerðir um, hvernig hægt sé að eyðileggja stíflugarða Þjóðverja," mælti Wallis. „Það mun hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar fyrir allt Þýzkaland.“ „Ég held ég hafi heyrt um það. Þær eru alveg út í bláinn.“ Wallis baðst leyfis að mega útskýra hugmyndir sínar nokkru nánar, og mátti heyra rymja lítilshátt- ar í Harris, til samþykkis um að hann skyldi tala. Hann forðaðist flókin smáatriði, en reyndi þó að sýna fram á að hann hefði þegar sannað gildi þeirra. Er hann hafði lokið máli sínu, hafði hershöfðinginn engin umsvif: „Ef þér haldið, þér getið komið hingað og fengið heim með yður flota af Lancaster-sprengjuflugvél- um, er það mesti misskilningur. Ekki hjá mér!“ „Við þurfum ekki heilan flota — ennþá,“ svaraði Wallis. „En við vildum gjarna óska leyfis til að gera nokkrar tilraunir með einni Lancastervél, svo hægt sé að sýna að hugmyndin hafi við rök að styðjast." „Sýnið, að þér getið sprengt stíflu — og þá skuluð þér fá heilan flota af flugvélum,“ mælti Harris, en hélt síðan áfram með vaxandi ofsa: „Annars er ég orðinn hundleiður á þessum svokölluðu hugvitsmönn- um, sem halda að þeir geti rekið' styrjöld betur en við hinir allir til samans.“ Hann leit kuldalega til Walliss. Summers reyndi að draga úr hugaræsingi hers- höfðingjans. „Arthur, við tókum með okkur nokkrar filmur, er sýna Ijóslega hvernig sprengjan vinnur.“ „Gott, við skulum líta á þær! Þeir gengu inní kvik- myndasal aðalstöðvanna. Aðstoðarforingi Harriss renndi kvikmyndinni gegnum vélina. Ljósin kviknuðu á ný, en engin svipbreyting sást á hershöfðingjanum. „Næsta furðulegt," rumdi í hon- um. „Ég skal athuga málið.“ Hinn 26. febrúar fékk Wallis boð um að mæta hjá háttsettum embættismanni, er færði honum í nokkrum styttingi svofellda tilkynningu: „Herra Wallis. Stífluhugmynd yðar skal þegar færð í fram- kvæmd. Árásin skal gerð í maí, hvað sem það kostar." Nokkur stund leið, meðan Wallis hugleiddi, hvort hann ætti að trúa sínum eigin eyrum. Það var foringi flugráðsins er nú hafði lagt blessun sína yfir upp- götvunina og Churchill hafði farið um hana lofsam- legum orðum. ANNAR KAFLI. Á næstu vikum unni Wallis sér engrar hvíldar. Loksins var komin hreyfing á hlutina — og hún næst- um of mikil, hugsaði Wallis stundum, er hann strauk um augun, staðuppgefinn. Það var óslitinn þrældóm- ur frá morgni til kvölds. Gera þurfti áætlanir, ræða uppdrætti og útreikninga, sem ganga varð frá. Mál- tíðir voru aðeins brauðsneiðar ,sem hann stakk upp í sig með annarri hendi, þó hann héldi áfram að teikna með hinni. Hann skýrði samstarfsmönnum sínum frá því í stuttu máli, er gera skyldi, en vék ekki að því með Framhald á bls. 32. : •% Einhver varS til þess að setja hálffulla kollu af öli á gólfið fyrir Sambó, og seppi rak trýnið ofan f drykkinn og lapti hann ofan í sig með miklu smjatti, þangað til ekki var dropi eftir. Drynjandi sprcnging bcrgmálaðl milli fjallanna. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.