Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 12
 Þorp í sýrlenzku eyðimörkinni. Húsin eru úr grjóti og kllstrað leir utaná þau. Flest eru þau gluggalaus. í baksýn til hægri: Fjallið Hermon á landmærum ísrael. — Xeikning ettir höf. Jerúsalem var áfangastaður þennan dag og við tókum hann snemma til að lenda ekki í myrkri. Sólin var komin ofan á undan okkur og byrjuð að hita upp malbikið, sem tjörukallarnir voru að ganga frá í gær. Damaskus var komin úr svefnrofunum', kon- urnar í úthverfunum voru á leið á mark- aðinn og báru körfur á höfðinu undir kost dagsins. Flugurnar voru byrjaðar að suða í hvítu sólskini morgunsins og börnin stóðu í dyrum húsanna, sum byrjuð að leika sér Ú R JÓRSALAFERÐ ÚTSÝNAR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON RITSTJÓRA í rykinu eins og í gær og fyrradag og allar götur frá því þau komust á legg. En einhversstaðar utan af byggðinni komu menn með afurðir og varning. Fátæktin hafði gert þá nokkurnveginn jafna í útliti og flutningatækin voru í stíl við töturlegan búning þeirra. Sumir þessara dáindismanna höfðu trékerru og beittu ösnum fyrir þær, en aðrir komu á úlföldum eins og sæmir eyðimerkurbændum. Þeir horfðu beint fram fyrir sig með þótta í svipnum. Allt í einu sáum við þetta úr fjarska: 10 - VIKAN 11. tbl. Damaskus við rætur fjallanna, gul tilsýndar, dökkgrænir pálma- lundir og akrar, unz gróðurinn bliknaði við takmörk rakans. Eyðimörkin var tekin við. Þessi snöggu umskipti voru ekki óviðfelldin. Nú var víðsýnið óhindrað; tíbráin í suðrinu gerði öll takmörk óákveðin, fyrir austrinu var ómælisvídd sýrlenzku eyðimerkurinnar, sem endar bak við margar dagleiðir austur við Babylon. En í vestri hulið ljósblárri móðu. Fjallið Hermon. Þar segir ritningin að Kristur hafi ummvndazt. ★ Litirnir eru móbrúnir og gráir næst, en deyfast rólega útí ljós- blátt í fjarlægðinni eins og í gömlu málverki eftir Ásgrím. Hann var vanur að sjá það svona í Flóanum: Dökkgrænt gras og gular mýrarveitur næst, fjarlægðin upp til fjallanna rann út í Ijósbláa móðu og Hekla varð þýðingarmesti parturinn í þessari mynd, þó svo ævintýralega langt í burtu. Kjarval sagði eitt sinn við mig: ,,Það er misskilningur þetta með fjöllin. Þau eru ekki eins þýðingarmikil og maður heldur. Segjum að ég máli mynd af Snæfellsjökli héðan úr nágrenni Reykjavíkur. Jökullinn yrði aðeins smáatriði í myndinni; ein þúfa í forgrunninum yrði til dæmis miklu fyrirferðarmeiri í myndinni en jökullinn." Frá myndrænu sjónarmiði held ég að þetta sé rétt. Samt fannst mér Hermon eitthvað tígulegri en steinarnir við brún vegarins, en það var kanski fyrir þennan dularfulla bláma og söguna um Krist. Þarna á kafla varð landslagið og litirnir svo íslenzkt, að1 það var næstum ótrúlegt, að maður væri ekki ein- hversstaðar á Rangárvöllunum eða Hólssandi; brátt mundu sjást bæir með rauð þök og hvít þil. En þeir létu standa á sér og hæðirn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.