Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 16
sms EFTIR JAMES MCKIMMEY. ÞAÐ VAR EITTHVAÐ DULARFULLT Á SEYÐI í NÆSTA HÚSL OG CLARICE HAFÐI EINSETT SÉR AÐ KOMAST AÐ SANNLEIKANUM, JAFNVEL ÞÓTT EIGINMAÐUR HENNAR VILDI ÞAÐ EKKI. - Börnin voru komin í sveit, svo að það virtist óvenju hljótt í West Pond hæðunum í Kelmont, Kaliforníu. Þegar háðvaðinn byrjaði klukkan tvö um nóttina, vaknaði George Friendly með andfælum. Hann var ung-ur maður, en þegar orðinn yfirverkfræðingur hjá iðjufyrirtæki í borginni, svipfastur og skýr í augnaráði með sterklega höku. Hann hljóp fram í e’dhús, leit út um gluggann og kom auga á nágranna sinn, Henry Abernathy, sem stóð í garði sínum og kepptist við að grafa holu í jörðina. Andartaki síðar kom Clarice, hin fríða eiginkona Georges, á vettvang og gáði líka, hvað væri að gerast. „Hvað meinar maðurinn með að vera að grafa holu þarna klukkan tvö um nóttina?“ geispaði hún. „Heyrðu, hvernig hundurinn Begglershjónanna geltir að honum hinum megin við girðinguna?“ „Begglershundurinn ætti ekki að skipta sér af því, sem honum kemur ekki við,“ anzaði George. „Og sama gildir um okkur.“ Hann strunsaði aftur inn í svefnherbergið, hnakkakertur að venju og beinn í bakið. „Það er gallinn á okkur hér í West Pond hæðunum. Allir eru alltaf að sletta sér fram í annarra mál- efni. Ef við ætlum okkur að komast áleiðis í menningarlegu tilliti hér um slóðir, verðum við að skapa okkur heiðarlega og hreina einstaklingshyggju. Ef Henry langar að grafa holur í garðinum sín- um um miðjar nætur, þá er honum það frjálst!“ Clarice elti hann. „Mér hefur alltaf fundizt Henry Abernathy heimskur og sérvitur,“ sagði hún. George skreið upp I rúmið með samanbitnar varir. Frá því að hann stofnaði klúbb fyrir tveim árum með það fyrir augum að rökræða góðar bókmenntir, og fór að beina tæknilega þjálfuðum huga sínum að vandamálum mannkynsins, var kærasta áhugamál hans mannréttindi og sjálfsvirðing ein- staklingsins. „Ef til vill virðist Henry Abernathy eilítið frábrugðinr. okkur hinum,“ mælti hann hátíðlega, „en hann greiddi skilvíslega útborgunina, þegar hann keypti húsið sitt. Hann rekur vel litlu nýlenduvöru- verzlunina sína. Þú getur sagt, að hundur Bagglers sé heimskur, en ekki Henry.“ „Og þá er konan hans sérvitur!“ sagði Clarice. „Drottinn minn, hvílíkur svarkur!“ „Svona geturðu talað í saumaklúbbnum þínum,“ sagði George reiðilega, „en ekki við mig. Og að síðustu vildi ég taka þetta fram: Ef mig kynni að langa til að fara út í garð einhverja nóttina og grafa þar holu vonast ég til að verða ekki álitinn geðsjúkur eða annað verra. Ættum við nú ekki að fara að sofa?“ George hafði keypt bíl í félagi við Pete Beggler og Harvey Springer, þegar hann flutti til West Pond hæðanna. Nú var það hans dagur að aka. Þegar hann ók inn á aðalgötuna, sagði Harvey: „Mig langar að vekja máls á smávægilegu atriði, áður en við hefjum umræður okkar um Platon og heimspeki hans. Það var þessi hávaði í nótt. Við fórum og liturn út um gluggann, og þarna stóð Henry Abernathy og var að grafa holu í garðinum sínum. Klukkan tvö um nóttina!“ „Þess vegna hefur hundurinn minn verið að gelta,“ sagði Pete Beggler, sem sat í aftursætinu. „Ekki svo að skilja, að ég vilji taka fram í fyrir þér, Harvey,“ sagði George, „en mætti ég spyrja af hvaða kyni hundurinn þinn er, Pete?“ „Ja, hann er nú bara einhvers konar kynblendingur, er ég hræddur um, George,“ svaraði Pete. George kinkaði kolli, hugsi á svip. „Það vissi ég ekki. En ég hef raunar aldrei séð neina skepnu, sem líkist honum.“ „Já, það er víst óhætt að kalla hann bastarð,“ sagði Pete. George kinkaði aftur kolli. „Fyrirgefðu, að ég tók fram í fyrir þér, Harvey. Haltu áfram.“ Framhald á bls. 36 16 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.