Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 18
11. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM „Eins og þú“, svaraSi hún og hló við. Framandi, hugsaði hún með sér. Maðurinn, sem konan veit ekkert um.Elskhuginn. Hún gat ekki túlkað það nánar. Henni hraus hug- ur við orðinu, eins og þegar ungur óvanur hestur nálgast fyrstu stökk- grindina í hindrunarhlaupinu. Og svo stökk hún yfir hana. Þá það, hugsaði hún, ég á mér elskhuga. Sú tilhugsun var í senn þrungin stolti og fyrirlitningu. Hún gekk inn í baðherbergið. Baðkápan hans hékk á snaga við dyrnar. Hún var í þykku og þungu kínversku silki, fölgrænu. Hann ýtti rakáhöldunum sínum til hliðar, svo að snyrtilyfin hennar kæmust þar fyrir. Og nú stóð þetta smádót þeirra þarna á hillunni hlið við hlið. Henni varð litið þangað og honum varð litið þangað. Það var eitthvað svo ótrúlega náið við þetta — því sem næst eins og allt væri þegar orðið. Evelyn hraðaði sér aftur inn í svefnherbergið. En þegar svo að Frank greip um ökkla henni og vildi hjálpa henni úr skónum, hryllti hana ósjálfrátt við. Sér til mikillar furðu komst hún að raun um að því fór fjarri að hún væri undir það búin, sem hlaut að koma, og hún leit biðjandi á hann. Og hún átti sér enga ósk heitari en þá, að hann tæki hana með valdi, neyddi hana og hrifi hana með sér á bál fýsnanna. En hann reis einungis á fætur, burst- aði ryk af hnénu á buxunum sín- um og lét hana eftir eina, hæversk- ur og tillitsamur og lítið eitt móðg- aður. Vatnið í baðkerinu var heitt og unaðslegt. Evelyn hnuplaði hnefa- fylli af baðsaltinu hans — baðsalt var munaður, sem fjölskyldan í Dusseldorferstrasse gat ekki leyft sér — og svo teygði hún úr sér í baðkerinu og reyndi árangurslaust að slaka á spenntum vöðvunum. Hún andaði að sér sterkum fjólu- ilminum og setti ofan í við sjálfa sig. Heimsvön kona mundi ekki hafa farið þannig að, hugsaði hún. Heims- vön kona mundi hafa valið allt ann- an ilm en hans, algera andstæðu, eitthvað eggjandi og freistandi, til dæmis ambra, hugsaði hún í ein- feldni sinni. Eða moskus. Einhvers- staðar hafði hún lesið að léttúðar- kvendi hefðu dálæti á þeim ilmteg- undum. Hún var öldungis miður sín við þessa tilhugun, þar sem hún sat og neri sápunni á hnjákollana, henni fannst sem hún væri þess ekki á neinn hátt umkomin að mæta því, sem í vændum var. Og það var eins og hver önnur kaldhæðni til- viljunarinnar að sápan, sem hún hafði í höndunum, var af sömu teg- und og sápan, sem notuð var þegar Clöru og Litlabróður var þvegið; hún hafði tekið eitt slíkt sápu- stykki með sér, þar eð það var eina sápan sem hún sjálf þoldi. Hörund hennar var veikt og viðkvæmt. Hún horfði ásakandi á þetta hvíta, gagn- sæja hörund, sem gat ekki einu sinni skýlt háræðanetinu, og hún var ekki viss um hvort þessi fína húð var í rauninni prýði eða óprýði. Þegar allt kom til alls var óþægi- legt að hafa svona viðkvæmt hör- und, það þoldi illa kulda og henni hætti við að fá gæsahúð, hvað lítið sem var. Hún heyrði að Frank var farinn að tala í símann inni í næsta her- bergi og reis samstundis upp í bað- kerinu. Hún virti fyrir sér nakinn líkama sinn í speglinum á hurðinni, og þar með hvarf síðasti snefillinn af sjálfstrausti hennar út í veður og vind. Nú jæja, sagði hún og klæddist í skyndi. Þetta ævintýri var henni eins konar prófraun, og henni fannst sem hún væri á allan hátt ákaflega illa undir þá prófraun búin. Hún kveikti ljósið, tók litla dollu með vangaroða, sem hún hafði tekið með sér, og þó henni væri það þvert um geð, málaði hún lítinn þríhyrning á kinnbeinin. Parísar- konurnar voru mikið málaðar. Eve- lyn andvarpaði og sá eftir því að hún skyidi ekki hafa tekið varalit með sér. Svo strauk hún fingrunum í kinnaroðann og bar hann á varir sér; nú var hún þó eilítið í stíl við þær, hérna í París. Hún batt háls- slaufuna á annan hátt en hún var vön og setti litla hattinn hallt á höfuð sér. Og allt í einu mundi hún eftir dálitlu, og brá svo að hún varð öll köld og stjörf ... gasreikningurinn. Hún hafði skilið hann eftir ógreidd- an á skrifborði Kurts. Þeir í gas- stöðinni mundu láta til skarar skríða. Kurt mundi finna reikninginn og hringja til Geltow og komast að raun um að hún væri þar ekki. Ég má ekki láta líða yfir mig, sagði hún við sjálfa sig. Og það varð ekki, hún féll ekki í yfirlið. Maríanna var líka í Geltow og hún mundi áreiðanlega hitta einhver ráð svo að ekkert kæmist upp. Hún dyftaði andlit sitt í skyndi, beit á málaða vörina, setti upp þann léttúðarsvip sem hæfði konu við hennar aðstæð- ur, og gekk fram í dagstofuna til Franks. Frank talaði í símann, á frönsku, við einhvern kvenmann. Evelyn mundi hafa reynzt ógerlegt að skýra hvernig hún vissi að hann væri að tala yið kvenmann, og kenndi sárs- auka fyrir hjartanu. Það var fátt, sem hún vissi um Frank. Hann virtist vera harla ánægður með útlit hennar. Hann smeygði höndinni undir arm henni og leiddi hana út. Það var orðið svalt úti fyrir, og Frank var frakkalaus. Þau fóru fótgangandi í þetta skiptið, og hin glöðu og léttu áhrif, sem stein- lögð gangstéttin, lauf trjánna og kvakandi spörfuglarnir virtust stafa frá sér, náðu smám saman valdi yfir henni. Hún gat ekki annað en brosað að ákefð Franks varðandi morgunverðinn, en hann kvað það heyra París til, og hann talaði um matsölustaðinn, eins og þar væri samkomustaður leyndardómsfullra samsærismanna. Þegar til kom, var þetta ekki annað en langur, rökk- urdimmur salur búinn hinum venju- legu, bólstruðu langbekkjum með- fram veggjum og andrúmsloftið mettað lykt af steiktum fiski og brúnuðu smjöri. Frank ræddi í hálf- um hljóðum við þjón og þernu og svo kom maturinn. Evelyn veittist örðugt að koma látlaust og eðlilega fram í þessu umhverfi; henni fannst sér vera innanbrjósts eins og hún væri léleg leikkona á illa búnu sviði og í skökku hlutverki. Um leið var hún engu að síður hamingjusöm á nýjan og blygðunarlausan máta. Frank sat fast við hlið henni, tók öðru hverju í hönd henni undir borðið, og þegar hann þrýsti hana, skarst giftingarhringurinn inn í fingurinn. Þegar Evelyn var að taka til við fiskrétt, sem Frank virtist þykja mikið til koma, varð hún þess vör að einhver starði á hana úr einu horninu, þar sem skugga bar á. „Hvað er að, vina mín?“ spurði Frank. „Ég .. . ég veit það ekki. Það er einhver, sem situr þarna og starir á mig ...“ „Því ekki það? í París þykir það ókurteisi að stara ekki á konur. Ég tala nú ekki um fallegar konur, eins og þig.“ Evelyn hristi höfuðið. „Nei, hann horfir ekki þannig á mig,“ sagði hún, gripin ugg og kvíða. „Ég sé andlit hans ógreinilega, en ég finn að ég kannast við það, þó að ég komi því ekki fyrir mig í svipinn." Frank hellti víni í glas hennar. „Hingað kemur enginn,“ sagði hann glaðlega. ,,Ég veit ekki hvort þér fellur bourgogne. Það er nánast til tekið karlmannadrykkur." Evelyn bergði á víninu, og horfði svo enn út í hornið, þar sem mað- urinn sat. „Það er dr. Eckhardt," hvíslaði hún og varð þurr og köld í kverk- unum og fann hroll fara um sig. Dr. Eckhardt var einn af sam- starfsmönnum eiginmanns hennar. Hann hafði fyrir skömmu haldið brúðkaup sitt — hún minntist þess, að þau hjónin höfðu rætt lengi um það hvort heldur þau ættu að senda einhverja brúðkaupsgjöf, eða láta heillaóskaskeyti duga. Litla, dökk- hærða konan sem sat við hlið hon- um, var að öllum líkindum eigin- kona hans, og sennilega voru þau á brúðkaupsferð. Enn hafði hún veika von um að dr. Eckhardt bæri ekki kennsl á sig, enda gat hann sízt af öllu gert ráð fyrir að hitta hana hér. Hún talaði frönsku hátt og af ákefð, sína fallegu og óað- finnanlegu klausturfrönsku, sem hún hafði lært í æsku. Hún reyndi að leika Parísarkonu til að villa um fyrir þessum dr. Eckhardt, en það kom ekki að neinu haldi. Hann var risinn á fætur og kom í áttina til þeirra, teinréttur með sinn hálf- - VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.