Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 20
Aliki og Kostja. ÞEGAR ÁSTIN GRÍPUR Hún er sextán ára. Hann er tutt- ugu og tveggja ára. Og þau eru trú- lofuð. Astinni verður víst seint breytt. Þeim, sem elska, eru allir vegir færir, meðan ljóminn stendur af til- finningunni, en grátlega oft er það svo, að ljóminn fer af, þegar á reynir, og í ljós kemur, að ástin var ekki ást ... Því varanleg ást byggir á þroska, gagnkvæmri virðingu og tillitssemi og þolinmæði. Þessu unga nýtrúlofaða fólki, Onnu Maríu, prinsessu af Danmörk, og Kpnstantín Grikkjakrónprins fylgja hinar beztu árnaðaróskir héð- an frá gamla Fróni. íslendingar hafa fyrir löngu tekið Dani í sátt, ef til vi!l að undanskildum nokkrum „vormönnum Islands", sem enn geta ekki komizt fram úr þeim andlega þroska, sem hrifsaði stjórnartaum- ana heim til íslands, kannski löngu áður en landinn hafði þroska til þess að stjórna sér sjálfur. En margir bera nokkurn kvíðboga fyrir því, að guðinn Amor hafi ver- ið full geyst í fótinn gripinn. Anna María er ekki nema 16 ára gömul, og hve margri ógæfu hefur það ekki valdið, að kroppurinn þroskast á undan andanum. En þetta á svo sem dæmin fyrir sér, jafnvel hjá kóngafólki. Georg I. Grikkjakóng- ur var aðeins 22 ára gamall, þegar hann kvæntist, og brúður hans, Olga, var 16 ára. Og þetta var árið 1867. Enginn var hneykslaður, og ekki er annað vitað, en það hjóna- band hafi gengið ágætlega. Wilhelm Georg var danskur kon- ungsson, svo Grikkjum bregður Framhald á bls. 34. Anna María og Kostja. £Q - VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.