Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 23
Efni: 65 cm af 70 cm breiðu rifluðu flaueli eða þyk;ku bómullar- •efni. — 2,50 m af sterku skábandi, ef það er ekki fyrir hendi er sjálfsagt að búa til skáband úr hentugu efni. — 10 tölur og dá- lítið af teygju. Hafið buxurnar Ijósbláar, bryddaðar með hvítum ská- böndum og skreyttar með hvítum hnöppum. Búið til snið af buxunum. Strikið ferninga á pappír, 5x5 cm hvern. Teiknið síðan sniðið eft'ir skýringarmyndinni, og klippið út Leggið sniðið á efnið, og athugið, að þráðrétt liggi í efninu við miðju sniðsins. Sníðið saumfarslaust. Merkið fyrir hnappagötum og teygju. Bryddið í kring um buxurnar. Ath. að teygja ekki á efninu í skálmarstað, og brjótið fal'l í skábandið á skörpum beygjum. Brydda má með skábandi á þrjá vegu. Einfaldasta og í senn sterk- asta aðferðin er að leggja skábandið réttu mót réttu við flíkina, sauma í brot þess og leggja niður við það í höndum í vélsporið frá röngu. Brjótið 2ja cm breiðan fald á afturstykkið og dragið teygju í faldinn. Sníðið tvö axiarbönd úr afgangi efnisins um 8x30 cm að stærð og saumið. Leggið axlarböndin á víxl, og saumið þau siðan föst við aft- urstykkið. Saumið nú hnappagöt á buxurnar (sjá mynd), og festið tölur eftir þeim. Leggið bendlabönd undir hverja tölu um léið og hún <1 er fest, til styrktar. ý y 1 l / \ L \ 4 a -N J1 \ f \ X, — □ = f> < s ~r STUTTBUXUR PRJÓNAÐAR SAUMAÐAR Aldur: 6—9 mán. Efni: 100 gr. af fjór- þættu, hvítu ullargarni og dálílið af Ijós- og dökkbiáu garni í sama grófieika í mynztrið. — 10 tölur og prjónar nr. 2y2. Fitjið upp 20 1. og prj. prufu með sléttu prjóni. Verði þver- mál prufunnar 6 cm, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta lykkjufjölda uppskriftarinnar í hlut- falli við þann cm fjölda, sem umfram mæhr. Byrjið efst á afturstykki. Fitjið upp 130 1. og prjóriið stuðla- prjón 1 1. sl. og 1 1. br. 3 cm. Prjónið síðan sléttprjón, og prjón- ið 5 fyrstu og 5 síðustu lykkjurnar með garðaprjóni, sem prjón- r.st bæði sl. frá réttu og röngu. Auk'ið út í fyrstu sléttu um- ferðinni 5 1. með jöfnu millibili, og prjónið 5 1. garðaprjón, 125 1. sl. og 5 1. garðaprjón. Auk'ið síðan út 1 1. í hvorri hlið fyrir innan 5 garðaprjónslykkjumar í hvorri hlið í 4 hv. umferð. Þegar stykkið mælist 17 cm og 161 i. eru á prjóninum, er mæit á, svo buxurnar fái vidd. Prjónið þar til 12 1. eru eftir á prjón- inum, snúið þá við og prjónið til baka þar til 12 1. eru eftir h'num megin, snúið þá við á sama hátt og áður og prjónið nú þar til 26 1. eru eftir á prjóninum, snúið þá við aftur og prjón- ið þar til 26 1. eru eftir hinum megin. Snúið þá við og prjónið þar til 33 1. eru eftir á prjóninum eins og hinum megin. Prjón- ið nú alla umferðina og prjónið saman böndin og lykkjurnar á samskeytum snúninganna, svo ekki komi göt. Takið nú úr 7. 1. með jöfnu millibih yfir 45 lykkjur til endanna báðum megin, og prjónið síðan þessar 38 1., sem eftir eru, með garðaprjóni, en 71 1. í miðju eru prjónaðar áfram með sléttprjóni. Þegar 7 garðar eru í skálmarstað (38 1. báðum megin), Framhald á bls. 46. ;g ' IHL V; IS 1- f- ■■ ... :!| 4 4 r -s i1 hi ■ - 1 'l ' ft m 6 ‘íi K". "8°

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.