Alþýðublaðið - 09.02.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.02.1923, Blaðsíða 1
Gefið útai .AlþýðufloUlnmm 1923 Föstudaginn 9. febrúar. 31. tölublað. Ef ú ppi væri. Ef að gagni væri fyrir nokk- urn atvinnuveg í þessu landi, að kaupgjald Iækkaði, og hægt væri að sýna fram á það með rökum, þá væri nokkuð öðru máli að gegna. Þá gæti et til vildi verið umtalsmál að áthuga, hvort ekki væri reynandi að leggja hart á sig til þess að slaka til. En þettá á auðvjtaá ekki við um þær stéttir, sem þegar eru bi'inar að fallást á alt of mikla kauplækk- un, eins og verkamenn og sjó- menn og allar þær stéttir starf- andi manna, sem kaup hefir lækkað hjá síðan árið 1920, að, dýrtíð var mest. Þetta gæti ef til vill átt við ,um prentara, því að þeir hala, haldið því kaupi, sem þeir fengu fyrir árið 1920, og það er engu að þakka nema því, að fast iSkipulag hefir verið á félagsskap prentara lengur en á félagsskáp annara stétta, og hafa þeir því tvívegis getað varist hörðum á- rásum á kaup síft, og nú stendur baráttan í þriðja sinni. En væri þá kauplækkun hjá þeim að öaj^kju gagni fyrir at- , vinnuveg þeirra ? "fy* Því fer fjanri, þótt því sé slept, að heimsreynsla er fyrir • því, að lágt kaupgjald er alt af til ógagns. Það er margviðurkent af prentsmiðjueigendum sjálfum, að prentsmiðjurnar myndu að eins tapa á því, að kaup prent- aranna lækkaði, þvf að þær myndu verða píndar til að lækka útsöluverð á prentun um sömu hundraðstölu, og það nemur að minsta kosti sem svarar því, að það verk, sem fást myndi á 10 kr. í lækkun á kaupi prentara, tnyndi lækka um 15 krónur f útsöluverði. tað er því ljóst, að þáð er beint tap fyrir prent- smiðjurnar, ef kaup prentára lækkaði. Það kann uú að þykja undar- legt, að prentsmiðjurekendUr krefjast samt sem áður kaup- íækkunar, og það er undarle^t. En því valda ekki hagsmunir prentsmiðjanna, heldur það, að meðal eigenda þeirra eru menn, sem vilja lækka kaup annara stétta, en treysta sér ekki að fá því framgengt nema kaup prent- ara lækki, og það eru slík trygða- og hagsmuna-bönd, sém innblása atvinnurekendur. Það er nú víst, að eitthvert hið mesta ógagn, sem hægt er að vinna atvinnuvegi prentara, er það að lækka kaup annara stétta, því að með því þyrri enn frekara kaupgeta þeirra. En öll þverrun í kaupgetu manna geng- ur fyrst og fremst út yfir bók- mentirnar. Það er tvímælalaust auðveldara að, vera bókarlaus en matarlaus, og þegar ekki verður nema annað keypt, verður bókin út undan. Einnig á þennan hátt verður því kauplækkun prentara atvinnuvegi þeirra til ógagns; þar er sama. hvert litið er; ált ber að sama brunni. Þá er eftir að. athuga eitt: Yrði ekki lækkun á prentgripa- verði til þess, að þeir gengju betur ót? Og myndi það ekki öirva bóka- og blaða-útgáfu ? Þessum spurningum má óhætt svara neitandi. Prentunarkostn- aðurinn er svo IftiU hlntt í verði þessara gripa, að kauplækkunar myndi ekki gæta ( verði þeirra. Lækkun á verði kæmi ekki til greina af þeirri ástæðu, og þó hín gæti komið til greina, er ekki vist, að . at því yrði. Stór- kostleg lækkun á pappírsverði, sem er stærsti liðurinn í bókar- verði, hefir t. d. ekki komið neins staðar fram, svo menn hafi orðið þess varir. Það litla, sem bækur hafa lækkað í verði, stat- ar af því, að kaupgeta alþýðu er þoríin og þar með eftirspurn eftir bókiim. Kaupgeta almenn- Eignist Iivenliaíaraíin. Á- skriftum veitt móttaka ísíma 1269. ings mundi ekki vaxa, þótt prentarakaup lækkaði, heldur þvert á móti, og bóka- og blaða- útgáfa myndi því ekkert örvaat við það. Það er að eins ein fámenn stétt manna, sem myndi hafa hag af kauplækkun prentara, og þáð eru útgelendur blaða og bóka, en það er jafnlramt sú stétt, sem minst ástæða er til að þókn- ast með því frá almennu sjónar- miði, því að þeir hafa ekki sýnt, að þeir myndu nota hana al- þýðu til gagns, samanber lækk- unina á páppírsverðinu. Auk þess hafa þeir flestir aðra atvinnu en útgáfustarlsemina og eru af henni efnaðir menn. En . hjá þeim myndi það lenda, sem lækkun gæfi at t sér, og þeir myndu stinga því í vasa sinn og í bezta lagi nota það til þess að bæta sér lækkun á eldri bókum, sem þeir kynnu að verða að setja niður at kaupgetuþurð almennings, en alls ekki nota það til útgáfu nýrra bóka, meðan eftirspurn er lítil. Þessi ívilnun til þeirra yrði því ekki atvinnuvegi prentara að gagni. Þó mun nokkurt tillit haft til þelrra, er kauplækkunar prentara er krafist, og heyrst hefir sögð sú setning, að >prent- smiðjurekendur gætu ekki varið fyrir viðskiftamönnunum, að kaup prentara lækkaði ekki.« En út- gefendur eru ekki einu viðskifta- menn prentsmiðjanna; prentar- , arnir eru Kka viðskiftamenn þeirra, selja þeim vinnu sfna. Nú má spyrja til svars við hinu: Geta prentsmiðjurekendur var- ið kauplækkun gagnvart þeim viðskiftamönnum, preoturunum, ef þeir geta ekki varið enga lækkun gagnvart hinum? Það er ólíklegt, að þeir geti hiklaust svarað þessu játandi,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.