Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 31
II * , 4 'biipnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz—21. apríl: Þú ert að brjóta heilann um eitthvað sérstakt þessa dagana og legg- ur nokkuð hart að þér. Réttast væri að taka helg- ina rólega og hvíla sig vel. Þú munt komast að einhverju seinni hluta vikunnar sem verður til þess að breyta afstöðu þinn í þessum heilabrotum. Nautsmerkið (22. apríl—21. maí): Vikan verður mjög venjuleg og fremur róleg. Verkefni heima hjá þér sem þú hefur lengi trassað ættirðu nú að taka til við. Mánudagurinn gæti orðið dálítið sérstakur hjá þeim sem eru einhleypir. Ef til vill hittirðu gaml- an félaga. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Ekki mun draga til neinna stórtíðinda í þessari viku, líklegt er þó að hún verði fremur skemmtileg. Þú ættir að um- gangast kunningja þína meira en hingað til. Fé- lagsmál koma talsvert við sögu en allt virðist ætla að ganga sinn vanagang. Krabbamerkið (22. júni—23. júlí): Eitthvað óvænt mun koma fyrir á vinnustað, þú munt komast að einhverjum óheiðarleik persónu sem þú hefur lit- ið upp til. Þér hættir til að vanmeta sjálfan þig en allar líkur eru til þess að þér hlotnist einhver ávinningur eða viðurkenning. JLjónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Þú virðist eiga úr vöndu að ráða, ekki er líklegt að heppnin verði með þér ef þú ferð að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Þér eldri persóna, sem þú hikar við að biðja um ráð, mun reynast þér mjög vel. Hafðu gát á skapi þínu og forðastu allt sem gæti reitt þig til reiði. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Fjármálin virðast vera í fremur góðu lagi þessa vikuna. Ein- hver kemur til þín og gerir þér gylliboð sem þú skalt taka varlega. Þriðjudagur virðist geta orðið hinn mesti happadagur, ef þú notfærir þér tækifæri sem þér býðst en til þess, þarftu nokkurn næmleika. Vogarmerkið (24. september—23. október): Taktu lífinu rólega. Vikan virðist bezt fallin til að dunda heima við. Lestur bókar og aðrar andlegar iðkanir virðast heppilegar, það er orðið langt síðan þú hefur farið í kirkju, en kirkjuferð á mjög vel við núna. Talan 4 gæti reynzt þér vel. Drekamerkið (24. október—22. nóvember): Líklegt er að þú farir í einhverja óvenjulega ferð og dveljist mikið undir beru lofti í vikunni. Skíðaferð eða iðk- anir annarra útiíþrótta eru mjög æskilegar. Á vinnu- stað kynnist þú nýrri persónu sem þú veizt ekki vel Iivernig þú átt að taka en þið kynnizt betur síðar. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. desember): Þú ©ert óánægður með vinnu þína, þér finnst vera geng- m ið á rétti þínum, með liðlegheitum ættirðu að geta kippt þessu í lag. En hafi þér komið vinnuskipti i hug, munu stjörnurnar vera þér hliðhollar. Þú munt hafa. talsverð samskipti við vini þína í vikunni. Geitarmcrkið (22. desember—20- janúar): Þú hefur valdið einhverjum vonbrigðum eða sært einhvem, ■ItM gerðu þitt bezta til að bæta úr þessu. Þú ættir að beita þig meiri sjálfsgagnrýni, og varast að halda sjálfum þér eða verkum þínum á lofti. Vertu sem mest heima, það mun verða affarsælast. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Fjöl- ®skyldulífið er í miklum blóma, og muntu finna til sérstaklegra tengsla við ættingja þína er þú dvelst á meðal þeirra og lætur þér liða vel. Ekki er ó- sennilegt að náinn ættingi eða vinur geri þig að trúnaðarmanni í ástamálum. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Þessi vika virð- ist vera fengsælust þeim er sjóinn stunda. Líkur eru á að yfirmenn þínir hrósi þér og ef til vill hækkarðu í stöðu þinni eða færð gott tilboð. Helg- in mun verða hvað happasömust og eru líkur á að þú fáir þá tækifæri til þess að vekja á þér athygli. GloCoat FRA JOHNSON S^WAX verd adeins kr34,50 Meiri gljái - minni vinna Meira slitþol - minna verd Hið nýja Super Glo-Coat fljótandi gólfbón frá Dohnson's Wax fœst nú í íslenzkum verzlunum og kostar aðeins 34.50 HEILDSÖLUBIRGÐIR: MALARINN HF EGGERT KRISTJANSSON «CO HF VXKAN 11. tbl. -

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.