Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 33
hæð,“ anzaði Cochrane. „Þið verðið að ná svo mikilli leikni, að þið getið flogið að nóttu til í fárra metra hæð, án þess að hika hið minnsta. Árásarstaðnum get ég ekki skýrt yður frá enn sem komið er. En þið verðið allir að verða þaulæfðir í næturflugi skammt frá jörðu. Ég held ykkur takist það. Meira get ég því miður ekki sagt yður að svo komnu máli. Fyrsta verk yðar er, að velja áhafnir á vélarnar, svo hægt sé að hefja æfingar." „Hvernig verður með flugvélar, herra?“ „Það sér hergagnavörðurinn um. Þær fyrstu koma þegar í fyrra- málið.“ Gibson skildi að samtalinu var lokið. Hann stóð upp og kvaddi. Er hann greip í hurðarhúninn, leit Cochrane herforingi upp frá skjölum sínum. „Aðeins eitt enn,“ mælti hann. „Öllu sem ég hefi sagt hér, verðið þér að halda stranglega leyndu. Til að sjá er hér ekki um annað né meira að ræða en nýja flugsveit, sem verið er að koma á fót. Þegar frá líður verðum við að setja sam- an einhvern uppspuna til skýringar þessu.“ Liðsforingi úr herráðinu hjálpaði Gibson til að velja áhafnir vélanna. Annars þekkti hann sjálfur flesta flugmennina. Sérstaklega var þar einn, sem hann óskaði að hafa með sér. Sá hét Micky Martin og hafði fengið heiðursmerki fyrir lágflug yfir Þýzkalandi. Hættu þeir ekki fyrr en þeir höfðu skrifað 133 nöfn á lista —• nítján fullkomnar áhafnir með sjö mönnum í hverri, þar með talin áhöfn Gibsons sjálfs. Einnig var honum lofað, að úrvalslið til flugvallarþjónustu skyldi vera til- búið að tveim sólarhringum liðnum. Yfirmaður hergagnavörzlunnar hét því, að afhenda honum tíu Lancaster-sprengjuflugvélar á næstu tveim dögum. Fleiri skyldu koma svo fljótt sem unnt væri og ásamt þeim allir hugsanlegir varahlutir: tundurpípur, ræsihreyflar, verkfæri, sprengjufestingar, blakkir, málning, hemlaklossar og svo framveg- is. Önnur hjálparhella frá birgða- stöðinni tókst á hendur að sjá þeim fyrir öllum þeim ógrynn- um hluta, sem flugliðið þyrfti á að halda — ábreiðum, vörubílum og snærum, öli og sokkum, snyrti- pappír og sápu og öllu mögulegu öðru. Hann kom með allan farang- urinn eftir tvo daga. Síðla dags hinn 21. marz kom Guy Gibson til Scampton, að taka opinberlega við stjórn flugsveitar þsssarar, sem enn var ekki til nema á pappírnum. Þegar hann kom inn í foringjaklefann, sá hann að nokk- ur hluti áhafnanna var þegar mætt- ur. Stóðu þeir í smáhópum með öl krúsir sínar. Mátti glöggt sjá, að hér yrði ekki um neina venjulega sveit að ræða. Þótt meðalaldur manna þessara væri aðeins 22 ár, voru flestir þeirra þrautreyndir hcrmenn. Höfðu þeir allir verið sæmdir heiðursmerkjum og áttu að minnsta kosti eina heila þjónustu- lotu að baki sér. t CHAMPION kraftkerti í hvern bíl 1. Öruggari ræsing. 2. Aukið afl. 3. Minna vélaslit. 4. Allt að 10% eldsneytissparnaður. Gibson gekk um meðal liðsfor- ingjanna og gaf sig á tal við þá. Stóri svarti Nýfundnalandshundur- inn hans, Sambó, sem alltaf var á hælum hans, fylgdi honum einnig nú. Einhver varð til þess að setja hálffulla kollu af öli á gólfið fyrir Sambó, og seppi rak trýnið ofan í drykkinn og lapti hann í sig með miklu smjatti, þangað til ekki var dropi eftir. Úr sínum gamla flokki, 106. flug- sveit, hafði Gibson valið áhafnir þeirra Hopgoods, Shannons og Burpees, auk sinnar eigin. Hopgood var Englendingur, ljóshærður piltur og laglegur, þótt framtennur hans væru skakkar og útstæðari en aðr- ar tennur. Dave Shannon var tví- tugur Ástralíumaður, en leit helzt út fyrir að vera sextán ára ungl- ingur. Til þess að ná öldurmann- legri svip á barnsandlit sitt, hafði hann látið sér vaxa þétt og mikið yfirskegg. Hann var grannvaxinn, hafði fallegar hendur, ljóst og mikið hár, og var lipur og eðlilegur í öll- um hreyfingum. Gibson brosti ánægjulega, þegar han kom auga á Ástralíumanninn Micky Martin. Hann var smávaxinn og fríður sýnum, en hafði villimann- legan glampa í augnakrókum og gríðarstóra kampa með ósnyrtum endum er náðu út undir eyru. Martin hafði fundið upp sitt eigið kerfi í lágflugi: Ef flogið var lægra en venja var með sprengjuflugvélar, var hægt að komast hjá orrustu- flugum. Væri flogið enn lægra, sundruðust sprengikúlurnar úr stærri lofavarnabyssum langt fyrir ofan flugmanninn. Og væri flogið í hæð við trjátoppana var flugvélin komin úr skotfæri fyrir löngu, þegar léttari loftvarnabyssur höfðu náð miði. Að vísu var þá hætta á að reka sig á varnarloftbelgi. En Martin hafði komizt að því, að lítið var af þeim meðfram járnbrautar- línum og þjóðvegum, og var hann því vanur að leggja leið sína með- fram þeim. Síðustu tvö árin hafði hann haft með sér sömu tvær skytturnar, sem báðar voru ástralskar. Og á fjöl- mörgum leiðangrum sínum í lág- flugi höfðu þeir orðið snillingar í að skjóta niður ljóskastara Þjóðverja. Þeir voru líka með foringja sínum nú, og sömuleiðis siglingafræðingur hans og sprengjuvarpari. Betri áhöfn var ekki til í öllum flug- hernum. Gibson hafði valið „Dinghy“ Young sér fyrir næstráðanda, en hann var jafnframt foringi einnar áhafnarinnar. Young hafði tvívegis verið skotinn niður yfir úthafi, en bjargazt í bæði sli iptin á gúmmíbáti sem nefndur var „Litli Dinghy“. Hann var maður hár og beinvaxinn, rólegur í skapi. T Eði hann stundað nám í Cambridf g lék sér að því að ganga fram >/iðstöddum með því, að drekka "ullri pottkönnu af öli í einum Þarna var o( ur, Les Munra maður og hátií vangaskegg. Hi 1 Nýsjálending- lafni, hávaxinn með blásvart ar elztur þeirra \ lN 11. tbl. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.