Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 37
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. Þú veizt sitt af hverju um Ástralíu, er ekki svo? Heiztu borgir, ár, fjöll og atvinnuvegi getur þú nefnt. En svo er líka ýmislegt, sem þú veizt ekki. Svo sem það, að mörg skólabörn í afskekkt- um sveitum Ástralíu eru svo óralangt frá kenn- aranum sínum að þau sjá hann ekki, meðan á kennslustund stendur og verða að svara honum í gegnum eins konar talstöð og eru þá stundum með hljóðnemann í annarri hendinni, en blý- antinn í hinni. Nei, skólastofan er ekkert smákríli, því 200 skólabörn eru í einum og sama skóla, sem nær yfir meiri víðáttu en öll Norðurlöndin. — Hvern- ig stendur á þessu? Jú, margir landnemar og bændur, sem reka tilraunabú, langt inni í landi á vegum stjórnarinnar, eru svo dreifðir að víða eru mörg hundruð km milli býlanna og því engin tök á „skólagöngu“ frá þessum heimilum, í þeirri merkingu sem þið þekkið. En þessi 200 börn eru nú samt í skóla, meira að segja í sama skóla, hafa sömu kennara og læra öll sömu lexíurnar. Kennslan fer fram í gegnum sex útvarps- og sendistöðvar, sem dreifðar eru um landssvæðin, sem enga skóla hafa. Kennslan byrjar kl. 9 f. h. Kennarinn les upp nöfn nemenda sinna, -— og þau svara þó langt sé á milli. Á heimili flestra nemenda er sendi- og mót- tökutæki, sem notar straum frá benzín Ijósavél. En þar sem ekkert rafmagn er, til heimilisnota, hafa nemendur samt móttöku- og senditæki, — en strauminn sem með þarf, framleiða þau sjálf, — með fótunum, á svipaðan hátt og hjólreiðar- maður, með „dynamó" á hjólinu. Á nokkrum stöðum eru svo nemendur, sem aðeins fylgjast með á stuttbylgjutæki. Þeir heyra hvað fram fer, milli nemenda og kennara, en geta ekki látið til sín heyra. Það var árið 1956, sem fyrstu tilraunir voru gerðar með þennan sérkennilega ,,útvarpsskóla“ og nutu það ár, 52 börn, 3ja stunda kennslu á viku. Nú eru börnin yfir 200 og kennslu- stundirnar 12 á viku. „Og áhugasamari nem- endur finnast ekki annars staðar,“ segir kenn- ari þeirra — og bætir við: „Venjulega eru þau setzt við tækið sitt, löngu áður en kennsla hefst og svara fljótt, er ég les þau upp. En fyrir kem- ur að mæðurnar svara. Er Tom við? „Ja, hann er alveg að koma,“ segir móðir hans. „Tom var nefnilega úti í mýri að veiða froska." Og þenn- an sama morgun var Lis með botnlangakast, svo ég hringdi í næstu hjálparstöð og þyrla var send með lækni. — Einn daginn, í miðri kennslu- stund heyrði ég óp og móðir Carls hrópar: „Eit- urslanga er komin inn í eldhús.“ Ég hringdi til námunnar, þar sem maður hennar vann og hann ók heim án tafar og vann á slöngunni. Þannig getur „skólinn" veitt hinu afskekkta fólki, marg- víslega aðstoð, samhliða náminu. En venjulega gengur allt sinn vanagang í „útvarpsskólanum“. Börnin geta talað við kennara sinn og hann sagt þeim frá ýmsu, sem er að gerast úti í hinum stóra heimi, sem þau eru einangruð frá. — Og þau læra mikið, eru prúð og eftirtektarsöm, eins og börn í ,,venjulegum“ skólum. ITVARPSSK0LI Tom tekur hljóöneinann og segir: ,.Já, kennari, ég veit það“. Móðir fylgist með námi barna sinna. Kennarinn í órafjarlægð, frá nemendum sínum. Jólasveinar ú r dönskn skógfiinum Já, þetta er mynd af jólasveinum og auk þess glæný, við fundum hana í dönsku blaði núna fyrir jólin. Textinn með myndinni fræðir okkur um upp- runa þeirra: Þeir eru gerðir úr lurkum, sem nokkrar telpur fundu úti í skógi, en hvort þær hafa tálgað þá til, vit- um við ckki. Börkurinn er skorinn af, þar sem andlitið er svo það afmarkist betur — og nefið er bara greinarbútur á réttum stað. — Frumleg hugmynd, sem gæti komið að gagni. — verst hvað langt er til næstu jóla. VIKAN 11. tbl. - 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.