Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 41
En áður en þið byrjið, langar mig að segja eitt. Við stöndum hér í garði hr. Abernathys. Hvers vegna? Vegna þess að þú kærðir hann, Marge. Og í raun og veru vegna þess að allir borgarar hverfisins vildu kæra hann. Og kæran var byggð á þeirri einu staðreynd, að Henry fór á fætur um miðja nótt og gróf holu i garðinum sínum. Af þv( að það er ekki vénja, að íbúar West Pond hæðanna fari á fætur um miðjar nætur og grafi holur í görð- um sínum, var Henry Abernathy kærður fyrir lögreglunnil“ ,,.Tá, en góði George,“ sagði Marge, „þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú trúir þessu bulli, sem hann sagði uin konuna sina?“ „Marge, aðalatriðið i þessu máli er, að þetta kemur okkur hreint ekikert við •— og þetta segi ég við ykkur öll. Við lifum í þjóðfélagi, þar sem öllum er frjálst að hafa sína lientisemi í heimahúsum. Nú, Henry hefur ekki gert annað en það. Og því segi ég ykkur þetta: þegar þessir lögreglumenn stinga skóflum sínum i mold Henrys, missum við öll eitt- hvað, við hér í West Pond hæðun- um, eittlivað, sem forfeður oklcar . .“ Rödd lians brast, en hann jafn- aði sig skjótt og hélt áfram: „Annað þarf ég ekki að segja. Ef þetta er réttvísi, þá skuluð þið hefjast handa!“ Fólkið færði sig nær með mikilli eftirvæntingu. Lögreglumennirnir unnu af kappi. Von bráðar sagði annar þeirra: „Hérna er eitthvað.“ Hann beygði sig niður og dró upp úr holunni gamaldags tágakörfu með loki. Áhorfendurnir tóku andköf. „Þetta vissi ég!“ hvíslaði Marge Beggler. Hundurinn hljóp marga hringi um- hverfis körfuna og gjammaði. Annar lögreglumaðurinn lyfti lok- in, og sumarkjóll kom i Ijós. Það fór kliður um hópinn. George leit niður og deplaði aug- unum í undrun sinni. „Það er víst betra, að ég taki þetta að mér,“ sagði Ned Harrington og gekk að körfunni. Hann lyfti upp kjólnum, siðan ýmsum öðrum kven- fatnaði, þar til ekkert var eftir i körfunni. Það var aðeins fatnaður. George hleypti brúnum og sneri sér að Henry. Henry baðaði út hödnunum. „Það eru bara fötin hennar. Ég gat ekki hugsað mér að hafa þau í liúsinu, þegar hún var farin, því að þau minntu mig á hamingjuna, sem við höfðum átt saman. En hvað gat ég gert? Ég gat hvergi komið þeim fyr- ir. Það er bannað með lögum að brenna fatnaði konu sinnar . .. gerir þokuna verri. Ég gróf holu til að setja þau í. Það er kannske líka ólöglegt. Ég er eitthvað ruglaður, síðan konan mín fór burt frá mér með lest. Ég veit ekki hvers vegna.“ George varpaði öndinni léttar. Allir þögðu. Pete Beggler kom nær og sagði: „Henry, mig langar að segja svona rétt fyrir sjálfan mig: Mér þykir þetta mjög leiðinlegt." Og nú þyrptust allir krigum litla kaupmanninn, hristu hönd hans og báðu afsökunar. Svo tíndust þeir burt, einn og einn í senn, og hver einstakur leit svolítið kindarlega á George um leið, brosti og sló hann létt i bakið. „Ég s'kammast min alveg hræði- lega, George,“ sagði Marge Beggler. „Ég skal aldrei gleyma þvi, sem ég lærði í kvöld, aldrei meðan ég lifi.“ „George, þetta mál tek ég tafar- laust af dagskrá,“ sagði Ned Harr- ington. „Mig langar ekki að gera mig að meira fífli en orðið er.“ Á leiðinni heim þrýsti Clarice sér ástúðlega að George. „Ég er svo hreykinn af þér, Gcorge. Þú hefur gefið okkur öllum eitthvað að trúa á.“ Þau fóru að hátta um kvöldið, sæl og hamingjusöm. George var hér- umbil sofnaður, þegar hann heyrði, að reynt var að koma bíl í gang fyrir utan. Hundur Begglers fór að gelta. George settist upp. „Hvað er það, elskan?“ muldraði Clarice hálfsofandi. George leit á vekjaraklukkuna. Hún var tólf á miðnætti. Hann sat og hlustaði. Clarice var sofnuð aftur. Hann fór fram úr rúminu, smeygði sér í slopp og inniskó og gekk út úr húsinu beint að bilskúr Henrys. Hundur Begglers gelti ákaft. Hann fór inn um hliðardyrnar. Henry var að staulast út úr bílnum. Þegar hann kom auga á George, skellti hann aftur hurðinni, náfölur og titrandi. „Hvað er um að vera, Henry?“ Henry liristi liöfuðið mállaus, og hné hans skulfu. George gekk að bilnum og ýtti Henry til hliðar. „Hvað er þetta?“ Hann sá körfu og skóflu i aftursæt- inu. Ekki söniu körfuna og áður hafði verið grafin upp. Hann opnaði dyrnar. „Nei, nei . . .“ stundi Henry. George lyfti lokinu af körfunni og starði á innihaldið. Hann skellti lokinu aftur á og sneri sér undan, yfirkominn af geðshræringu. Henry leit vonleysislega á hann. „Ég gat ekki annað. Hún var alltaf svo andstyggileg við mig. Ég ætlaði að grafa hana í garðinum. Svo datt mér í hug, að einhver hefði kannske séð til mín, af þvi að hundurinn gelti svo hátt. Ég liélt áfram að grafa holuna, en setti bara körfuna með fötunum liennar í hana. Ég geymdi þessa i . . .“ „Talaðu ekki um það!“ hrópaði George með skjálfandi röddu. Hann hélt, að hann myndi falla i yfirlið. En honum tókst að reika að hurð- inni og komast út undir bert loft. Hann andaði djúpt nokkrum sinn- um og gekk síðan aftur að húsi sinu. Hann slagaði inn í svefnher- bergið eins og drukkinn maður og settist á rúmið. Clarice vaknaði aftur, geispaði og VXKAN li. tbi. - 4-L

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.