Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 42
teygði úr sér. „Fórstu á fætur, George?“ George strauk hendinni um vott ennið. Hann minntist þess, livernig fólkið hafði horft á hann, þegar ekkert fannst í holunni nema föt frú Abernathy. Aftur heyrði liann, að reynt var að koma bílnum i gang. Hundur Begglers fór enn að gelta. George stóð upp. „Ég ætla að skreppa út.“ Clarice opnaði augun syfjulega. „Út?“ „Já, ég ætla að sjá, hvort ekki er hægt að gera eitthvað almenni- lega, svona til tilbreytingar!“ Hann klæddi sig í skyndi, flýtti sér aftur út í bilskúr Henrys og lét sem liann yrði ekki var við geltið í hundi Begglers. Þegar hann kom inn, stökk Henry aftur út úr bílnum og fölnaði. George gekk að bilnum og opn- aði vélarhlífina. „Setztu við stýrið, maður!“ sagði hann hryssingslega. „Áður en við vekjum alla borgina.“ Henry Abernathy hoppaði auð- sveipur upp i bílinn. George sá, að kertin voru rök, og tók eftir, að tveir gluggarnir stóðu opnir. Hann þurrkaði þau með vasaklút sínum og sagði: „Reyndu nú.“ í þetta sinn fór híllinn í gang. George skellti lokinu aftur. „Gott. Farðu nú og opnaðu bílskúrsdyrnar. Setztu svo í aftursætið hjá körfunni og skóflunni, ég skal aka.“ Henry Aernathy hljóp fram að dyrunum og opnaði þær i skyndi. Hann klifraði upp í aftursætið og sat þar eins og lamaður. George settist við stýrið og ók út úr skúrn- úm. „Ég ætla að segja þér eitt, Aber- nathy,“ sagði hann hátt. „Eftir þetta gætir þú þess að hafa gluggana lok- aða á bilskúrnum þínum og kertin í bilnum þurr! Þessi bill þarfnast yfirferðar, veiztu það? Vélin, undir- vagninn og allt heila dótið!“ Hann ók geyst út á götuna. „Það veit hamingjan,“ öskraði hann, „að ég þoli ekki að liafa ekki hlutina í lagi! Og framvegis gerir þú eins og á að gera, Abernathy, því að ég ætla mér að sjá um það! Skilurðu mig, Abernathy?“ Hann ók áfram, fölur af bræði, áleiðis til afskekktra hæðanna vest- an við borgina, og æðisgengið geltið í hundi Begglers dó út í fjarska. ★ Einn, en ekki einmana. Framhald af bls. 8. margfalt erfiðara er að búa, með rafmagn. Ég fékk ekki rafmagn fyrr en rétt fyrir hátíðarnar í vetur. — Hvernig er að setjast að í hús- um, sem hafa staðið ónotuð tímun- um saman? — Það vill nú bera við, að þau séu orðin heldur léleg. Hér er aldrei hægt að halda hlýju, þegar það er næðingur eins og núna. Annars er þetta ekki gamalt hús. Þegar ég fæddist, fyrir tuttugu og sjö og hálfu ári, var ljósmóðirin sótt hingað að Bóli, og þá var verið að reisa þetta hús, sem við nú er- um í. Og það má vel lappa meira upp á þetta hús, en ég hef gert. Baðstofunni hérna hinum megin er til dæmis lafhægt að breyta í tvö ágæt herbergi. — Er ekki reimt hér? — Það getur vel verið, að mig vanti hæfileikann til að finna slíkt, en ég hef aldrei orðið var við neitt því um líkt hér. Það er sama, þótt ég komi aleinn heim í brúnamyrkri, ég finn aldrei neina ónotakennd eða einmanaleik. Svo er ég ekki einu sinni viss um, að hér hafi nokkurn tíma dáið manneskja. — Einhverja frítíma hlýturðu að eiga. Hvernig eyðir þú þeim? — Já, yfir veturinn fellur alltaf til stund og stund. Og þá er alltaf hægt að finna eitt og annað að dunda við. Það þarf að lappa upp á eitt og annað. Nú, og svo les ég. Ég fæ dagblöðin við og við og bæk- ur eftir þörfum. — Kannski við víkjum okkur yf- ir í búskapinn aftur. Hvernig er vetrarbeit hjá þér? — Það er þó nokkur vetrarbeit. — Hvað þarftu að eiga mikil hey? — Það væri gott að eiga 5—600 hesta. En það sem háir manni mest á svona koti er túnaleysið. Það á nú að heita, að það séu að verða 10 hektara ræktaðir, en ég á engin tæki til ræktunar, hef stundum fengið þau að láni. En ég keypti traktor í vor, og þá fer þetta nú kannski eitthvað að lagast. — Hvernig líður nú dagurinn hjá þér yfir veturinn? — Ja — maður fer ofan um átta- leytið, og getur þá verið búinn með morgunverkin um klukkan 10. Svo fer maður aftur út svona að ganga tvö og er þá búinn um fjögur. — Hvernig er það með fjár- bændur, þykir þeim ekki misjafn- lega vænt um féð sitt? — Margir bændur halda því fram, að þeir geri ekki upp á milli kindanna sinna, en ég geri það. Maður misheldur þær alltaf, hversu góður sem viljinn er til hins. Mað- ur heldur meira upp á þær spöku, og þær sem eru fallegar og góðar ær. En það er víst engin fjármennska, að minnsta kosti þykjast fjármenn ekki gera það. — Hvaða störf eru skemmtileg- ust við fjárbúskap? — Skemmtilegasta vinnan og jafnframt mesta er um sauðburðinn. Það er langskemmtilegasti tíminn. Og svo slátturinn. — En leiðinlegust? PRENTSMIÐJAN — SÍMAR: 35320, 35321, 35322, 35323 II illllllllljiil lllllllll 42 - VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.