Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 43
— Ógeðfelldustu störfin eru slátr- unin og að reka til slátrunar. — Og þú ert alltaf einn. Færðu ekki einu sinni vikadreng yfir sum- arið? -— Ekki get ég sagt það. En það er stutt til skyldmenna minna héðan. — Hvað hefurðu aðallega þér til matar? — O •—• fisk og kjöt. — Hvar verzlarðu? Á Minni- Borg? — Nei, ég verzla við Kaupfélag Árnesinga á Selfossi, og fæ vörurn- ar sendar með mjólkurbílnum. — Og þessar kökur, bakarðu þær sjálfur? - - Nei, það hef ég aldrei lagt út í. Þær eru líka frá Selfossi. Kaffið er búið. Feiknastór, grár fressköttur kemur inn og heilsar upp á okkur með því að nudda sér upp við fætur okkar. Arnór fer með okkur út í fjárhúsið, sem hann reisti austur af bæjarhúsunum. Þar er tekið á móti okkur með áköfu hundsgelti. Næst dyrunum eru þrír hestar hnubbaralegir og feitir og hávaðasamur, vel haldinn hundur. — Þetta er það eina sem hann get- ur, segir Arnór, — gjammað og gelt, og hann verður alveg vitlaus, ef það koma gestir. Hann gefur á garðann, og kind- urnar eru spakar og þriflegar. Þær þekkja vel húsbónda sinn, og kunna því vel, er hann talar til þeirra kjassandi og strýkur þeim um snoppuna. Svo fylgir hann okkur út að hliði. Það er enn jafn hvasst og kalt. Arnór lánar mér keðjulás, — það hafði slitnað hjá mér keðja á leiðinni austur, og hjálpar mér að koma henni á aftur. Um leið og við kveðjumst fyrir aftan bílinn, segir hann: — Ég hefði kannski átt að byrja á því að segja þér eins og var, hvers vegna ég valdi mér þetta starf. Það er vegna þess, að þetta er eina starfið, sem byggist eingöngu á því að græða líf, stuðla að því að líf verði til og hlynna að lífi. Andstæða sjómennsk- unnar, sem byggist á því að drepa og eyðileggja. Að vera bóndi, það er að halda áfram þeirri sköpun, sem byrjað var á í upphafi vega. -— Og þú býst ekki við að hverfa frá því starfi? — Nei. Til þess þyrfti ég að detta á höfuðið. Við snúum við, og beinum bílnum í átt til borgaryssins og menningar- djúpsins, en Arnór gengur hægt heim að litla bænum, heim til lífs- förunauta sinna: kindanna, hest- anna, hundsins og kattarins. Bör Börsson verður æfður í kvöld. sh. Samkvæmt áætlun. Framhald af bls. 9. — Hvert hingað? — Út á flugvöll — Hvað segirðu? hrópaði hún. — Áætlunin hefur breytzt dálítið, flýtti hann sér að segja. — Komdu eins fljótt og þú getur, gerðu það, elskan. Ég verð að hitta þig. Ég skal skýra allt fyrir þér, þegar þú kemur. Flýttu þér — og ég elska þig. En ég er búin að leggja á borðið og maturinn er alveg til. Hún hróp- aði í símann. En hann var búinn að leggja á. — Æ, hver skollinn! Hún skellti talnemanum á. —' Ég geri það ekki. Hvaða læti eru þetta? Og hvers vegna í ósköpunum átti hún að fara út á flugvöll til þess að fá mat? Forvitnin og löngunin til þess að sjá hann sigraði. Hún smeygði sér í kápuna og gaf matborðinu horn- auga. Jæja, vonandi helzt maturinn ó- skemmdur þangað til á morgun. Leigubíllinn sniglaðist í áttina til flugvallarins. Umferðin var svo mikil, að hann ætlaði aldrei að komast á leiðarenda. Mundi Davíð líka nýja ilmvatnið hennar? Hún brosti, þegar hún minntist hve forváða hún hafði orð- ið, þegar búðarstúlkan hafði sagt henni verðið á litla glasinu, sem innihélt hina dýrmætu, en fáu dropa. En stúlkan hafði sagt hughreyst- andi: — Það þarf svo lítið af því, frú. Hún var í dálitlum vafa með kjólinn. Hún hafði fengið svolítinn afslátt á honum í kjólaverzluninni, þar sem hún vann sem „módel“- teiknari. Hann var áreiðanlega eftir allra nýjustu tízku, en hún var hálf- smeik um að hún hefði kannski gengið fulllangt. Jæja, það var orðið of seint að snúa við og skipta héðan af. Leigubíllinn beygði út af aðal- brautinni og nam staðar innan skamms við innganginn að flug- vellinum. Hún var ekki fyrr komin út úr bílnum, en Davíð kallaði nafn henn- ar og kom þjótandi með opinn faðm- inn. Andartaki síðar andaði hún að sér lyktinni af tweed-jakkanum hans. Bílstjórinn virti þau fyrir sér kæruleysislega. — Ég get ekki látið bílinn standa hér til eilífðarnóns, sagði hann. — Tíminn er takmarkaður. Hann tók í jakkaermi Davíðs. Davíð flýtti sér að borga honum, og gaf þjónustu- gjald af mikilli rausn. Ég er búinn að panta borð, við skulum koma inn fyrir og borða, sagði hann. Andartaki síðar sáu þau inn í veitingasalinn við einn stóra glugg- ann, sem sneri að flugbrautunum. — Þú lítur dásamlega út og það er indæl lykt af þér, sagði hann. — Þú lítur nú ekki sem verst út sjálfur, sagði hún dreymandi röddu. (Kossinn brann enn á vörum henn- ar). En þá mundi hún eftir „áætl- uninni“). — En ég er reið við þig, sagði hún og setti upp alvörusvip. — Ég hafði til afbragðsmat heima ... — Elskan mín, mér þykir það fjarska leitt, en fyrirtækið hefur ákveðíð, að ég fljúgi áleiðis til Sydney í kvöld. — Til Ástralíu! Hvað í ósköpun- um áttu að gera þangað — og hvers vegna strax í kvöld? — Þeir hafa fengið stórt verk- TAUNUS 12M - CARDINAL eða CONSUL CORTINA Óskabíll fjölskyldunnar. Rúmgóð fimm manna bifreið fyrir aðeins kr. 140 þúsund. Kynnist kostum nýiu FORD bílanna. Leitið upplýsinga. umboðið efni, að minnsta kosti tveggja ára verk. Þeir vilja að ég verði þar allan tímann. — Það er ekki amalegt, sagði hún og það var sem innýfli hennar drægjust saman. — Hugsa sér, það hlýtur að vera hásumar þar núna! — Ég var þar fyrir fimm árum, sagði hann, þegar þau höfðu skoðað matseðilinn og valið. — Sydney er dásamleg borg. Minnir á San Fransisco. Og fólkið er einstakt. Bæði aðlaðandi og vingjarnlegt. — En hvað það var gaman, sagði hún. (Ég vissi, að fyrstu vikurnar yrðu hræðilegar, og þegar hann er kominn hinum megin á hnöttinn, rætist það hugboð sannarlega). Hún drakk vænan teyg úr kampavíns- glasinu, til þess að herða upp hug- ann. — Ég leigi mér hús við strönd- ina, til að dvelja í um helgar. Það er svo mikil fiskisæld þar. Og á veturna er hægt að fara á skíði, í Bláfjöllum. — Stórglæsilegt, sagði hún. Kampavínið steig henni til höfuðs. Hann var á förum. Hvað tók þá við. Hún varð bara að ná sér í ein- hvem annan. Davíð beygði sig áfram og lagði hönd sína yfir hennar. — Og næt- urnar í Sydney! Þær eru alveg ó- viðjafnalegar. Bærinn teygir sig upp frá höfninni upp í hlíðarnar og í blá-svörtu myrkrinu er höfnin eins og haf af glitrandi ljósum. Hann skellti allt í einu uppúr. — Og sam- kvæmin í King's Cross — það er listamannahverfið. — Næturlífið á sér engan endi. Hún sá hann fyrir hugskotssjón- um sér í fylgd með sólbrenndri ástralskri blómarós, reikandi á milli samkvæmanna. — En hvað það hlýtur að vera dásamlegt, hrópaði hún ósjálfrátt, með munninn fullan af andasteik. Virðulegar frúr við næsta borð litu upp. Kampavínið hafði stigið henni V IKAN 11. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.