Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 44
Beztu og ódýrustu bókakaup, sem völ er á hérlendis. Xil þess að fylgjast með því, sem er að gerast í heiminum, verður þú að lesa Tímaritið ÚRVAL flyt- ur greinar í saman- þjöppuðu formi úr tíma- ritum og blöðum í öll- um heimsálfum, þar á meðal íslenzkar greinar — einvörðungu ÚR- VALS-lestrarefni, fróð- leik og skemmtan fyrir alla. í hverjum mánuði er ágrip af ÚRVALS- bók. ÚRVALSTÍMARIT eru um heim allan vinsæl- ustu tímaritin. T. d. er Reader's Digest vinsæl- asta tímarit heims, selt á hverjum mánuði í 21 milljón eintaka. 2,500 SÍÐUR Á ÁRI FYRIR AÐEINS KR. 250.- Ég undirr........ gerist áskrifandi að ÚRVALI og óska eftir að | mér verði sent blaðið mánaðarlega. Nafn: ....... Heimilisfang: E >5 □ Greiðsla fylgir. □ Vinsamlegast sendið póstkröfu sem greidd verður við móttöku. til höfuðs. Hún talaði sennilega full- hátt. — Já, heldurðu það ekki, sagði Davíð, án þess að gera hlé á frá- sögninni. — Maður getur farið í dá- samlegar bílferðir á vegum, sem liggja meðfram Kyrrahafsströnd- inni. Maður sér hina þekktu hengi- brú niðri við höfnina langt að á næturlagi, því að hún logar öll í ljósum. Hún liggur eins og hálf- máni á sjónum. Davíð talaði og tal- aði. — Náungi, sem ég þekki, hefur íbúð með svölum og útsýni yfir höfnina. — Hvaða höfn? spurði hún. — Sydney, auðvitað. — Nú já, já auðvitað, sagði hún eins og utan við sig. Húnú var farin að hata allt við- komandi Ástralíu — einkum höfn- ina í Sydney. Bara að kampavínið gæti deyft sársaukann, sem gagntók hjarta hennar. Hún elskaði hann svo heitt og svo var hann að fara burt — burt. Hún mundi sennilega aldrei sjá hann framar. Hann mundi að öll- um líkindum giftast fagurri og sól- brúnni Ástralíumeyju. Hún tæmdi glasið. — Ég held að bezt verði að bíða, þar til ég er búinn að koma mér almennilega fyrir — það ætti ekki að taka nema eina viku — svo kem- ur þú á eftir mér, og við getum gift okkur ... Hann þagnaði og brosti breitt til hennar. Hún áttaði sig ekki fyrst í stað hvað Davíð var að fara. — Gifta okkur, át hún eftir hon- um, eins og út á þekju. — Ég hef spurzt fyrir um starfs- möguleika fyrir tízkuteiknara, sagði hann — og það er mikil eftirspurn eftir hæfu fólki. Svo að ef þú kærir þig um að vinna áfram, þá stendur það til boða. — Já, en . .. byrjaði hún. — En hvað? — Þú hefur aldrei spurt mig .. . ■—■ Jæja, þá spyr ég þig núna. — Þú virðist ekki vera í miklum efa um svarið, sagði hún rólega. — Hef ég ástæðu til þess? spurði hann að lítilli stundu liðinni. •— Elskan mín, ég get ekki verið án þín. Ég gæti ekki farið án þess að vita þig koma á eftir . .. Tár rann hægt niður vanga hennar. — Hvað er þetta? Hvað er að? — Ekkert, snökti hún og leitaði ákaft að vasaklútnum sínum. — Það hlýtur að vera kampavínið. Davíð kallaði í þjón, sem gekk framhjá. — Tvo kaffi takk. — Hafið það sterkt! bætti hún við. — Segðu mér nú, sagði Davíð, — hvað þetta á að þýða. — Það er of heimskulegt til þess að tala um það, sagði hún og lét púðurdósina niður í veskið. -— Gerðu svo vel að gefa mér sígarettu. — Og mig langar til að vita, hvers vegna þú grézt, sagði Davíð blíðlega og kveikti fyrir hana í sígarettu. — Ég vil ekki segja það, að minnsta kosti ekki í bili. — Þú vissir, að ég var alltaf með hjónaband í huga, var það ekki? Þú vissir hvernig mér var innan- brjósts. Hún hristi höfuðið. — Þú sagðir aldrei neitt ... byrjaði hún. — Ég hélt ekki, að þess gerðist þörf. Ég vissi að ég elskaði þig, vissi að þú elskaðir mig. Er það ekki nóg? Hún kinkaði kolli. Hún skildi ekki almennilega, hvernig hún gat verið gripin dýpstu örvæntingu annað veifið, en í sjö- unda himni á milli. Henni gramdist í raun og veru ögn, að hún hafði ekki tækifæri til neinnar tilrauna- starfsemi „samkvæmt áætlun“. Henni fannst hálfpartinn að hún verða af einhverju. — Við skulum koma út héðan, sagði Davíð skyndilega. Við skulum finna stað, þar sem við getum ver- ið ein í fáeinar mínútur. Þjónninn kom með kaffið. — Æ, hver skollinn, sagði Davíð, — því hafði ég alveg gleymt. — Blástu á það, sagði hún hlæj- andi og skellti sjóðandi kaffinu á bollann hans. -— En flugvélin mín fer eftir hálf- tíma . . . Hann brenndi sig í tung- una. — Blása á það, segir þú ... — Hálftíma! Það lá við, að hún æpti orðið. — Hvers vegna sagðirðu það ekki fyrr? Hún stökk á fætur og æddi út úr veitingastofunni og hann á hæla henni. Þau stóðu í hreyfistiganum, sem mjakaðist milli hæða í flugstöðvar- byggingunni og höfðu ekki hug- mynd um hvað fram fór í kringum þau. Þau sáu ekki taugaóstyrka far- þegana, með hendurnar fullar af skilríkjum og vegabréfum. Bros- hýra þýzka parið, þakið myndavél- um og myndatökuútbúnaði, sem nægt hefði heilu kvikmyndatöku- félagi. Ameríska táninginn, sem hékk á foreldrum sínum. — Oj, bara, við hefðum heldur átt að fara með skipi. Það er eina ráðið til þess að hitta skemmtilegt fólk. Fólk, sem ferðast flugleiðis er svo leiðinlegt! Og bróðir hans, sem var með heims- ins ljótasta tannburstahár, og af- klæddi með augunum hverja flug- freyju, sem framhjá gekk. Davíð og hún tóku ekki eftir öllu þessu fólki, sem virtist svo önnum kafið. Það var eins og þau væru alein í byggingunni. — Ertu nú viss um, að þér verði ekki kalt? spurði Davíð og dró háls- málið á kápunni hennar saman, þeg- ar þau komu út í kulið. Hún kink- aði bara kolli. Hann hélt henni fast upp að sér, þegar þau gengu framhjá bílastæðinu og út á flug- braut, sem ekki var í notkun. Flugvélarnar drundu yfir og allt um kring. Nóttin var heiðskír og björt. -— Flýttu þér að útvega íbúð, hvíslaði hún. — Verður mitt fyrsta verk, elsk- an, sagði hann. AA - VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.