Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 45
— Heyrðu annars, viltu giftast mér? — Já, sagði hún, og hann kyssti hana. — Ég verð víst að koma þér fyr- ir í leigubíl, áður en þú lætur mig missa af flugvélinni, sagði hann andartaki síðar. Þau gengu að flug- afgreiðslunni. — Ég hefði aldrei komið henni í framkvæmd, sagði hún. — Ha, hvað ertu að segja? — „Áætluninni“ minni. — Þinni hvað? — Áætluninni, sagði hún. — Ég gerði áætlun. — Af því að þú þurft- ir aldrei að hafa neitt fyrir því að eltast við mig, af því að ég var alltaf til, þá hélt ég — þá hélt ég að — það væri þess vegna, að þú minntist aldrei á giftingu. — En elskan. Þú hlýtur að vera eitthvað verri. — Mér fannst þetta nú. Og „áætlunin" var að vera ekki alveg eins eftirgefanleg í framtíðinni. Ég ætlaði að vera „uppteknasta" stúlka í bænum. Alltaf úti, þegar þú hringdir eða í þann veginn að fara út. — Hamingjan góða, stundi Davíð. — Hamingjunni sé lof fyrir það að þú fékkst ekki tækifæri til þess að framkvæma þessa hryllilegu áætl- un. Hún hefði gert mig vitlausan. — Mig líka, sagði hún og þrýsti sér fastar að honum. ★ Ábætisréttir. Framhald af bls. 24. sleppa vanilludropunum, og 2 mat- sk. sítrónusafa og 2 matsk. safa beint úr appelsínu. Alls konar ábætissósur eða ávexti má bera með þessum búðingi. ÁVAXTA- OG EGGJAHVÍTUBLANDA. 2 eggjahvítur, % tsk. salt, 4 matsk. sykur, 2 matsk. sítrónusafi og mauk úr t. d. sveskjum, aprikósum, ban- önum, nýjum jarðarberjum eða ananas. Ef þurrkaðir ávextir eru notaðir, eins og sveskjur, eru þær lagðar í bleyti og soðnar, steinarnir teknir úr þeim og þær hrærðar þar til þær eru orðnar að mauki (gott að gera það í hrærivél). Eggjahvíturnar eru þeyttar þar til þær eru stífar en ekki þurrar, sykur og salt sett í. Sítrónusafinn og ávaxtamaukið hrært smátt og smátt saman við og þeytt þar til það er létt. Sett í litlar skálar eða glös og kælt mjög vel, eða sett í smurt mót í vatnsbað og bakað við lágan hita þar til það er stíft í miðju, eða u. þ. b. í 25 mín. Þeytt- ur rjómi borinn með eða sósa. APRIKÓSU- HRÍSGRJ ÓN ABÚÐINGUR. % bollar hrísgrjón, salt, % dós niðursoðnar aprikósur, 2 bollar vatn, 1 tsk. sítrónusafi. Sjóðið hrísgrjónin í vatninu með saltinu þar til þau eru næstum meyr, bætið þá aprikós- unum og safanum af þeim ásamt sítrónusafanum í og sjóðið í fimm mínútur. Tekið af plötunni og látið standa í 10 mín. og setjið 1 matsk. af smjöri saman við og kælið síðan vel. Borið fram tómt eða með þeytt- um rjóma. Hrísgrjónin drekka vel í sig aprikósusafann og er þetta ljúffengur ábætir. SÚKKULAÐI- BRAUÐBÚÐINGUR.. Brauðteningar (dagsgamlir) 2 bollar, mjólk 2 bollar, ósætt súkku- laði Vi bolli, smjör eða smjörlíki 1 matsk., sykur % bolli, 2 egg, salt % tsk., vanilludr. 1 tsk., saxaðar valhnetur % bolli. Brauðið skorið í smáteninga og má skorpan vera á því. Mjólk, súkkulaði, smjör og sykur sett í pott yfir lágan hita og hrært í þar til súkkulaðið er bráðnað. Eggin eru hrærð og salt sett í þau og heitri mjólkurblöndunni hellt hægt yfir eggin og hrært stanzlaust í á með- an. Vanilludroparnir, valhneturnar og brauðteningarnir hrært í og látið standa í 10 mín. Hrært aftur og sett í smurt form og bakað við lítinn hita í u. þ. b. 45 mín., eða þar til hnífur kemur hreinn út, þegar honum er stungið í miðjuna. Borið fram volgt með þessari sósu: Hrærið saman % bolla af linu smjöri og 1 bolla flórsykur. Bætið 2 matsk. af heitri mjólk í, nokkrum saltkornum og % tsk. af rommbragð- efni. Þeytið þar til sósan freyðir. BANANAPÖNNUKÖKUR. Bakið þunnar pönnukökur, smyrj- ið þær með sultu og vefjið þeim utan um einn bánana hverri. Leggið þær hlið við hlið í eldfast fat og sprautið marengs (búið til úr stíf- þeyttri eggjahvítu og 3 matsk. syk- ur í hvítuna) eftir endilangri hverri pönnuköku og bakið í ofni í 10—15 mín. Þeyttur rjómi borinn með, ef mikið er haft við. SÚRMJÓLKURFROMAGE. % 1 súrmjólk, 200 gr sykur, saft úr % sítrónu, 1 dl sherry eða ávaxta- vín, 10 bl. matarlím, 2 dl þeyttur rjómi, ber eða ávextir. Súrmjólk, sykur, sítrónusafi og sherry þeytt vel saman. Matarlímið brætt og sett í og hrært stöðugt í á meðan. Látið stífna og skreytt með þeyttum rjóma og berjum og ávöxt- um. ANANASFROMAGE. 3 egg, 60 gr sykur, 7 blöð matar- lím, Vz dl sjóðandi vatn, 1 sítróna, 2 dl rjómi, 250 gr niðursoðinn anan- as og safinn af þeim. Eggjarauðurnar hrærðar með VIKAN 11. tbl. - 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.