Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 50
astir, Scania Vabis, hefur endur- nýjað með Benz og Volvo, beint og óbeint. Keflavíkursérleyfið kaupir Benz og Volvo. Sérleyfisstöð Stein- dórs kaupir Volvo. Strætisvagnar Kópavogs kaupa Benz og Volvo. Guðmundur Jónasson kaupir Benz. Kjartan og Ingimar kaupa Benz. Þetta er lítið dæmi. Auðvitað eru til þær bílaútgerðir, sem ekki hafa enn endurnýjað með Benz og Volvo, svo sem Víkursér- leyfið, sem endurnýjaði með Bed- ford, og Selfossrútan, KÁ, sem hef- ur umboð fyrir Henchel. Vest- fjarðaleið og Landleiðir hafa punt- að upp á flota sinn með Scania Vabis, enda er ekki grunlaust um, að milli þeirra fyrirtækja og um- boðsins fyrir S.V. liggi einhver tengsl. En samt — er nú ekki kominn tími til að líta á Leyland, því ef þeir bílar eru eins góðir og af er látið, veitir okkur ekki af, hér í þessu bílanna veglausa landi. ★ Örvita þrenning. Framhald af bls. 19. öllu lokið, ekkert mundi geta kom- ið í veg fyrir að dr. Eckhardt segði eiginmanni hennar, að þau hefðu hitzt í París. Á síðustu stundu hafði hún spurt þau hvar þau héldu til í París, þau dvöldust í Athenes. Hún hugsaði um það, eins og í þoku, hvort ekki mundi gerlegt að hún heimsækti dr. Eckhardt þar og fengi hann til að heita sér því að þau hjónin minntust aldrei á þessa samfundi við nokkurn mann. Til einhverra örþrifaráða varð hún að grípa, hugsaði hún og brenndi sig á tungunni á heitri sósunni. Jæja, hugsaði hún, kannski er bezt að láta allt fara eins og fara vill. Þá er maður laus við þetta allt. Og þetta „allt“ var meðal annars matarlyktin heima í íbúðinni í Dúusseldorferstrasse, gasreikning- urinn og marrið í skóm barnfóstr- unnar. En börnin og ófrávíkjanleg umhyggja Kurts var þar fyrir utan. „Iðka Þjóðverjar enn þessar heimskulegu stúdentahólmgöngur? “ spurði Frank, sem ekki hafði tekið eftir öðru en hólmgönguörunum á andliti doktorsins. „Hvað áttu við?“ spurði hún. Hann talaði nú ensku, og hún varð að samstilla sig því. Hún veitti hon- um nána athygli á meðan hann var að greiða reikninginn. Hann var henni skyndilega framandi, eins og hún hefði aldrei heyrt hann eða séð. Og það var eins og hann væri haldinn svipaðri kennd, því að þeg- ar þau voru komin aftur út á göt- una, virtist hann ekki hafa hug- mynd um hvað gera skyldi. Og hann tók að ræða um Parísarbúa tvíræðum orðum, sem stimpluðu um leið þessa ferð hennar hingað sem hversdagslegt lauslæti. „Ég er ekki af þeirri gerð,“ sagði hún og það brá fyrir örvæntingu í röddinni. „Af hvaða gerð ertu — eða öllu fremur, af hvaða gerð ertu ekki,“ spurði hann glaðlega. Hann smeygði höndinni undir arm henni og hún var heit og þrýsti mjúklega og blítt að barmi hennar. Flýja ... hugsaði hún allt í einu skelfingu lostin. Halda heimleiðis með næstu lest, áður en nokkuð hefur gerzt. Skrifta fyrir Kurt .. . ég er ekki af þessari gerð. Nítján mörk .. . ekki get ég sagt við Frank: láttu mig hafa peninga fyrir far- miða heim, tafarlaust. Og þar að auki vil ég alls ekki flýja frá hon- um; guð einn veit hve ég er sæl og hamingjusöm ... Frank, ég elska þig, Frank ... ég er einungis svo- lítið miður mín af kvíða. Verndaðu mig, Frank; þettá er ekki eins auð- velt og þú hyggur. Það lig'gur á mér eins og farg ... og þú hefur ekki hugmynd um það; skilur það ekki. Hann stöðvaði leigubifreið og þau óku niður með Signu, síðan yfir brú og framhjá gosbrunninum á Place de la Concorde og loks voru þau komin inn í bílaröðina á leið til Champs Elysées. „Hvert erum við að fara?“ spurði hún. Til Pré Catelan í Bois,“ svaraðí Norður opnaði á einu hjarta, suður sagði tvö lauf, norður tvo tígla og suður þrjú grönd. Vestur spilaði út spaðatíu og það gaf sagnhafa tíma til þess að ná tveimur spaðaslögum, einum á hjarta, fjórum á tígul og tveimur á lauf. Allir voru sammála um það, að vestur hefði átt að spila út laufadrottningu, þrátt fyrir laufa- sögn suðurs. Komi lauf út, græðir suður ekkert á því að gefa ekki einu sinni og hann drepur því strax, tekur tígul- kóng og gefur síðan austri slag á tígulgosann. Enn kemur lauf, drepið á ásinn. Nú spilar sagnhafi tígli á ásinn í borði og spilar síðan spaða úr borði. Láti austur ásinn, er sagnhafi kom- inn með níu slagi. En láti austur lágt, fær sagnhafi slaginn og sér nú fram á níu slagi, ef austur á raunverulega spaðaásinn. Tíminn er eini erfiðleikinn. Suður hefur ekki tíma til þess að ná ní- unda slagnum. Hann getur komizt hann glaður og reifur. Og nú vissi Evelyn á samri stundu hvert hún vildi fara og hvers hún þurfti við. Það hlaut að fyrirfinnast hérna ein- hver lítil kirkja, eða kapella með fögrum, steindum gluggum, eins og litla, unaðslega kapellan, þar sem hún hafði grátið af hrifningu í brúðkaupsferðinni sinni forðum. í svipinn gat hún ekki munað hvað sú kapella hét, og þau óku stöðugt lengra; þau voru þegar komin í trjágöngin, óku framhjá tjörn með mörgum litlum bátum, svo bað Frank bílstjórann að nema staðar og bíða og hjálpaði henni út. Um leið og Evelyn gekk við hlið honum inn í skóginn, gleymdi hún óðara öllum áhyggjum. Kastaníu- trén stóðu í blóma, og heimurinn var yndislegur, þegar maður vildi á annað borð veita honum viðtöku í heild, en rígbatt sig ekki við ein- hver smáatriði. Það hafði rignt svolítið á meðan þau voru á leiðinni, en nú var kom- ið sólskin aftur, en það draup af laufinu, og járnstólarnir voru kaldir inn í borðið á hjarta, tekið tíglana og spilað spaða, en níundi slagur- inn kemur ekki fyrr en í fimmtánda slag.... allt of seint. Auðvitað er engin von til þess að fá níu slagi, ef austur og vestur skipta á spaðatíu og spaðaás, en þegar suður gerir sína spilaáætlun má hann ekki hugsa sér neitt svo sorglegt. Hans eini möguleiki er að legan í spilinu sé hagkvæm. í öðrum slag á suður að spila tígulsjö og svína tíunni; gosinn drep- ur og lauf kemur til baka. Suður drepur, spilar tígulfimmi og svínar níunni. Spaða er spilað, suður drep- ur, tígulkóng er spilað og drepið á ásinn. Öðrum spaða er spilað og suð- ur hefur níu slagi örugga. „Já, ég veit“. Vestur getur eyði- lagt allt með því að láta tígul- drottninguna í seinni tígulslaginn, en hvernig getur hann vitað að suð- ur á tígulkónginn, en ekki makker hans? Alliir á hættu, Norður gefur. A i 6-3-2 > t A-G-4-3 4 A-10-9-4-3 4 . 8 10-8-7 N A A-G-9-2 D-9-8 y K-7-5 D-8-2 V A ♦ G-6 D-G-10-2 S * 9-6-5-3 A K-D-4 V 10-6-2 + K-7-5 * A-K-7-4 og rakir. Evelyn virti fyrir sér munn Franks meðan hann þagði; það var fallegasti munnur, sem hún hafði nokkurn tíma séð. Línan við munnvikin sterk og þrungin festu, sem fyllti Evelyn hrifningu og að- dáun. Einungis það hvernig jakka- barmur hans bærðist við hvert and- artak, hafði á hana sérstök áhrif. Hún óskaði þess, heitt og ákaft, að hún gæti þrengt sér inn í hann eins og læst fylgsni, lokaða skel. Hún bað hann að segja sér eitt- hvað af högum sínum, og það var ekki laust við að hún færi hjá sér, þegar hún fór þess á leit. „Því þá það?“ spurði hann. „Það er ekki á neinn hátt forvitnilegt; hversdagslega er lif mitt öldungis eins og Bandaríkjamanna yfirleitt. Hvað langar þig til að vita? Öll smáatriði? Forvitin eins og krakki? Jæja, ég drekk appelsínusafa á hverjum morgni; það er siður, sem enn er allt of lítið þekktur hér í Evrópu, en því heiti ég, að ég skal venja fólk hérna á hann, áður en langt um líður. Svo tek ég mér far með lestinni til New York, þar sem ég hef skrifstofur — það tæki mig of langan tíma að aka þangað í bíl, en við búum úti á Long Island. Hvernig þar er umhorfs? Svipað og á Bretlandi, ef þú þekkir eitthvað til þar. f skrifstofunni; þú hlýtur að vita hvernig skrifstofur líta út, og þær eru allar eins — alls konar töflur á veggjunum, skrifborð, póst- urinn, bréf til undirritunar og annað þessháttar. Og þar situr dreki einn, sem hefur gætur á mér, ungfrú Mitchell, einkaritarinn minn. Þarna dvelst ég sem sagt daglangt, og reyni að selja fólki appelsínur." Hann kveikti sér í sígarettu, horfði út yfir engin og virtist leita í huga sér að einhverju, sem væri frásagnarvert. Evelyn reyndi að gera sér í hugarlund hvernig um- horfs væri í skrifstofunni hans, og hvernig einkaritari hans væri útlits, en tókst það ekki. „Ég á tvo hunda,“ mælti Frank enn. „Lítinn, skozkan grafhund, skrýtinn og skemmtilegan, og stór- an, danskan hund. Ég á líka hesta, en þeir eru á sveitabýlinu mínu í Carolína, í Suðurríkjunum, skil- urðu. Þú ættir einhvern tíma að koma þangað; heimsækja mig um jólin, þú mundir áreiðanlega hafa gaman af því ...“ Evelyn kinkaði kolli, eins og hún þægi þetta fráleita heimboð, og það var eins og Frank fyndist það ekki nema sjálfsagt, að Droste dómari og frú hans brygðu sér sem snöggv- ast til Suðurríkjanna. „Þegar ég fer þangað, er alltaf hópur kunningja minna í för með mér, skilurðu. Við skemmtum okk- ur við veiðar, og förum ríðandi um nágrennið, og um jólin koma negr- arnir ríðandi hvaðanæva, kveikja stórt bál skammt frá húsinu og sitja umhverfis það alla nýársnóttina og syngja. Þeir syngja ákaflega vel, skilurðu, og á jólanóttina klukkan tólf fer allt fólk á hestbak og þeys- ir um skógana yfir stokka og steina. Ég uni mér ákaflega vel þar syðra, og ég geri ráð fyrir að ég setjist gQ - VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.