Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 51
 H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stærðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. Frystikistur, 2 stœrðir 1501 og 3001.— fyr ir heimili, uerzlanir og ueitingahús. þar að fyrir fullt og allt þegar ég gerist gamall. Húsið er ákaflega stórt; afi og amma reistu það, í landnámsstíl með hvítum súlum nieðfram framhliðinni og í garðin- um eru mikil og forn eikartré. Magnolíulundirnir standa í fullum blóma á vorin, en þá er ekki þorandi að ganga nálægt þeim — þá er krökkt þar af skellinöðrum." Hann þagði um hríð og Evelyn virti fyrir sér vangasvip hans. Þetta kallaði hann hversdagslegt, en henni fannst það aftur á móti svo sevintýralegt, að hún stóð á önd- inni á meðan hann sagði frá. Fram- andlegur maður, ótrúlega framand- legur maður . . „Á vorin dvelzt ég yfirleitt í Santa Barbara. Þú veizt hvar það er, auðvitað. Lítill afkimi í Kali- forníu, út við Kyrrahafsströndina, yndislegur staður. Amma mín býr þar enn, ævagömul, nærri sjötíu og fimm ára, ósvikin senoríta. Þegar ég vil koma mér vel við hana, verð ég að tala spænsku. Ég tala lélega spænsku, enn lakari en frönskuna. Húsið er að öllu leyti spænskt; eitt af elztu byggingunum í Santa Barbara; há og mikil dyraþrep, stór- ar svalir og verönd. Mér þótti ákaf- lega mikið til þess koma að dveljast bar, þegar ég var unglingur; man greinilega að amma fór í spænsku stássfötin á hátíðum, bar mantillu °g stóran kamb í hárinu og allt það, °g svo var sungið á kvöldin. En nú kem ég þangað eingöngu fyrir nauð- syn; ég verð að líta eftir appelsínu- ekrunum og annast viðskiptin. Skrýtið — faðir minn var brezkur í húð 0g hár, hafði ekki tekið neitt nð arfi frá móður sinni, en svo er ég aftur á móti beggja blands.“ Hann horfði hugsi á hendur sér. Hörund þeirra var brúngullið, og Evelyn veittist erfitt að stilla sig um að kyssa þessar hendur; hún hafði kysst þær nokkrum sinnum og hann hafði alltaf orðið vand- ræðalegur á svipinn. „Hvernig hefurðu farið með fing- urinn?“ spurði hún og benti á vísi- fingur vinstri handar. „Minjar um styrjöldina,“ svaraði hann. „Aflsinin skarst sundur, en það bagar mig ekki að heitið geti. Ég tók þátt í styrjöldinni sem flug- maður og seinna var ég túlkur. Nú tala allir um frið, skilurðu, og vit- anlega eru styrjaldir eingöngu til bölvunar, þegar öllu er á botninn hvolft. En sumum geta þær orðið lærdómsríkar — ég iðrast ekki, að ég tók þátt í styrjöldinni. Það er í rauninni skömm að því, að ég skuli hafa lagt flugið á hilluna; einu sinni hafði ég hugsað mér að gera mér það að ævistarfi. Ég var um skeið í Kína og aðstoðaði við að koma á fyrstu áætlunarflugferðunum. Einhvern tíma ættir þú að koma með mér til Kína. Ég fer þangað venju- lega annaðhvort ár. Þú hefðir áreið- anlega gaman af því. Shanghai, því- lík borg — hamingjan góða. Jæja, eins og stendur er ég á kafi í apelsínum, sem enginn vill kaupa.“ „Og svo á ég tilraunaekrur í Sacramentodalnum, þar sem ég vinn að kynbótum á appelsínum. Og þeg- ar mér hefur svo tekizt að framleiða eins góðar appelsínur, og ég hef ásett mér ...“ Og þannig hélt hann áfram frá- sögn sinni, og það var eins og allur heimurinn væri fólginn í orðum hans, og samt sem áður var þetta allt eins og eðlilegt og barn segði frá. Evelyn spurði, og tókst að fá hann til að segja frá ýmsu, en engu að síður reyndist henni ógerlegt að gera sér nokkra heildarmynd, sam- kvæmt frásögninni. Allt var svo yfirgripsmikið, líkast því sem horft væri gegnum örlitla rifu á múr út yfir vítt og mikið landsvæði. Gasreikningurinn, hugsaði hún kaldhæðnislega. Diisseldorferstrasse. Starfsemi Kurts dómara. Hún heyrði þurrar ræskingar hans í eyrum sér, en henni var ekki nokkur leið að muna andlit hans. Og þó hafði hún verið gift honum í sjö ár. Hugur hennar leitaði óðara aftur til Franks. Hún unni honum heilshugar. Unni honum heitt og innilega. Hún snart hinn hálflamaða fing- ur hans gómum sínum. Þráði að Frank tæki hana í faðm sér og kyssti hana, en því varð ekki við komið hér. Hún tók sígarettuna úr munni hans og saug að sér reykinn þrívegis. Hann virti þessa ástarjátn- ingu hennar fyrir sér með undrun í svip. „Þú hefur hvarmhár eins og at- vinnuelskhugi,“ sagði hún hæðnis- lega. Hann virtist ekki heyra það. Var með allan hugann hjá appelsín- unum sínum. „Ef þær væru aðeins lítið eitt súr- ari,“ sagði hann þungt hugsi. Evelyn fannst sem hann hefði leynt því, sem mestu varðaði um sjálfan hann. Og hún varp þungt öndinni. „Og svo eru það konurnar,“ sagði hún. Það lét ekki í eyrum sem spurning, öllu fremur sem fullyrð- ing. Hann bar ekki heldur neitt á móti því. Leit á hana og viðurkenndi það eins og ekkert væri. Evelyn sá það í svip hans, að honum varð ekki hugsað um konur, heldur um eina conu, og það vakti með henni sárs- auka. Hún starði á hann. „Ein kona?“ Hann hikaði við nokkurt andartak, en sagði síðan „já“. Eve- lyn greindi örlitla spegilmynd af sjálfri sér í sjáöldrum hans. Þótt hún fyndi enn sársaukann, létti henni við, að hann skyldi segja allan sannleikann. „Þú átt líka eiginmann," sagði Frank; það lét barnalega í eyrum, en um leið hvarf henni allur sárs- auki og hún fann huga sinn fyllast fögnuði — henni varð Ijóst að hann var afbrýðisamur; einnig hann. „Veit maðurinn þinn að þú fórst til Parísar?“ spurði hann. Þetta var svo undarleg og gersamlega f jarstæð spurning að Evelyn hafði ekki hug- mynd um hverju hún skyldi svara. ,,Já,“ svaraði hún að lokum, þrá- kelknislega og storkandi. Hún fann kuldahroll fara um sig, og hún hafði enn þessa gæsahúð, sem hún hafði fengið þegar hann viðurkenndi að það væru aðrar kon- ur — ein kona. Það hafði vaknað með henni brennandi löngun til að vita eitthvað meira um þessa einu konu. En þetta var eitt af því, sem ekki var þorandi að minnast á. Það var sama sagan; fólk talaði alltaf um aukaatriðin en forðaðist að ræða það, sem mestu máli skipti. Hún fann að Frank lagði höndina ofan á hendi hennar á borðinu, og henni var orðið kalt í haustkulinu og af allri afbrýðiseminni og á- hyggjunum. Það var vernd, traust, varmi og ást í þessari snertingu, sem var mjúk og blíð. Það lá enn þokuslæða yfir enginu og angan úr votu grasinu, og tvær telpur hlupu í eltingarleik yfir garðstíg- inn. Frh. í næsta blaði. VIKAN 11. tbl. -

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.