Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 20
12. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Ég vona að Clara litla verði ekki vot í fæturna, hugsaði Evelyn allt í einu. Þessi hugsun var hreinasta fjarstæða eins og á stóð, þegar hún fann ylinn af hendi Franks og allt féll í ljúfa löð. Clara mundi aldrei verða vot í fæturna á meðan barn- fóstran réði ríkjum í Diisseldorfer- strasse. í einni andrá stóð allt henni fyrir hugskotssjónum, barnaher- bergið, vermihússylurinn kringum rúm Litlabróður, anganin, snerting- in. Með ljúfsárri kennd varð henni ljóst að hún þráði Litlabróður af öllum sínum líkama. Þessi litli, að- gangsmikli drengur hafði sogið brjóst hennar í sex mánuði, unz hún þoldi það ekki lengur, en engu að síður fann hún að hin líkamlegu tengsl milli þeirra voru órofin. Þetta getur ekki átt sér stað, hugs- aði hún. Það er ekki satt að ég hafi hlaupizt á brott frá börnunum; það getur ekki átt sér stað að ég sitji hjá framandi manni hérna í París, mig hlýtur að vera að dreyma; eftir andartak vekur Kurt mig og fer að þrefa um gasreikninginn. Og svo raunveruleg varð henni þessi hug- mynd um drauminn, að hún lokaði augunum ósjálfrátt og hallaði höfð- inu aftur á bak, að svæflinum. Þegar hún opnaði augun aftur og leit Frank, eins og hún kæmi úr langri ferð, greindi hún eitthvað nýtt í svip hans; það var eins og hulu hefði verið svipt frá og hún sæi óhindrað inn í sál hans. „Nú er þér orðið hlýtt á hend- inni,“ mælti hann blíðlega. Og hann bætti við eftir andartaks þögn: „Viltu leggja hana aftur við hjarta mér?“ Hef ég einhvern tíma gert það? spurði hún sjálfa sig og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Og henni fannst sem ást hennar hefði vaknað til fulls í þeirri sömu andrá og hann mælti þessi orð, og að það væri fyrst nú, sem hann elskaði hana. Hún gat ekki losað sig að fullu úr viðjum draumsins. Þannig varð allt fjarlægt og þokukennt í hugsun hennar áður en hún féll í yfirlið. Ég má ekki missa meðvitundina, hugsaði hún, og það dugði. Frank hafði greitt veitingarnar og leiddi hana á brott á milli borð- anna, framhjá skógarhúsinu og út á bílastæðið. Þau settust inn í bíl. Allt þetta ótrúlega ástarævintýri einkenndist af leigubílum. Þú ættir að koma með mér til Kína, hafði Frank sagt. Þú ættir að koma til Carolina. Það voru dásamleg fyrir- heit fólgin í þessum orðum. Það er undarlegt, hugsaði Evelyn, hve allt, sem sagt er af ást, veitir manni inni- lega hamingju. Hún hagræddi sér í óþægilegu aftursætinu. „Er þá ekki kominn tími til að við höldum heim í gistihúsið?“ spurði Frank um leið og hann settist hjá henni. Og Evelyn hrökk upp af regn- bogaljómahugsunum sínum; vaknaði til hins hrjúfa og kalda raunveru- leika. Nei, hugsaði hún skelfingu lost- in. Nei, ekki það. Hún sá fyrir hug- skotssjónum sínum snjáð og óhreint veggfóðrið í gistihúsherberginu. „Nei, ég verð að koma við í Sainte Chapelle,“ sagði hún. Skelf- ingin og sjálfheldan höfðu allt í einu vakið þetta nafn af djúpi gleymsk- unnar. Marglitar rúður — og enn einn stundarfrestur. Evelyn furðaði á sjálfri sér og hún var óánægð með sjálfa sig. Hún hafði þráð Frank af öllum sínum líkama, en fór nú öll hjá sér, köld og þögul, í hvert skipti sem hann vildi nálgast hana. Hann varð germjulegur á svipinn; móðgaður, og vafalaust hafði hann fyllsta rétt til þess. Þau óku þegjandi þá leið, sem hún sagði bílstjóranum. Evelyn starði á hendur sínar í hvítum hönzkunum, sem lágu í skauti hennar eins og leikfang, sem lagt hafði verið til hliðar. Frank lét þær í friði, hann sat og reykti. Ef ég aðeins gæti talað við hann á þýzku, hugsaði Evelyn biðjandi. Maður verður svo fljótlega þreyttur, þegar maður leitar sambands við annan á framandi máli, auk þess sem hún skildi ekki heldur til hlítar það, sem hann sagði. Og loks mundi hún verða tilneydd að biðja hann um peninga fyrir fargjaldinu heim; það lagðist á hana eins og farg. Henni varð litið á armbandsúrið, klukkan var farin að ganga átta, og hún reyndi að reikna út hve lang- an tíma þau ættu enn fyrir sér. „Hvenær kem ég aftur heim til Berlínar?" spurði hún lágt og dá- lítið feimnislega. Það var eins og Frank hefði verið að hugsa um appelsínurnar. „Allt í lagi með það,“ svaraði hann hæversklega. „Með flugvélinni í fyrramálið, klukkan hálfellefu. Ég hef pantað farmiðana. Þeir bíða áreiðanlega heima í gistihúsinu, þeg- ar þangað kemur.“ „Þakka þér fyrir.“ Hann leit brosandi til hennar. „Ekki að hugsa um morgundag- inn,“ sagði hann og það var blíða og nærgætni í röddinni. Bíllinn nam staðar. Það sýndi sig, að þessi hugdetta hennar að koma við í Sainte Chap- elle átti ekki sem bezt við. Minn- ingin um Kurt sveif undir hvelfing- unni og umhverfis gluggarúðurnar. Þarna höfðu þau staðið, hún og Kurt, og hrifizt í sameiningu af tiginni og hreinni kyrrðinni, sem þarna ríkti. Henni hafði tekizt að má mynd hans svo gersamlega út í huga sér að undanförnu, að henni brá, þegar hún stóð andspænis henni aftur í tærum bláma kapell- unnar. Hvers vegna get ég ekki snú- ið mér til. Kurts og sagt honum hreinskilnislega hvað gerzt hefur, hugsaði hún. Kannski gæti hann skilið það og skýrt. Sem snöggvast var eins og henni þætti það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að Kurt yrði reiðubúinn að hugga hana, þeg- ar hún kæmi yfirkomin af harmi eftir að hafa kvatt Frank. Það var eins og heiðljóminn þarna inni og hið óviðjafnanlega samræmi vektu þá hugsun með henni. En þannig var því ekki farið í heimi hér. Brot úr andrá sá hún sjálfa sig, stand- andi á milli þessara tveggja manna, sem héldu hvor sína leið og höfðu ekki minnstu hugmynd um þá tog- streitu, sem átti sér stað í sál henn- ar. Nei, hugsaði hún og lokaði sig inni í perlumóðurskel sinni. Frank hafði staðið þögull að baki henni í blámóðu hvelfingarinnar, en nú gekk hann skrefi nær henni. Evelyn sneri sér enn einu sinni frá honum og starði á rúðurnar og veggina, eins og hún vænti sér að- stoðar frá þeim, og hann beið. Þá gerðist það, að hún fann allt í einu heitan straum frá honum fara um sig alla, eins og hún stæði í grennd við brennandi hús. Það fór titringur um hana, ofursterk og of- urheit kennd, sem hreif líkama hennar og sál skilyrðislaust sér á vald. Það var einmitt þetta, sem hún hafði beðið eftir — fúsleikinn, und- irgefnin, fullkomnun viljans. Hún sneri sér að honum og augu þeirra mættust — og í fyrsta skipti frá því er kynni þeirra hófust, fann hún að hugsanir þeirra og tilfinningar voru samstilltar. „Ég vil gjarna sofa hjá þér,“ hugs- aði hún á þýzku, og varð að þýða það yfir á frönskuna, áður en hún sagði það. Þegar þau sátu í bílnum á leiðinni heim að gistihúsinu, gerði Kurt enn einu sinni vart við sig, en einungis sem óljós og veikur skuggi, sem henni veittist auðvelt að hrekja á brott. Föstudagur: eiginmaðurinn. Þegar landsyfirréttardómarinn til- kynnti að ekkjan Ohnhausen yrði kölluð sem vitni, vakti það kurr í réttinum. Hinn opinberi saksóknari fór hörðum orðum um hve meðferð málsins væri stöðugt dregin á lang- inn; það sló bliki á einglyrni hans og röddin brast, og það gerði hann enn reiðari. Og nú gerðist það ein- * kennilega, að verjandinn snerist í lið með saksóknaranum. Það var engu líkara en hann mundi kafna, „ ef hann yrði tilneyddur að draga það enn um hríð að flytja þá miklu varnarræðu, sem hann hafði fyrir löngu síðan lokið við að semja. Rupp dró bláan klút upp úr vasa sínum og þerraði svitann af andliti sér; kona hans sat með opinn munn- inn og starði á hendur sínar í skauti sér, og svipur hennar minnti á dauf- dumba. Droste dómari leit út yfir salinn og varð þess var að hendur sínar titruðu lítið eitt. Andrúmsloftið inni þar var þrung- ið annarlegri spennu; fyrir andar- taki síðan hafði þingforsetinn tekið sér sæti á hinum litlu svölum yfir dyrunum og var dómforseti hæsta- 2Q — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.