Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 21
„ÉG VIL GJARNAN SOFA HJÁ ÞÉR“ SAGÐI HÚN. réttar í fylgd með honum og það var auðséð, að þeir höfðu í hyggju að fylgjast með réttarhöldunum. Droste vissi hvað það þýddi; senni- lega hafði einhver orðrómur borizt þe'im háu herrum til eyrna um það, að hann drægi yfirheyrslurnar í máli þessu á langinn úr hófi fram. Hinn opinberi saksóknari var kvæntur stjúpsystur þingforsetans, svo það var næsta auðvelt að leggja sman tvo og tvo. Það var í rauninni ekki sem heppilegast, að málsmeð- ferðin gat ekki eingöngu haft úr- slitaþýðingu fyrir örlög hins ákærða, heldur og örlög sjálfs dómarans. Sérhvert mál hafði sína þýðingu fyrir dómarann — sigur eða ósigur; frama, hækkuð laun, nafnbætur og heiður, eða þá hið gagnstæða. Það kemur allt út á eitt, hugsaði Droste þrákelknislega. Ég veit ósköp vel að ég er alltof nákvæmur og smámunasamur, heldur hvimleiður sérvitringur. En það er nú einu sinni mín aðferð til að fá úr því skorið hvað er satt og rétt. Þeir í blaðamannastúlkunni tóku að geispa og ósjálfrátt tóku kvið- dómendurnir óðar undir við þá. Hafi svo ekkjufrú Ohnhausen ekkert það fram að færa, sem varpað getur nýju ljósi á málið, sit ég þokkalega í því, hugsaði Droste dóm- ari með nokkrum ugg. Það var ein- hver ókyrrð í hinum fámenna á- heyrendahópi, eins og þegar steini hefur verið kastað í vatn og hring- gárarnir breiðast út um yfirborðið í allar áttir. „Við höfum eytt tímanum gegnd- arlaust í rannsókn á smávægilegum aukaatriðum," heyrði hann saksókn- arann segja. „Ég er þess fullviss, að kviðdómendurnir hafa fyrir löngu síðan komizt að þeirri augljósu nið- urstöðu, að hin ákærða hafi gerzt sek um morð. Við sóum tíman- um ...“ „Ég áminni saksóknarann um að það er ekki í hans verkahring að skera úr um það, hvort um morð eða manndráp sé að ræða,“ greip Droste dómari vélrænt fram í. Hann hafði sér til mikils hugarléttis kom- ið auga á rauðu kápuna hennar Maríönnu í hópi áheyrendanna. Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.