Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 22
Eftir það kom, að því er áhorf- endum virtist, endalaus röð kvenna- búrsstúlkna, eins og vofur úr for- tíð Bens Purnell, og allar ófu þær nýja þræði í þann vef, sem sannaði sekt hans. „Þgear ég loks tók í mig kjark, til þess að segja móður minni frá þessu, lét hún mig sverja það við biblíuna," sagði Hilda Pritchard. „Svo dró hún mig með sér til þess að leita að honum.“ „Ég var aðeins fjórtán ára, þegar hann fór fyrst með mig inn í Shiloh,“ rifjaði Irene, systir hennar, upp. „Það var strax eftir messu, hann hafði lokið við að halda ræðuna." „Hvenær sem einhver dó, var sagt að hann hefði verið slæmur,“ sagði Dorothy Wade. „Þegar móðir mín dó, mátti enginn snerta við henni í viku, svo að ekki væri hætta á að neinn smitaðist af hinu illa. Stúlka, sem ég þekkti, var lengi útskúfuð fyrir að snerta lík föður síns.“ „Við létum allt af hendi við inn- gönguna," sagði Eliza Bamford. „Meira að segja giftingarhringana okkar.“ Hún hafði nú loks ákveðið að standa með dóttur sinni og segja sannleikann. „Ég varð að gangast undir blóðhreinsunina strax í byrj- un. En samt gat ég ekki trúað því, þegar stúlkurnar mínar sögðu mér fyrst frá því. Guð minn góður! Ruth, sem var fædd þar! Benjamín kon- ungur sá hana daginn sem hún fædd- ist og þekkti hana frá því að hún var barn. Hún var aðeins fjórtán ára þegar þetta gerðist. Ég gat ekki trúað því. Hvernig gat hann gert þetta?“ „Mary drottning sagði mér að reyna að muna eftir nafni einhvers pilts sem ég ætti svo að giftast,“ sagði Ruth Bamford. „Þá sagði ég loks: Allt í lagi, ég man eftir Francis Thorpe!“ Hún eldroðnaði og lét mig í friði eftir það.“ „Ég heyrði einhvern veina og hljóp að dyrunum,” sagði Glay Bamford. „Um leið og ég kom, var Cora Moon- ey að koma út með rakhnífsólina. Ég spurði hvað væri að. Hún sagði: „Eliza Murphy var að ljúga aftur upp á Benjamín!“ „í fyrsta skipti og hann reyndi það, lamdi ég hann og sparkaði í magann á honum,“ sagði Ione Smith. „En hann hló aðeins. Hann sagði, að það mundi enda með því, að ég kæmi til hans. Eftir þetta vildi eng- inn tala við mig. Engin af stúlkun- um, sem ég hafði leikið mér við — ekki ein einasta! Hvar sem ég var, leit fólk í aðra átt, þegar það mætti mér. Ég var ekki nema fjórtán ára og gat ekki þolað að allir litu á mig sem eitthvert óhræsi. Loks fannst mér, að ekkert gæti verið verra en þetta, svo að ég fór til hans, eins og hann hafði sagt að ég mundi gera.“ „Ég vann í nýlendunni í tíu ár,“ sagði Emil Rosetti. „Þegar ég fór, fékk ég tíu dollara — einn dollara fyrir hvert ár!“ „Ester Johnson og ég skoðuðum allan póst, sem kom, og einnig þau bréf, sem voru send frá nýlend- unni,“ sagði Edith Meldrum. „Þau seytján ár, sem ég dvaldi í Húsi Davíðs", sagði móðir hennar „fékk ég fatnað fyrir um það bil fimmtán dollara.“ „Stundum las hann úr guðsorða- bókum fyrir okkur á kvöldin", sagði Estelle Mills. „En stundum las hann klámsögur og hló þá eins og brjál- aður.“ „Maðurinn minn hélt að það væri mér að kenna,“ sagði Edith Clark. „En áhrifin af að lifa í þessu um- hverfi urðu óhjákvæmilega þau, að maður varð viss um að allt, sem Benjamín konungur gerði væri rétt og að mesta synd, sem hægt væri að drýgja væri að óhlýðnast hon- um.“ „Margir í nýlendunni baktöluðu okkur og báru vitni gegn okkur við yfirheyrslur," sagði Augusta Fortney. „Ef kona varð ófrísk, meira að segja þótt hún væri gift, var hún rekin úr söfnuðinum fyrir að brjóta hreinleikalögin“, sagði Etidorphia Moore. „En ég var ekki látin fara, þegar María fæddist, því að Benja- mín konungur vissi að það var hans barn. Hann kallaði þetta því mey- fæðingu, nefndi hana sólskinsbarn- ið og sagði að hún væri send þeim frá himnum." Verjandinn sá fram á tapaða or- ustu, og reyndi að grípa í þetta hálmstrá. „Dóttir yðar hefur rauðgult hár, er það ekki? Sama háralit og þið hjónin bæði. En hár Benjamíns Purnell var svart. Ætlið þér að telja okkur trú um......“ „Hár Benjamíns bar sama lit og Maríu. Hann litaði það svart. Allir vita það.“ Þann tuttugasta og annan júní var síðasta vitni Michigan ríkis kallað fram. Það var Bessie Daniels, sem hafði vísað lögreglunni á felustað Benjamíns. Hún sagði frá síðustu veldisdögum hans — eins og Angel- ina hafði sagt frá fyrstu fullorðins- árum hans fyrsta dag réttarhald- anna. Síðan var rétti slitið. William Barnard hafði sagt blaða- mönnum, að fyrir hvert vitni í ísra- elssöfnuðinum, sem vitnaði gegn Ben Purnell, gæti hann komið með sex, sem væru reiðubúin að sverja, að hann væri heilagur maður. Hann stóð við orð sín. Hann byrjaði varn- arræðu sína með því að lýsa öllum þeim, sem vitnuðu gegn Benjamín, sem vandræðamönnum, sem ekki hefðu verið færir um að standast þær háu kröfur, sem Ben konungur hafði gert til þegna sinna. Hann sagði, að þetta væri fólk, sem vildi láta skipta upp eignum Húss Davíðs í von um góðan ágóðahluta. Hann leiddi fram fjölda óbreyttra borgara í Benton Harbor, sem voru mótfallnir því að nýlendan yrði leyst upp. Hann réðist harkalega á saksóknarann, lögregluna og dagblöðin, síðan kall- aði hann á langa röð ísraelsmanna í vitnastólinn. Óbreytt og einfalt safnaðarfólk varð ágæt vitni, því það trúði sjálft því, sem það sagði. Öll þau brögð, sem Ben Purnell hafði lært á aldar- fjórðungsvaldatímabili, voru notuð til hins ýtrasta til þess að bjarga konungsríkinu. Þegnar hans gengu eins langt og þeir sáu sér fært, til þess að sverta stúlkurnar, sem vitn- 22 “ VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.