Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 29
r r TRIUMPH HERALD 1200 SAL00N Véi: 43 ha BHP, 4 strokka, 1147 cc, borvídd 69.3 mm, slaglengd 76 mm. Vatnskæld, liggur framan í. Rafkerfi 12 volt. Fjögurra gíra kassi, samhæfður í 2., 3., 4. Drif á afturhjólum. Lengd 3,89 m, breidd 1,53 m, hæð 1,32 m. Hæð undir kúlu 17 cm. Beygjuradíus 3,7 m. Þyngd 810 kg. Hjólastærð 520x13. Viðbragð 0—80 km 17 sec. Hámarkshraði 122—126 km. Eyðsla líklega 8—9 I pr. 100 km. Verð kr. 147.000,00. Umb.: Almenna verzlunarfélagið, Reykjavík. Þetta er fjögurra manna bíll, yfirlætislaus Triumph Herald Saloon er fyrst og fremst bíll fyrir þá, sem hafa gaman af skemmtilegum eiginleikum. Útlit bílsins að innan undirstrikar það, hvers konar bíll Triumph er. Xriumph Herald Saloon hefur frísklegar og nokkuð hvassar línur. Það var ítalskur teiknari, sem réði útlitinu. og rennilegur, minnir einna helzt á sportbíl í útliti. Og sömu tilfinninguna fær maður undir stýri. Framsætin eru tveir stólar, sem maður getur stillt eftir fótalengd sinni. Það er ekki víst, að farþegarnir í aftursætinu séu ánægðir, ef sætin eru eins aftarlega og hægt er að koma þeim, en sé meðalmaður í framsætinu, er þokkalegt rúm aftur í. Bekkurinn í aftursætinu gefur góð- an stuðning við lærin, en bakið býður ekki upp á nein sérstök þægindi. Kúpan í gólfinu fyrir drifskaftið er sérlega há og mikil og væri til óþæginda í aftursætinu, ef það væri ætlað fyrir þrjá, en til þess er bekkurinn ekki nógu breiður, þótt axlarýmið, sem mestu máli skiptir, sé meira en í mörgum bílum, sem skráðir eru fyrir þrjá aftur í. Ég tók við stýrinu á Skúlagötu við Snorra- braut. Uppi við Rauðarárstíg þótti mér hæfi- legt að skipta í annan gír og sté á kúplinguna, með þeim árangri, að bíllinn snarstanzaði. Fót- pedalarnir eru svo langt til vinstri, að bremsan er þar, sem maður býst við kúplingunni, og svo þröngt, að hafa verður gát, til þess að stíga ekki á tvo í einu. Þetta er þó ekki til baga, þegar maður hefur áttað sig á því, þótt það sé óþægilegt í fyrstu. Undir húddinu hafa þeir beizlað 43 hesta. Svipað og í öðrum bílum af þessum stærðar- flokki. En þessi fákar eru viljugri en gerist í mörgum hliðstæðum bílum, og á gírkassinn auðvitað sinn þátt í því. Hann er annars tals- vert skemmtilegur. Gírstöngin er í gólfinu, stutt og svarar vel í fyrsta og annan, en fyrir óvana er þriðji gírinn helzt til langt í burtu, og fjórða gírinn sættist ég aldrei almennilega við. Þó mætti segja mér, að með okkur hefði tekizt vinátta góð, hefði ég verið með bílinn svo sem einn dag heilan. 2., 3., 4. gír eru samstilltir, en ekki 1. gírinn. Eins og áður er sagt, minnir þessi bíll tals- vert á sportbíl. Hann er allur stinnur og frekar harður, — svo harður, að þeim sem óvanir eru sportbílum, þykir hann líklega hastur, þegar kemur út á vegina. Þó tekur hann holur furðu vel og hefur ekki ofnæmi fyrir öldóttum veg- um — þar sem hæðir og lægðir skiptast ört á ■— er vel stöðugur. 80 kílómetrar finnst manni notalegur hraði utan við bæinn, og til þess að halda þeim hraða, þarf ekki nema rétt að halda við benzíngjöfina — sem reyndar er allt of kvik. Bremsurnar eru ekkert sérstakar — rétt í meðallagi, maður veitir þeim enga athygli, hvorki fyrir ágæti þeirra eða hitt. Handbrems- an tekur út í hjólin og er því örugg, en hand- fangið, sem er milli sætanna, fer langleiðina upp undir holhöndina á manni þegar maður setur í handbremsu. Stýrið er mjög nákvæmt og þægilega stinnt í akstri, og það fer vel um mann undir stýri á Triumph Herald. Stýris- hjólið sjálft fer vel í hendi, en ég kysi heldur að hafa flautuhring, sem maður næði til án þess að sleppa stýrinu, en að þurfa að sleppa annarri höndinni til að styðja á flautuna í miðju stýrinu. Flautan sjálf er líka allt of lágvær. Mótorinn liggur framan í og drifið er á aftur- Framhald á bls. 48 VIKAN ogtaeknin FYESTA FISKLÖNDUN- AR-SOGDÆLAN Véla- og tæknifyrirtæki eitt í Amsterdam hef- ur fyrir skömmu lokið smiði fisklöndunarsog- dælu, sem þegar hefur verið tekin í notkun og gefur mjög góða raun. Segja framámenn fyrir- tækisins að löndunarsogdælan sé árangurinn af 2Y2 ár rannsókn og tilraunum. Með sogdælunni er unnt að landa nýjum fiski, og þá vitanlega lika sildinni, og er ekki einungis að það sé mun betri meðferð á fisk- inum en hann sætir við þær löndunaraðferðir, sem nú tiðkast — að því er hollenzkir sérfræð- ingar segja -—heldur eru afköstin mun meiri, eða hvorki meira né minna en 60 smálestir af fiski á klukkustund. Löndunin fer þannig fram: Loftstraumur sýgur fiskinn upp i gegnum sogstút, úr lestinni og um víðar pípur upp í geymi, sem stendur á háum trönum á bryggj- unni. Neðan á geymi þessum er tregt með vél- stýrðri loku, og aka flutningabílarnir undir trektina, en trönur þessar er auðvelt að flytja úr stað og hagræða eftir aðstæðum. Loftsogið er myndað af loftdælu, sem knýja má livort eð vill með rafmagni, rafhreyfli, benzín- eða dieselhreyfli. Kostirnir, sem þessi nýja löndunaraðferð liefur fram yfir eldri aðferðir eru meðal ann- ars þessir: 1. Elckert lýsis- eða eggjahvitutap. 2. Fiskurinn skaddast stórum minna. 3. Sparar vinnukraft. 4. Hvorki hjól, reimar né aðrir lireyfihlut- ir, sem komast í snertingu við fisk, sjó eða vatn, og þvi ekki um neina bilunar arhættu vegna slits að ræða. Sérfræðingar fiskiðnaðar-eftirlitsstofnunar- innar, T.N.O., hafa rannsakað hugsanlegar skemmdir á fiskinum við þessa löndunaraðferð, meðal annars vegna þrýstingsins á innyflin i holi fisksins. Leiddi athugun þeirra í ljós að Sogdælan er ekki stórt tæki og kemst vel fyrir á hafnarbakka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.