Vikan


Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 21.03.1963, Blaðsíða 48
þeir — til þess að seljast á útsölu- verði. „Kemur ekki til greina, herra minn. Þetta er heimsfrægt merki og fer aldrei á útsölu, enda getur þú ekki verið þekktur fyrir að vera í ódýrum frakka, herra minn. Hann fer alveg ljómandi vel. Finnst ykk- ur það ekki? Sjáið þið baksvipinn! Eins og hann sé sniðinn á herrann! Og þetta er sá einasti, sem við höf- um af þessari stærð, — svona víðan hérna um miðjuna. Á ég að taka hann frá fyrir þig ... ? Jæja, ætl- arðu í honum? Gott, herra minn. Sjálfsagt." Liprir og kurteisir fram í fingur- góma, skal ég segja ykkur. Svona eiga afgreiðslumenn að vera. Eiginlega var það alveg óvart, að ég ranglaði niður í kjallarann, þar sem þeir selja fötin. Og ég var svo ótrúlega heppinn að þar rakst ég á þessi líka fyrirtaks föt, sem ég er viss um að áttu ekki að vera á útsölunni. Þau hafa farið á snag- ann í einhverju ógáti, það er ég viss um. Ég er vanur að vera snar í snúningum, þegar mikið liggur við, enda var ég ekki seinn á mér að 'slá í borðið og krefjast þess að fá fötin þegar í stað. Og viti menn . .. þeir tóku ekkert eftir því að þetta voru alveg fyrsta flokks föt, Hvar er örkin hans Nóa? llngfrú Yndisfríð býður yður hið Iandsþekkta konfekt frá NÓA. Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: FRIÐRIK FRIÐRIKSSON, Grundargötu 7, Dalvík. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang örkin er á bls. Sími sem vafalaust áttu alls ekki að vera á útsölunni, svo ég fékk þau refja- laust fyrir tólf hundruð krónur. Að visu passa þau ekki á mig, en það hefur í sjálfu sér ekkert að segja. Þau voru jafn ódýr fyrir það. Konan getur saumað upp úr þeim á strákinn okkar, -—- og frakkann get ég vafalaust selt einhvers staðar. Það er svoddan fyrirtaks flík! Vantar þig kannski frakka, herra minn? G. K. Bílaprófun Vikunnar. Framhald af bls. 29. hjólunum. Auðvelt er að komast að viðgerðum í mótornum, því sam- stæðu, brettum, grilli og húddi, er lyft upp og fram í heilu lagi. ÞeSs- ir hlutar eru allir aðskildir, en soðn- ir saman — ekki skrúfaðir. Stálið í boddýinu virðist betra en í mörg- um hliðstæðum, og bíllinn er með fullkominni grind ■—- sterkari fyrir bragðið. Farangursrýmið að aftan er ekki til þess að hræða neinn frá bílnum, þar má koma ýmsu fyrir án þess að troða, en varahjólið er undir gólfmottunni, svo það verður að taka allt dótið út til þess að ná hjólinu. Benzíntankurinn er utan vert vinstra megin þarna aftur í og tekur lítið úr. Mælaborðið er svart og frekar laglegt, matt, svo ekki er um end- urskin að ræða. Af mælum er hraðamælir, sem sýnir bæði kíló- metra og mílur, benzínmælir og hitamælir. Ljós en ekki mælar fyr- ir rafmagn og smurning — galli, sem Triumph er ekki einn um. Stefnuljósasvitsinn er á sínum stað, á stýrisleggnum vinstri megin, en hægra megin er annar armur, sem stillir á parkljós, há og lág ökuljós. En það er kveikt og slökkt á ljós- unum í mælaborðinu. Skrýtið. Aðr- ir takkar eru innsog, þurrka — hún er fyrir hægri hönd en rúðuspraut an er fyrir vinstri hönd (með hverju á þá að stýra?). Rofi fyrir miðstöðina, og tveir aðrir takkar til að stilla hita á miðstöðinni og tempra gustinn. Þessum þremur tökkum er dreift um allt mælaborð, en það væri nóg rúm til þess að koma þeim fyrir öllum á sama stað. Annars er ekkert upp á miðstöðina að klaga. Mér fannst þetta skemmtilegur bíll, og sýndist hann vandaður að frágangi, svo þrátt fyrir fremur hátt verð — 147 þúsund -—■ kemur hann að mínu viti vel til álita fyrir þann, sem ætlar að kaupa sér bíl til að eiga, ekki hvað sízt, ef hann hefur gaman af því að geta látið gamminn geysa. sh. Fisklöndunarsogdælan. Framhald af bls. 29. þrýstingurinn, sem sogkraftur veld- ur, er svo lítill, að hann hefur ekki nein skaðleg áhrif. Þá eru rendur sogstútsins ávalar svo hættan á að fiskurinn kremj- ist eða skaddist er mun minni en þegar honum er skóflað að færi- böndum. Á leiðinni upp dælipíp- urnar myndar sogið loftlag um- hverfis fiskinn, svo að hann kem- ur yfirleitt ekki við þær, og verður því ekki fyrir neinum núningi, enda eru þær fóðraðar innan. Sem dæmi um það live vel þessi lönd- unaraðferð fer með fiskinn, nefna sérfræðingarnir það, að septem- bersild, sem er mjög viðkvæm, var látin fara þrívegis um dæluna i til- raunaskyni, og reyndist slcöddunin, að þeim þrem umferðum loknum, ekki nema meiru en 8%. Við venjulega löndun, það er eina um- ferð, verður sköddunin að sjálf- sögðu mun lægri. Sé það satt og rétt, sem sérfræð- ingarnir vilja vera láta, og er engin ástæða til að rengja, þá er ólík- legt að þess verði langt að bíða, að sogdæluaðferðin verði reynd liér, að minnsta kosti í sambandi við sildarlöndun. Kannslce væri líka unnt að koma þá í veg fyrir að málmhlutir færu með síldinni í verksmiðjurnar, en slikt hefur valdið hér stórtjóni, en liklegt er að þeir soguðust ekki upp með síldinni vegna þyngsla, og ef til vill mætti koma fyrir sterkum seg- ulúlbúnaði við stútinn. Það væri lika mikill sparnaður, auk hins beina sparnaðar, sem sogdælulönd- uninni er samfara, ef allt stenzt, sem um hana er sagt. GELGJUSKEIÐ. Framhald af bls. 16. Vindurinn og hraði bílsins gáfu henni einhverja skemmtilega frelsis- tilfinningu. Hans sat og reykti, og hún horfði á hann frá hlið. Hann var nú eiginlega ekki sérlega lag- legur, en henni fannst hann svo sætur. Það var ekkert gaman þegar strákar voru svo agalega sætir. Hans var alveg mátulegur .. . Hugsa sér, að hún átti framundan heilt kvöld alein með honum úti í sumarbústaðnum án þess að þurfa nokkuð að hugsa um að koma heim á einhverjum sérstökum tíma. Al- ein með honum í kofanum, já, alein með honum í fyrsta skipti. Það var annars dásamlegt, hvað lífið gat verið skemmtilegt. Hann beygði niður hliðarveginn, og mölin kastaðist reiðilega frá framhjólunum,. eins og til að mót- mæla þessari truflun. í skógarhlíð- inni til hægri glytti í blátt innan um lyng og runna, og litlir blóð- bergsangar skutu kollinum upp úr grænu grasinu. Sólin var rétt að setj- ast. Það var stórkostleg sjón, eins og einhver hefði málað með risastór- um pensli á allan himininn. Málað með purpurarauðum, gylltum og ljóslillabláum lit. Hún var komin út úr bílnum áð- ur en Hans hafði stanzað. Hún stakk lyklinum í skrána og snéri honum, en það gekk stirðlega að opna, því lásinn var ekki alveg með á nót- unum eftir Þyrnirósarsvefn vetrar- ins. En eftir augnablik varð lásinn samvinnuþýður, og hún komst inn. Ekki var nú of heitt inni. Hún setti rafmagnið á og kveikti á rafmagns- ofninum. Hans kom inn á eftir henni. „Brr, svakalega er kalt hérna!“ sagði hann, og barði sér til hita. Hann stóð fyrir aftan hana, tók um axlir hennar og hún sá í spegl- inum, að hann beygði sig niður og kyssti hana aftan á hálsinn. „Er nokkuð brenni hérna?“ Hún sleit sig frá honum, hálf afundin. „Við getum kveikt upp.“ „Já, en er ekki eldiviður hérna einhvers staðar?“ „Það hugsa ég. Þú getur sjálfur leitað úti í eldiviðarskúr. Lykillinn hangir á nagla úti.“ Hans fór út, hlýðinn. Pia nuddaði saman höndunum til þess að halda á þeim hita. Það fór skjálfti um hana. Þetta var eitthvað ekki eins og það átti að vera. Hún fann til einhverrar einkennilegrar kenndar. Hún og Hans, alein hér úti í sumar- bústað — það var einhvern veginn ekki eins spennandi og það hefði átt að vera. Kannski hefðu þau ekki átt að fara hingað? Ojæja, hún var þó fullra sextán ára, og hún kunni fótum sínum forráð. Og þá var það bara Hans. Bara Hans? Henni hafði fundizt hann eitthvað svo framandi, þegar hann kyssti hana rétt áðan — ekki eins og hennar gamalkunni Hans, og það var allt öðruvísi koss, sem hann kyssti hana. Þetta var allt öðruvísi Hans, og allt öðru vísi koss. Aldrei hafði hún fyrr verið svona miður sín. Hún skammaðist sín, og fann til öryggis- leysis — eins og þau hefðu gert eitt- hvað hræðilega ljótt og rangt. Og samt var það barasta einn lítill koss — ekki einu sinni á munninn. Hún bandaði þessum hugsunum frá sér, þegar Hans kom inn með fangið fullt af brenni. Hann tók spjaldið frá arninum, hlóð upp heil- um pýramída af brenninu og stakk dagblaðapappír inn undir hlaðann. Svo kveikti hann upp. Herbergið fylltist af reyk, og hann hóstaði. En svo fór að trekkja, og allt lag- aðist. Pia setti yfir vatn í kaffi, og brátt varð heimilislegt inni hjá þeim, snarkandi arineldur og ilm- andi kaffilykt. Hans kveikti á ferðaútvarpinu, og fiðlutónar Mantovanis streymdu til þeirra. Síðan fóru þau að tala um bústaðinn, alla heima og geima, og allt virtist í stakasta lagi aftur. Svo þögnuðu þau. Það varð allt í einu erfitt að finna umræðuefni. Pia sat, og renndi teskeiðinni sinni eftir mynztrinu í borðdúknum, og þegar henni fannst hún verða að segja eitthvað, sagði hún: „Heyrðu, finnst þér ekki við ættum að fara heim núna?“ Hans stóð upp og teygði sig. „Ég verð að hreyfa mig eitthvað. Maður fær harðsperrur á að sitja á þessum stólum." Pia teygði sig eftir sykurmola, og stakk honum upp í sig. Hann bráðnaði fljótt, og hún gat aðeins sogið hann nokkrum sinnum, áður en hann var búinn. Hans tók eitt skref í áttina til hennar, og hún _ VIKAN 12. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.