Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 4
 NÝKOMNAR 1 VERZLANIR. Nrhollur Siðurjónssen fef. Þing-holtsstræti 11. Símar 18450 og 20920. Föstumessur . . . Kæri Póstur. Ég var búin aS lilakka til aS heyra útvarpsföstumessu, og þegar að því kom í dagskránni settist ég með handavinnu, og nú átti að njóta þessarar stundar í ró, og kyrrð var nóg. En ég varð fyrir sárum von- brigðum. Jú ég lasta livorki prest- inn né orgelleikarann. En þetta var aðeins nafnið á föstuguðsþjón- ustu. En af því þú hefur ráð við öllu, kæri Póstur, þá bið ég þig að grennslast eftir, af hverju það stafar að hætt er svo að segja að flytja fullkomnar guðsþjónustur i útvarpið. Nú er það svo að til er fólk ennþá á okkar landi, sem sit- ur við sitt útvarpstæki og hyggst njóta helgistundar, en svo er tek- inn stór sálmur úr því sem flytja átti. T. d. er nú auglýst messa en svo eru þetta aðeins örfá orð og einsöngur, eins og í kvöld, eða ekki var hægt að greina nema eina rödd. Það er oft sem útvarpað er frá Elliheimilinu, og ekki er ég að tala um að það sé nema sjálfsagt að það hafi helgistundir en bara fyrir sig. Ekki senda i útvarp nema það sem geta heitið fullkomnar messur. Og þetta líka: Ég vil heyra oftar í Árelíusi. Hann er landsins bezti predikari að fráteknum bisk- upi. Er svo ásett dagskrá útvarps- ins af öðru efni, að ekki megi missa tíma fyrir guðsorð? Ég held þeir gætu lokað fyrir viðtækið, sem ekki vilja hlusta, það verð ég oft að gera. Ef þú birtir þetta, kæri Póstur, þá vona ég að lagfæring fáist á þessu eða ég treysti því. Með fyrirfram þökk. Ein gröm, já sárgröm. Við vísum þessu til umræðu. Persónulega finnst mér nóg að fá messur á sunnudögum og sér- stökum hátíðisdögum öðrum. Og stundum meira en nóg. Hvað segja lesendurnir? hjá okkur í svefnpokum, sem við fengum lánaða handa þeim. í stað- inn ætluðu þeir að bjóða okkur út, áður en þeir færu heim aftur. Þetta er allt í svo miklu sakleysi, ef við höfum einhvern tíma svo mikið sem kysst þessa stráka þá var það í pantleik, þegar við vor- um litil. Þegar þeir voru búnir að vera hjá okkur eina nótt kom kerlingin, sem leigir okkur, alveg stjörnugalin og ber upp á okkur hvers konar vammir og skammir og það var alveg sama hvað við sögðum, hún starði framan á okkur eins og hún byggist við að sjá mag- ana á okkur þjóta út í eina stóra óléttu, og skipaði okkur að vera förnum úr herberginu eftir bara einn mánuð. Og þegar strákarnir voru komnir um kvöldið kom hún ennþá vitlausari og skipaði þeim að fara út, hún vildi ekki vita af svona lausungalýð í sínum húsum. Og þó vorum við komnar siðsam- lega uppi og þeir voru að ganga frá svefnpokunum sinum. Við erum loksins búnar að finna annað herbergi en ekki nærri eins gott en kostar samt það sama. Og svo breiðir kerlingin það út um allt að við séum bölvaðar stráka- gálur og höfum oft verið með stráka hjá okkur á næturnar. Hvað eigum við að gera við þessu? Eig- um við að fara með dýnamit og sprengja kerlinguna í loft upp? Dódó og ódó Sennilega getið þið ekkert annað en hlegið að jiessu. Þetta verður fljótt að gleymast, og strax í sumar hlæið þið að þessu öll fjögur. Það er ekkert að athuga við það, þótt strákarnir að heim- an fái að liggja hjá vinkonum sínum, sem hafa herbergi fyrir sunnan, það er að segja: liggja hjá þeim á gólfinu — ég meina liggja á gólfinu í herberginu þeirra. Nú er bara undir ykkur sjálfum komið að haga ykkur þannig, að enginn fáist til að trúa því, að þið séuð „bölvaðar strákagálur." Strákagálur . . . Kæri póstur. Við erum hérna tvær aldeilis rasandi út í þessar kerlingarborur hérna í Reykjavík, sem eru að skipa sjálfar sig sem einhverja siðgæðisverði og ganga alveg af göflunum við minnsta tilefni, og það meira að segja án þess að vita nokkuð hvort þessi siðgæðisregla þeirra hefur verið brotin. Við erum utan af landi i skóla í Reykjavík og leigjum okkur herbergi saman. í vetur komu tveir strákar að heim- an í bæinn og ætluðu að vera hérna í viku og tímdu ekki að borga hótelherbergi, sem ekki er von, og við sömdum um það að þeir skyldu fá að liggja á gólfinu Árgangur af Vikunni . . . Kæri Póstur. Ég hef tekið eftir þvi að ýmsir leita til þín um ráðleggingar og upplýsingar. En getur þú upplýst mig um hvort hægt er að fá árgang Vik- unnar 1962 og hvað hann muni kosta? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Mosi. Blaðadreifing, Laugavegi 133, á enriþá eitthvað til af árganginum 1962, og hann kostar 300 krónur, plús póstkröfukostnað, ef blöð- ^ — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.