Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 8
Þetta þykir þeim mjög gaman. Svo læt ég þau krjúpa o,g saman biðj- um við fyrir þeim og öðrum börn- um. Maður verður bara að gæta þess, að ekkert atriði verði of langt. Ég álít barnastarfið veigamesta og ánægjulegasta þáttinn i mínu starfi og þann, sem er mest fyrir fram- tíðina. Kaþólska kirkjan hefur sagt: Gefið okkur börnin og við munum eiga þau upp frá því. Það sem við erum að gera, er að reyna að gera bornin að nýtum þegnum í sam- félagi kristinnar kirkju. Ég hef lítið unglingastarf eins og sakir standa, en legg þvi ríkari áherzlu á barna- starfið. Ef börnin verða fyrir trú- arlegum áhrifum heima fyrir og i kirkjunni, meðan þau eru litil, vara þau áhrif alla ævi. Þau geta virzt hverfa á unglingsárunum, þegar svo margt glepur, og það er eðli- legt. En sá sem fær gott trúarupp- eldi, býr alla ævi að því, og ég írúi því, að ekkert veganesti sé dýrmæt- ara fyrir þann, sem öðlast það, og þá, sem hann umgengst. —■ Hvað segir þú um ferminguna? Á hún rétt á sér enn, eða er hún úreltur siður? — Ég fullyrði, að fermingarundir- búningurinn eigi rétt á sér og hafi sitt að segja, og því meira, sem börnin hafa notið betra trúarupp- eldis. — En hefur fermingin sjálf nokk- ur trúarleg áhrif á börnin? — Áhri-f — já, en misjafnlega mikil þó, eflaust, eins og ég sagði, eftir því hvort þau liafa verið vanin við að hugsa alvarlega um þessi mál — alin upp i trú. — Er fermingin jafn almennur siður í öðrum löndum og hérlendis? — Fermingin er miklu almennari siður hér, en til dæmis í Englandi. — Mér finnst skírn sjálfsagður og skemmtilegur siður, en álít ferm- inguna jafnvel heldur neikvæðan sið. Hvað segirðu um það? — Skírnin er forsenda fermingar- innar. Þá taka foreldrarnir ákvörð^ un fyrir barnið og helga það guði. Um leið taka foreldrarnir sér á herðar þá skyldu að ala barnið upp í trúnni á Jesúm Krist, og það er mikil og heilög ábyrgð. Þegar barnið fermist, er það til staðfestingar á skírninni, það staðfestir sjálft það heit, sem foreldrarnir gerðu fyrir þess hönd, að lifa í anda Krists. Þegar börn koma til min til ferm- ingarundirbúnings, segi ég þeim, að þau eigi alls ekki að fermast bara af þvi að það sé siður. Þau verði að taka sjálfstæða ákvörðun. Með þess- ari ákvörðun gera þau út um það, livort þau vilja taka á sig skyldur og öðlast rétt kristinna manna. — Hefur ekki gjafaflóðið og veizluhöldin, sem fylgja ferming- unni afgerandi áhrif á ákvörðun þeirra? — Mig uggir að fermingar séu of íburðarmiklar og börnin séu með þeim leidd í mikla freistingu. Þau vita, hvað þau eiga í vændum í veizluhöldum og gjöfum, ef þau fermast, og þetta liefur keyrt um þverbaik með aukinni velmegun. Það er rétt að gera barninu dagamun við fermingu, en það á að vera liggur i augum uppi, að kirkjusókn- in var meiri hér áður fyrr, og við prestarnir viljum gjarnan auka hana — ekki okkar vegna, þótt það sé ánægjulegt að hafa margt fólk í kirkju — heldur til þess að fólkið eignist helgar stundir friðar og upp- byggingar. Við teljum það fólkinu sjálfu mikilvægt. „Eitt er nauðsyn- legt,“ sagði Jesús, og við tökum undir það af öllu hjarta. Og það er eins með andlegu málin og öll önnur, til þess að fólk geti fært sér þau í nyt þarf að rækja þau, kynnast þeim. Þess vegna vil ég beina því til foreldra, að þau leiði börn sín með sér í kirkjuna. Ég tel líka, að það hafi orðið töluverð breyting í iirkjumálum hér á landi á siðustu árum, þvi nær allir prestar í Reykjavik og ýmsir fleiri eru farn- ir að halda barnaguðþjónustur og samkomur á sunnudögum. Meðan fullorðna fólkið sefur og hvílir sig, eru kirkjurnar fullar af börnum. — Þær samkomur eru með öðru sniði en fyrir fullorðna? — Já, þær mega ekki vera of ein- hliða. Við reynum að hafa þær fjölbreyttar, þótt undirstöðuatriðin séu trúarleg, frásagnir úr ritning- unni, bænir og sálmar. Ég reyni að hafa með efni til skemmtunar og fróðleiks, og hef alltaf með hagnýta tilsögn, kenni þeim undirstöðuatriði í umgengni og framkomu og umferð- arreglur og því um lí'kt, segi þeim sögur, og svo höfum við barnakór og reynum að láta börnin taka sem mest þátt i athöfninni sjálf. Börn- unum þykir gaman að þessu. Meðal annars höfum við þátt, sem við köll- um „Afmælisbörn vikunnar.“ Þá læt ég þau börn, sem hafa átt af- mæli í vikunni, koma upp að altar- inu og segja nöfn sín og deili á sér, spyr þau svo nokkurra spurn- inga, um tómstundir þeirra og áhugamál og hvað þau langi til að verða, þegar þau eru orðin stór. ÞAÐ ER TÍZKA AÐ TRÚA EKKI bundið við heimilin ef unnt er og ekki dýrar gjafir. Og eitt hefur ikirkjan gert til þess að benda á þetta: Hún hefur tekið upp ferm- ingarkyrtlana, til þess að draga úr óhófskapphlaupinu og gera alla jafna. — Ég hef aldrei orðið var við það, að barn yrði fyrir trúarlegum áhrif- um við þessa athöfn. Hefur þetta alltaf verið svo? — Hér áður fyrr þótti það tilfinn- ingakalt barn, sem ekki klökknaði við fermingu fyrir áhrifamætti þessarar vigslu. Við, sem horfum í augu fermingarbarnanna, vitum, að þessi vígsla lætur fá börn ósnortin enn í dag. —• Var e'kki fermingin áður fyrr álitin miklu alvarlegri trúarlegur atburður í lífinu, en nú er gert? — Það kann vel að vera, aði börn leggi almennt ekki eins mikið upp úr fermingunni nú og þá, fyrst þú vilt endilega véfengja það. — Enda gjafaflóðið og íburður- inn ekki eins lokkandi? — Þegar ég fermdist, fékk ég biblíu frá móður minni og þrjú skeyti. Ég á þessar gjafir enn. Jú, svo fékk ég ný föt. — Þú vilt þá ekki telja ferming- una úreltan og óþarfan sið? — Nei, alls ekki. En umstangið I kring um ferminguna gengur út í öfgar og ég leyfi mér að efast um, að börnunum sé greiði gerður með því. —En hvað um framsögn presta? Ég sá í einhverju blaði um daginn, að verið var að tala um þennan mæðutón, sem margir prestar hafa tamið sér. Hvað viltu segja um hann? — Jah — eigum við að tala um það? — Hefur þú ekki tekið eftir þessu? — Það kann að brenna við, en er alls ekki almennt. Ég kannast t. d. ekki við neinn mæðutón á min- um prédikunum, en það er enginn dómari í sinni sök. Mér finnst lika sjálfsagt að sá, sem prédikar, tali frjálst og eðlilega. Það eru mörg ár siðan ég hætti að skrifa mínar ræð- ur. Það gerðist á þann hátt, að Jónas frá Hriflu hringdi einu sinni i mig eins Qg hann hringir stundum í menn. Þar kom í okkar samtali, að hann spurði mig, hvort ég skrif- aði ræðurnar mínar. Ég kvað það vera, mér hefði veTÍð kennt það í guðfræðideildinni og mér hefði aldrei dottið annað í hug. — Það skaltu ekki láta þér detta i hug, sagði Jónas. — Sérhver stjórnmálamaður sem flytti sínar ræður skrifaðar, væri dauðadæmdur. Hann næði aldrei til fólksins. Þetta varð til þess, að ég fór að hugsa um þetta, og endirinn varð sá, að ég hætti að skrifa ræðurnar minar. En það stytt- ir ekki undirbúningstimann. Síður en svo. Ég ver miklum tima i að undirbúa mig. Ég skrifa niður „punkta“, og rek mig svo eftir þeim, eins og vörðum á fjallvegi. Þetta er meiri áhætta, en sá, sem aldrei hættir neinu, ber aldrei neitt úr býtum. Manni getur mistekizt, en Framhald á bls. 46. 8 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.