Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 13
Hlé var skyndilega gert á symfóníu Beethovens. Skær og hvell rödd rauf tón- verkið í þriðja þætti: „Útvarpsfrétt: Líkami Jimmie Lane, hins horfna sonar hr. Headley Lane, fannst síðdegis í dag á bakka Hudson árinnar, skammt frá heimili hans. Er þá lokið leit ... — Kent, lokaðu fyrir þetta, í öllum bænum, hrópaði Allin. Kent Crothers hikaði andartak, en síðan lokaði hann fyrir útvarpið. í þögninni, sem varð, sat Allin og beit í neðri vörina. — Vesalings móðirin, sagði hún. — Allir þessir dagar ... án þess að gefa upp vonina. — Ég hugsa að það sé betra að fá að vita eitthvað á- kveðið, sagði hann hægt, — jafnvel þó að það sé það versta. Ef til vill væri þetta einmitt tími til að tala við hana, að vara hana við að gera svona mikið veður út úr þessum barnaræningjamálum. Hvað sem öðru leið þá voru börn alin upp í Bandaríkjunum, jafnvel innan efnaðra fjölskyldna eins og þeirra. Vandinn var bara sá, að þau voru ekki nógu efnuð, en samt einnig of efnuð ... ekki nógu efnuð til að greiða gæzlumanni til að gæta barnanna, en nógu efnuð . .. vegna þess að faðir hans átti pappírsverksmiðjuna ... til að þau væru vel þekkt, í nágrenninu að minnsta kosti. Það yrði að álíta að það lægi Ijóst fyrir, að þau tilheyrðu ekki auðjöfrastéttinni og væru þess vegna ekki eftirsótt af barnaræningjum. Þau skyldu gera þetta vegna hans Bruce. Hann myndi byrja í skóla næsta haust. Bruce yrði þá að ganga fram og aftur um göturnar alveg eins og milljónir af öðrum amerískum börnum. Kent vildi ekki láta aka syni sínum þrjár húsalengjur, ekki einu sinni þó að Peter gerði það, garðyrkjumaðurinn. Það myndi gera honum meiri skaða en ... og þegar á allt væri litið, þá byggju þau við lýðræði, og Bruce yrði að fá að alast upp með fjöldanum. — Ég ætla að fara upp og vita, hvort börnin eru með sæng yfir sér, sagði Allin. — Betsy sparkar alltaf af sér sænginni, þegar hún getur. Kent vissi að hún vildi bara vera viss um að þau væru þar. En hann stóð upp með henni, kveikti í pípunni sinni og hugsaði um það, hvernig hann ætti að hefja mál sitt. Þau gengu saman upp stigann og héldust í hendur. Hún opnaði hljóðlega dyrnar að barnaherberginu. Það var hlægilegt, hve ótti hennar hafði mikil áhrif á jafnvel hann. í hvert skipti sem dyrnar opnuðust, hætti hjarta hans að slá um stund, þangað til hann sá rúmin tvö og lítið höfuð á kodda í hvoru þeirra. Og þarna voru þau núna, auðvitað. Hann stóð við rúmið hans Bruce og leit á son sinn. Fallegur lítill snáði. Hann svaf svo fast, að þó að móðir hans hallaði sér yfir hann, þá hreyfðist hann ekki. Svarta hárið hans var úfið og rauðar var- irnar teygðust fram. Hann var dökkur, en hafði blá augun frá Allin. Þau sögðu ekkert. Allin dró sængina varlega yfir útréttan handlegg hans, og þau stóðu enn um stund og horfðu á barnið sitt. Þau héldust í hendur. Þá leit Allin upp, Kent brosti og kyssti hana. Hann lagði handlegg sinn um axlir hennar, og þau gengu að rúmi Betsy. Og þar var leynilegi gimsteinninn hans. Hann gat ákveðið sagt, að Bruce yrði að taka áhættuna með hinum börnunum, vegna þess að strákur varð að læra að vera hugrakkur. En þetta barn ... svona fíngerð kvenleg vera ... litla dóttir hans. Hún hafði jarpan litarhátt Allin, en eins og yfirnáttúrulega hafði hún fengið dökku augun hans. Og þegar hann leit í þau fannst honum hann horfast í augu við sjálfan sig. Hún andaði, hálf þunglega, í gegnum litla nefið. — Hvernig er hún af kvefinu? hvíslaði hann. — Það virðist ekki vera verra, hvíslaði hún aftur, — ég lét duft á brjóstið á henni. Honum gramdist alltaf, ef eitthvað kom fyrir þessa litlu telpu. Hann treysti ekki barnfóstrunni, henni Mollie, of vel. Það gat verið að hún væri góðhjörtuð, en of róleg. Barnið hreyfði sig og opnaði augun. Hún deplaði augunum, brosti og teygði handlegginn upp til hans. — Ekki taka hana upp, ástin, ráðlagði Allin honum, — þá venst hún á það. Hann tók hana því ekki upp. f stað þess lagði hann hendur hennar, hvora fyrir sig, undir sængina, glaðlegur á svip. — Sofðu nú áfram, ástin, sagði hann. Og hún lá þarna syfjuð og brosandi. Hún var svo góð og þæg. — Komdu, við skulum slökkva ljósið, hvíslaði Allin. Og þau gengu á tánum út og fóru aftur niður í setustofuna. Kent settist niður, blés í pípuna og hugurinn var fullur af því, sem hann ætlaði að segja við Allin. Það var mikilvægt fyrir líf þeirra að trúa þvi að ekkert gæti komið fyrir börnin þeirra. — Barnarán er eins og eldingarnar, byrjaði hann snögglega. — Þetta kemur fyrir, auðvitað . .. svona eitt af hverri milljón. En mundu bara eftir öllum hinum börnunum, sem eru alveg örugg. Hún hafði setzt á legubekkinn fyrir framan eldinn, en hún snéri sér til hans, þegar hann sagði þetta. — Hvað myndir þú gera, Kent, hreinskilnislega, ef eitthvert kvöldið, þegar við færum upp ... —- Vitleysa, sagði hann og tók fram í fyrir henni. — Það er það, sem ég hef verið að reyna að segja þér. Það er eins ótrúlegt og að ... þa.ð eru þessi bannsett dagblöð! Þegar eitthvað kemur fyrir í einhverjum hluta landsins, veit hvert lítið smáþorp um það. — Jane Eliot sagði mér, að það væru þrisvar sinnum fleiri barnarán en sagt er frá í blöðunum, sagði Allin. — Jane er blaðakona, sagði Kent, — þú mátt ekki láta frásagnarhæfileika hennar ... — Samt hefur hún kynnzt mörgum barnaránsmálum, svaraði Allin. — Hún var að segja mér frá Wyeth-málinu ... Þetta var rétti tíminn til að tala við hana, nú þegar rödd Allin titraði af duldum ótta. Kent tók í hönd hennar og lék sér að henni á meðan hann talaði. Hann varð að hafa í huga, hve hún tók allt nærri sér, og þetta mál hafði sótt á hana Framhald á bls. 14. ... EKKERT LAUSNARGJALD, ALLIN ... ÞAÐ HELD ÉG AÐ SÉ ALVEG ÖRUGGT. VIÐ LOSNUM EKKI VIÐ ÞESSI BARNARÁN, Á MEÐAN ÞESSI LAUSNARGJÖLD ERU GREIDD. EINHVER VERÐUR AÐ VERA NÓGU STERKUR, TIL AÐ VEITA VIÐNÁM. ÞÁ GETUR VERIÐ AÐ AÐRIR SJÁI, HVAÐ ÞEIR EIGI AÐ GERA. 12 VXKAN 13. tbl. VIKAN 13. tbl. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.