Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 28
Eilíf forsjón þín hefir valið mig til að vaka yfir lífi og heilsu sköp- unarverka þinna. Verði ástin á læknislistinni mér driffjöður; nái hvorki eigingirni, ágirnd né löng- un í sóma og frægð valdi á huga mínum; því að fjendur sannleika og mannkærleika gætu þá hæglega leitt mig á villigötur og fengið mig til að gleyma hinu háleita marki mínu — að vinna góðverk á börn- um þínum. Sjái ég aldrei í sjúklingi annað en þjáðan meðbróður. Veit mér þrek, tíma og tækifæri til að auka og bæta þekkingu mina án afláts, því að þekkingin á sér engin takmörk, og mannsandinn getur þroskazt ótakmarkað og auðgazt á degi hverjum af nýrri þekkingu. f dag getur hann flett ofan af mistökum dagsins í gær, og á morgun varpar hann eftir til vill nýrri birtu á það, sem maðurinn telur i dag hin æðstu sannindi. Ó, Guð, þú hefir kjörið mig til að vaka yfir lífi og dauða sköpun- arverka þinna. Sjá, ég er fús til að hlíta kaili mínu. — Úr eiði og bæn Gyðingalæknisins Maimonides (á 12. öld ) KVÖLD. FYRSTI KAFLI. Sjúkrabíllinn þaut eins og elding gegnum umferðina á Fyrstu breið- götu —■ straukst svo nærri leigubíl- unum, að hann hafði næstum rifið aurhlífarnar af þeim, og brunaði framhjá háum, þungum vörubílun- um. East Side-s:úkrahús var letrað stórum stöfum á gulhvítar hliðarn- ar. Hvell bjallan, sem hringdi án afláts, skýrði frá því, að um lif og dauða væri að tefla. Á pallinum aft- an á vagninum héldu burðarmenn- irnir jafnvæginu án fyrirhafnar og litu með yfirlæti niður á bæði öku- menn og umferðarlögregluþjóna. í sjúkrabílnum sat Anton Korff læknir, í daglegu tali nefndur Tony. Asbest-búningur hans og blýglófar gáfu til kynna, að slysið hefði verið eitthjvað í sambandi við geislavirkni. Meðan fórnardýrin tvö lágu enn á vöruskemmupallinum, hafði hann slitið af þeim síðustu leppana, og síðan hafði hann látið bera menn- ina í skyndi inn í bílinn, meðan röð lögregluþjóna hélt forvitnum mann- fjöldanum í skefjum. Eitt lík til lík- skurðar. Einn sjúkiingur, sem naum- ast dró andann, handa skurðstof- unni — ef hann lifði þá rannsóknina í slysastofunni. Tony virti þessi tvö brenndu kjötflykki ekki frekara viðlits. Enginn gat ætlazt til þess, að alltof önnum kafinn aðstoðar- læknir í stóru sjúkrahúsi gæti verið að velta því fyrir sér, hvað hefði eiginlega komið fyrir þessa mann- vesalinga. Nú var bara um að gera að vinna í kapphlaupinu til skurð- stofunnar. Dauðinn hafði annars íklæðzt ó- hugnanlegu gervi þennan dag. Tony hafði séð sitt af hverju í stríðinu (og á hinu illa tímabili fyrir það og eftir), en hroðalegri sjón hafði hann aldrei séð. Til allrar hamingju hafði hann frá blautu barnsbeini Verið hertur gegn alls konar áföll- um, svo að hann hafði dregið sig inn í skel, sem leyndi hinum raun- verulega Tony fyrir þeim, sem hann umgekkst. Já, það væri nóg' að leggja allar staðreyndir á minnið, unz hann gæti lagt ábyrgðina á annarra herðar. Eftir á gæti hann svo aftur einbeitt huganum að framtíðarfyrirætlunum sínum — það væri skemmtilegra. Þegar hann lét sig dreyma, gleymdi hann stað og stund og því himin- hrópandi ranglæti, sem hann hafði orðið að þola. Sjúkrabíllinn þaut út úr umferð- inni og stytti sér leið milli hárra, drungalegra leigukumbalda og veggsins bak við Rilling-ölgerðina. Humlaangan lagði að vitum Tonys, hreina Dg sterka eins og tóna — og hún vakti minningar um fortíð, sem hann gat ekki gleymt. I sömu andrá sat hann aftur í Hofbrau-kjallaranum í Miinchen. Hann varð aftur hluti hundraða ungra manna, sem fylltu þenna volduga kjallara og bauluðu Horst Wessel-sönginn fullum hálsi. Hann varð aftur hluti þeirrar ofstækis- fullu trúar, sem skein úr augum þeirra. Hann varð hluti þeirrar bræði, sem fékk þá til að gleyma vonleysinu og sameinaði þá í miklu, sameiginlegu hjartaslagi ... En hann hafði aðeins verið stór dreng- ur um þær mundir. Síðan hafði hon- um lærzt að skilgreina þetta æði undir smásjá skynseminnar — og hann hafði þakkað forsjóninni fyr- ir, að hann hafði sloppið í tækan tíma. í dag var hann Bandaríkjamað- ur; það hafði hann svart á hvítu. Hann hafði jafnvel tekið þátt í styrjöldinni sigurvegaranna megin. En Ameríka hafði aldrei veitt hon- um neitt, sem jafnaðist á við hina fyrstu, ofstækisfullu hrifningu hans í Miinchen. Hinn slasaði veinaði lágt, og Tony laut fram til að sefa hinn deyjandi mann. Hann gerði það vélrænt — með rósemi, sem menn öðlast fyrir margra ára vana. Þegar hann leit upp aftur, blöstu sjúkrahúsbygging- arnar við honum framundan bíin- um. Séð frá þessari hlið virtist East Side-sjúkrahúsið risavaxið. Þrjár voldugar, ferstrendar bygging- ar — Livingston, Warburg og Madi- son, sem hver hafði sína deild inni að halda og var nefnd eftir stofn- anda sínum — stóðu og reyndu að ná til sín sem mestu af síðasta yl sólarlagsins. Og tíu hæðum ofar hús- unum meðfram fljótinu gnæfði Schuyler-turninn — einkastofu- deildin, þar sem hver einstakur sjúklingur lá í stórri stofu. Tony gaut augunum upp til glugganna á skurðstofunni, sem voru hátt uppi á vegg steinrisans. Skyldi Gray, 1. aðstoðarlæknir, enn vera við að- gerðir, þótt svo áliðið væri dags? Tony vonaði ekki — það mundi verða honum sérstök ánægja að af- henda Gray lækni hinn óhugnanlega DJEGUR OTTANS FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 1. HLUTI Séð frá þessari hlið virtist East Side-sjúkrahúsið risavaxið. Þrjár voldugar, ferstrendar byggingar Livingston, Warburg og Madison, sem hver hafði sína deild inni að halda og var nefnd eftir stofnanda sínum. 2g — VXKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.