Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 31
Vél: 46 lia, 4 strokka, 993 cm. Borvídd 72 mm, slaglengd 61 mm. Vatnskæld, liggur fram- an i. Fjögurra gira kassi, samstilltur í alla áfram. Drif á afturhjólum. Lengd 3,93 m, breidd 1,47 m, hæð 1,41 m. Hæð undir kúlu 17 cm. Þyngd 670 kg. Iljólastærð 550x12. Við- bragð 0-100 kmá26 sek. Hámarkshraði 120 km. Eyðsla ca. 8—9 lítrar pr. 100 km. Engir smur- koppar. Umboð: SÍS. Nýr keppinautur Volkswagen, Opel Kadett, sögðu þýzku vikublöðin s. 1. sumar og birtu „leynimyndir“ af þessum undrabíl. Mér sýnd- ist hann ljótur á þessum myndum. Svo sá ég hann á götu í Reykjavik i vetur. Þá þótti mér hann bara laglegur bíll. En valt er að treysta út- litinu. Ætli það sé ekki lélegt i lionum? Svo sá ég hann á sýningu í Kirkjustrætinu. Þá þótti mér áberandi opið kringum mótorinn. Rakið, að gusan gengur yfir hann og drepur allt, þegar keyrt er í poll. Svo gafst mér kost- ur á að talca aðeins i hann. Jú, það virtist ágætt að aka honum. —- En það er eitt, sem útilok- ar, að ég kaupi mér svona bíl, sagði ég á eft- ir. — Það er svo lágt undir hann, að maður kemst ekkert, nema eftir allra beztu vegum. Þetta hefur ekki nema 12 tommu felgur. Iiér með tek ég ofan og bið „den Iierrn Ka- dett“ afsökunar á þeim ummælum. Þrátt fyrir hjólböruhjólin hef ég nú ekið á honum á ís- lenzkum vegum, sem frostið hefur verið að fara úr, þar sem aurhrönnin liggur eins og hryggur á miðjum vegi, en hjólförin eru skorn- ingar sitt hvorum megin við. Og Kadettinn ónáðaði ekki lirygginn nema einu sinni, þar sem meira að segja jeppi hefði ekki komizt lijá þvi. Og það kemur mótornum ekki við, þótt ekið sé i djúpan og stóran poll. Mótorinn er þurr og þokkalegur fyrir það. Hins vegar fer bylgjan yfir bílinn utanverðan eins og reiðarslag, og verður varla annað um liann sagt, en liann sé argasti sóði. Ekki nóg með það, að liann ausi á sig neðanverðan, heldur er toppurinn út at- aður eftir tiltölulega stutta ferð, ef vegurinn er blautur. Bílar eru misjafnlega penir með sig, ekki síður en eigendur þeirra, og þessi þyrfti að læra að ausa ekki svona upp á sig. Þessi bíll á að keppa við annað þýzkan bil af sama stærðarflokki — þið vitið hvern — en er heldur dýrari. Ég vona, að mér fyrirgefist, jjótt ég lýsi því yfir, að ég tek Kadettinn fram yfir þann keppinaut. Ég ætla ekki að bera þá neitt saman, en Kadettinn er ekki eins næmur fyrir utanaðkomandi áhrifum, svo sem liliðar- Framhald á l)ls. 24. Dægur óttans. Framhald af bls. 29. aldrei komið til hugar, að það væri Andy en ekki Tony, sem hafði á hendi yfirstjórnina þarna. Tony Korff þjáist af hinum hörmulega kvilla lítilmennisins, hugsaði Dale Easton læknir — hann langar endilega til að framkvæma hluti, sem hann er ekki maður til að ráða við. Menntun Tonys var svipuð menntun þeirri, sem Andy Gray hafði fengið — og þess vegna gat hann enn gert sér vonir um að komast fram úr 1. aðstoðarlækni við skurðborðið. Og hann skirrðist ekki að beita hvaða ráðum, sem til- tæk voru, í baráttunni fyrir vax- andi frama, hinni hörðu baráttu, sem háð er að tjaldabaki. Tony vildi aldrei viðurkenna, að gáfur hans voru fyrst og fremst á sviði skipu- lags og rmdirbúnings, en á hinn bóginn skorti hann hið djarflega frumkvæði hins fædda skurðlæknis. í þetta skipti hafði skipulagsgáfa Tonys unnið mikinn sigur. Vegna leiftursnöggra viðbragða hans hafði geislavirknihættan ekki komizt inn fyrir veggi sjúkrahússins; á síðustu hálfri klukkustund hafði hann laug- að sjúklinginn, búið hann undir skurðaðgerðina og gengið frá öllum undirbúningi í skurðstofunni með yfirlæti og öryggi, sem Dale gat ekki annað en öfundað hann fyrir. Ash yfirlæknir hafði líka ærna á- stæðu til að vera ánægður með 2. aðstoðarlækni sinn þetta kvöld. En Dale leit svo á, að Tony hefði farið hyggilega að ráði sínu við að kalla á 1. aðstoðarlækni vegna sjálfrar aðgerðarinnar. Allsendis ó- viss barátta við að bjarga mannslífi var ekki athöfn af því tagi, sem féll í smekk flóttalæknisins. Þegar Martin Ash fengi ítarlega skýrslu um þetta tilfelli, mundi Tony fá heiðurinn af prýðilegum undirbún- ingi, en Andy Gray neyddist ef til vill til að taka á sínar herðar á- byrgðina af, að enn einn sjúkling- ur hafði dáið undir hnífnum hjá honum ... Dale hratt þessum óþægi- legu hugleiðingum frá sér, þegar Andy tók um síðir til máls aftur. „Geislavirkni er skelfilegt orð, Dale.“ „Já, og það er orð, sem breiðir yfir fjölmarga glæpi,“ samsinnti Dale. „Ég man eftir radium-tilfelli, sem við fengum til meðferðar fyrir styrjöldina — þegar kjarnorku- sprengjan í sinni núverandi mynd var ekkert annað en sjúkleg furðu- sýn í heila einhvers eðlisfræðings. Bruna.sárin, sem við munum eiga við að glíma í kvöld, eru vitanlega miklu dýpri, en ...“ „Þú vilt helzt ekki ræða um þau enn?“ „Ekki fyrri en mér hefur gefizt tóm til að framkvæma prófanir.“ „Ég man vel, að ég las einmitt talsvert um þetta tilfelli, sem þú varst að minnast á,“ sagði Andy. „Var það ekki eitthvað í sambandi við þýfi, sem sprakk í loft upp held- ur fyrr en ætlazt var til?“ „Jú, og það er alls ekki útilokað, að hér sé um eitthvað svipað að ræða,“ mælti Dale. „Við höfum ekki hugmynd um, hversu mörgum geislavirkum efnum og öðrum því- líkum óþverra er smyglað úr landi. Eða hvaða félög eða samsteypur það eru, sem skipuleggja slíka flutninga. Eða þá, hvernig slíkir að- ilar refsa þjónum sínum, ef eitt- hvað mistekst.“ „Heldur þú bókstaflega, að hér hafi verið um að ræða banatilræði, sem hefur mistekizt?“ „Eigum við ekki að láta Hurlbut lögregluforingja um að ráða þá gátu?“ sagði Dale og brosti venju- legu, skökku brosi. „Ef Hurlbut ómakar sig hingað, þá hlýtur að vera um mjög mikil- vægt mál að ræða. Og hvað um Ash? Efnir kona hans ekki til eins af þessum óteljandi samkvæmum sínum í kvöld?“ Dale yppti öxlum. „Jú, en hann mundi, hvernig sem allt færi ann- ars, láta sjúkrahúsið sitja í fyrir- rúmi. Hann var að minnsta kosti á leið hingað, þegar við náðum í konu hans í síma.“ Andy stakk höndunum í Ijósgula gúmmíhanzkana og gekk við svo búið inn í skurðstofuna. Þar hjálp- aði ein hjúkrunarkonan honum í skurðkyrtilinn með æfðum hand- tökum. Rödd hans heyrðist aðeins lágt, þegar grisjubindi hafði verið brugðið fyrir vit hans. „Við byrjum, þótt Ash læknir sé ekki kominn!“ Framhald í næsta blaði. VIKAN 13. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.