Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 32
STAFRÖF HEIMILISSTJÓRNAR VERÐUR AÐ LÆRASI DÆMIÐ ER AUÐREIKNAÐ UTKOMAN ER BETRI ARANGUR MEÐ PERLU ÞVOTTADUFII Þegar pér hafið einu sinni Jrvegíð meö PERLU komizt pér að raun um, hve þ.votturinn getur orðiö hvitur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum nýjao, skýnandi blæ sem hvergi á sinn lika. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvottinn og PERLA léttir yöur störfin. Kaupiö PERLU í dag og gleymið ekki, að með PERLU fáið þér hvítari þvott, með minna erfiði. II T i Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Ilrútsmerkið (21. marz—21. apríl): Þú munt vera mikið heima þessa viku, sennilega verður þeim tíma mikið varið til bóklestra. Þú færð einhverja nýja hugmynd sem þig langar að hrinda í framkvæmd, sé hún í sambandi við heim- ili þitt mun hún verða þér til mikillar ánægju. Blátt er heillalitur. ©Nautsmcrkið (22. april—21. maí): Þú ættir ekki að ráðast í nýjar framkvæmdir án þess að ráðfæra þig við ættingja þinn eða kunningja sem getur orðið þér að taisverðu Jiði en bíður aðeins eftir bendingu frá þér til að leiðbeina þér. Föstu- dagskvöld mun verða skemmtilegt. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní); Nú er gott tækifæri til að taka ákvarðanir sem varða framtíðina. Þú skalt gæta þess, að vilji þinn truflist ekki af öfundarmanni þínum, sem reynir að villa um fyrir þér. Athugaðu málið frá grunni, heppnin er mikið undir sjálfstæði þínu komin. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Það verður mikið um heimsóknir í vikunni á báða bóga. Gildi tveggja heimsókna kemur þú ekki auga á fyrr en seinna, hafðu eyrun opin fyrir öllu sem lýtur að fjármálunum. Á vinnustað verður óvenju lífvænlegt og muntu fá talsverð tækifæri til að láta ljós þitt skína. Ljónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Vertu varkár í hjartans málum, sérstaklega á föstu- dag, því þá mun þriðji aðili standa á milli ykkar. Gættu þess að vera ekki of trúgjarn, og athugaðu málin gaumgæfilega. Þú munt endumýja kunnings- skapinn við persónu sem þú hefur ekki umgengizt mikið síð- ustu vikur. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. septcmber): Ekki er þér ráðlegt að ráðast í neinar framkvæmdir þessa vikuna. Taktu lífinu rólega og sóaðu ekki kröftum þínum til einskis. íhugaðu málin vandlega og taktu smáatriðin líka í reikninginn. Þriðjudagur verður skemmtilegasti og tilbreytingaríkasti dagur vikunnar. Vogarmcrkið (24. september—23. október): Kunningi sem þú hefur ekki séð langtímum saman kemur nú allt í einu fram á sjónarsviðið og verða það miklir fagnaðarfundir. Laugardagurinn verður einhver sá skemmtilegasti og eftirminnilegasti sem þú hefur lengi átt. Fjólublátt er heillalitur. ffl fc Drekamcrkið (24. október—22. nóvember): Gættu tungu þinnar og segðu ekki allt sem þér býr í brjósti, það gæti orðið til þess að þú fældir lukkuna frá þér. Vinur þinn mun leita aðstoðar þinnar á einhverju sviði áhugamála þinna. Vertu vel við bón hans því þið munuð báðir hafa gagn og gaman af. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. dcsember): Þú ættir að umgangast fjölskylduna meira en þú gerir, nákomið skyldmenni bíður þín með skemmti- legar fréttir. Þú færð tækifæri til að launa kunn- ingja þínum greiða sem þú hefur hugsað mikið um. Skiptu þér ekki aí fjármálum og taktu ekki stórar ákvarðanir á því sviði. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): Vertu ekki uppstökkur og geðillur þó þér sé það eðli- legast þessa vikuna, því þú ert undir smásjá persónu sem hefur þig í huga i sambandi við framkvæmdir í verzlun. Eyddu kvöldunum sem mest heima og hafðu hægt um þig. Þér mun berast óvænt gjöf. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Þú getur nú tekið þér hvíld eftir erfitt viðfangs- mjPÆ efni, árangur vinnu þinnar kemur ekki fyllilega i Ijós fyrr en að nokkrum vikum liðnum og muntu þá sjá árangur verka þinna. Maður með iðnmenntun gerir þér tilboð sem þú ættir að hugsa vel um. ©Fiskamcrkið (20. fcbrúar—20. marz): Þú ert í einhverju fjármálabraski og einmitt þessa viku færð þú svar við fyrirspurnum þínum í þessu máli. Maður sem þú ætlar að vera í féiagi með er hálfgerður ævintýramaður og kannski ekki sem heiðarlegastur, því veltur mest á sjálfum þér að þú hagnist á viðskiptunum. •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.