Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 33
Lausnargjaldið. Framhald af bls. 15. á annað, að þau höfðu sofnað. Hann hafði að lokum fengið Allin til að fara í rúmið, en þá hafði hann, enn fullklæddur, lagt sig í rúmið sitt, nálægt hennar. Það var Bruce, sem vakti þau. Hann stóð hikandi á milli rúmanna þeirra. Þau heyrðu rödd hans. — Betsy hefur enn ekki komið aftur, mamma. Nafnið vakti þau. Og þeim varð litið hvort á annað. — Hvernig gátum við gert þetta? hvíslaði hún. — Það getur orðið löng bið, elsk- an, sagði hann og reyndi að vera rólegur. Hann stóð á fætur, og hon- um fannst hann vera dauðþreyttur. — Kemur hún heim í dag? spurði Bruce. — Ég býst við því, sonur minn. Að minnsta kosti var laugardagur, og Bruce þurfti ekki að fara í skól- ann í dag. — Ég ætla að sækja hana í kvöld, sagði Kent eftir andartak. Honum leið þegar betur. Þau máttu ekki gefa upp vonina .. . ekki með nokkru móti. Það var mikið starf framundan: hitta föður hans og ná í peningana. Með sjálfum sér hafði hann enn sitt eigið álit á lausnar- gjaldinu, Ef maðurinn í gráu fötun- um var á móti því, ætlaði hann ekkert að segja Allin ... hann ætl- aði ekki að greiða það. Ábyrgðin yrði á hans herðum. — Þið mamma verðið að búa ykk- ur undir að taka á móti Betsy í kvöld, sagði hann glaðlega. Hann ætlaði að fara í bað og fara í önn- ur föt. Hann varð að hafa öll skiln- ingarvit opin í dag, sérhvert andar- tak ... hlusta á alla, og að lokum nota sína eigin dómgreind. Og ef í nauðirnar rak, var það ein persóna, sem varð að taka í taumana. Hann staldraði við og horfði á sjálfan sig í speglinum. Gæti hann haldið því leyndu fyrir Allin, ef hann gerði mistök? Ef Betsy kæmi aldrei aftur? Ef hún bara .. . hyrfi? Eða ef þau fyndu litla líkamann hennar einhvers staðar? Þetta var eins og öllum hinum foreldrunum hafði liðið ... þessi veiklun og hugleysi. Ef hann greiddi ekki lausnargjaldið og þetta kæmi fyrir . .. gæti hann látið það ósagt við Allin . .. eða sagt henni að það væri hans sök? Hvort tveggja var óhugsandi. — Ég verð að láta þetta skýrast við hvert og eitt atriði, ákvað hann. Aðalatriðið var að reyna að vera vongóður. Hann klæddi sig og fór aftur inn í svefnherbergið. Bruce hafði komið þangað inn til að klæða sig. En Allin var enn í rúminu, grúfði andlitið niður í svæfilinn, föl og uppgefin. Hann beygði sig yfir hana og kyssti hana. — Ég skal láta senda þér morgunverðinn upp, sagði hann. — Ég ætla að hitta pabba fyrst. Ef þú þarft að koma til mín skilaboð- um, þá verð ég þar ... síðan í bank- anum. Hún kinkaði kolli, leit snöggvast á hann og lokaði síðan augunum. Hann stóð kyrr og horfði á þreytulegt andlit hennar. Sérhver taug í því var titrandi á bak við uppgerðar rólyndi. .. Ég þoli þetta ekki, sagði hann snögglega. — Úrslitin eru fram- undan. — Ég veit, hvíslaði hún. Síðan settist hún upp. - - Ég get ekki leg- ið hérna, hrópaði hún. — Það er eins og að liggja í rúmi af sverðum, hreinasta kvöl. Ég ætla að fara nið- ur, Kent . . . Bruce og ég. Hún hljóp inn í baðherbergið. Hann heyrði að vatnið í steypibað- inu rann stöðugt og af miklum krafti. En hann gat ekki beðið. — Komdu niður með mömmu, sonur minn, sagði hann. Og hann fór einn niður. — Ef þú gætir látið mig hafa þrjátíu þúsund í dag, sagði hann við föður sinn. — Ég get endurgreitt það fljótlega, þegar ég verð búinn að selja eitthvað. - Það skiptir engu máli, hvenær ég fæ það aftur, sagði faðir hans hálf firtinn. — Drottinn minn, Kent, það er ekki það. Það er bara, að ég . .. mér kemur það auðvitað ekk- ert við, en þrjátíu þúsund í hörðum peningum! Ég myndi hafa áhuga á að spyrja, hvað í ósköpunum þú hafir verið að gera, en ég ætla ekki að gera það. Kent hafði tekið þá ákvörðun við morgunverðarborðið, þegar hann sá blöðin, að ef hann gæti haldið þessu leyndu fyrir blöðunum, þá héldi hann því einnig leyndu fyrir föður sínum og móður. Hann leit yfir dálkana. Þarna var svar hans til þessara þorpara. Jæja, hann ætlaði ekki að standa við það nema það væri bezt Betsy vegna. Á meðan léti hann þögnina nægja. Þegar Rose kom inn með ristaða brauðið, sagði hann snögglega. — Segðu öllum að koma hingað inn, áður en húsmóðir þín kemur niður. Þau höfðu öll komið inn, hvert á fætur öðru, alvarleg og niðurlút, og litu á hann með óttaslegnum augum. — Ó herra, sagði Mollie og grét ofsalega. — Gerið svo vel, kallaði hann til þeirra og leit á hana. Kannski ætti maðurinn í gráu fötunum að sjá hana. En í gærkvöldi hafði hann vantreyst Peter. Núna var Peter eins og tryggur gamall hundur og frá- bitinn öllu ótrygglyndi. — Ég vil aðeins þakka ykkur fyrir að þið hafið hlýtt mér, sagði hann þreytulega. — Ef okkur tekst að leyna blöðin vandræðum okkar, getum við ef til vill vænzt þess að fá Betsy aftur. Að minnsta kosti er það eina vonin til þess. Ef þið getið stuðlað að því að enginn fái sannleikann að vita, fyrr en við vit- um hann sjálf, lofa ég að gefa hverju ykkar eitt hundrað dali til merkis um þakklæti mitt. Þakka yður fyrir, herra, höfðu Sarah og Rose sagt, Mollie bara kjökraði, og Peter tautaði: — Ég vilja enga hundrað dali, herra Crot- hers. Ég bara vilja barnið aftur. Hvernig var hægt að vantreysta Peter? Kent hafði núið höndunum -saman. Kr Þorvaldsson&Co Grettisgötu 6 Simi 24478-24730 Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt húðlitunni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kvcldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn. V VIKAN 13. tbl. — 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.