Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 36
óska. Þér eruð einn af þessum skyn- sömu. Það var einn náungi, sem ég þekkti, sem var alltaf með byss- una á lofti til að halda lögreglunni frá. Sagði að hann vildi afgreiða málið sjálfur. — Fékk hann barnið sitt aftur? — Nei ... greiddi launsargjaldið líka. Það er allt í lagi að greiða lausnargjaldið ... þannig náum við þeim. En hann óð öskrandi um allt nágrennið og reyndi að vera sinn eiginn lagasmiður. Við fengum aldrei neitt .tækifæri. Kent mundi eftir einu atriði enn. — Ég vil ekki láta spara neitt ... hvorki peninga né fyrirhöfn. Ég borga allt, auðvitað. — Auðvitað, sagði maðurinn. — Ég held að það sé ekki fleira. Þér getið látið mig út nálægt kránni. Ég ætla að fara inn og fá mér meira að drekka. Og hann leið aftur inn í draumheiminn og varð alveg þögull. Kent ók aftur til þorpsins. — Allt í lagi, sagði litli maður- inn. — Sælir á meðan. Gangi yður vel. Hann stökk út og hvarf inn á barinn. Og þar sem Kent ók heim aftur í lækkandi sól, velti hann fyr- ir sér, hversu lítið hann gæti sagt Allin .. . eiginlega ekkert, alls ekk- ert, nema þá að honum félli vel við manninn í gráu fötunum og að hann bæri traust til hans. Nei, það var miklu meira en það: náunginn stóð fyrir einhverju meiru en sjálfum sér . . . hann stóð fyrir öllum styrk ríkisstjórnarinnar, sem skipulagður var gegn glæpum sem þessum. Það var öryggið í þessu. Bak við þennan mann var lögregla þjóðarinnar, til- búin fyrir hann, Kent Crothers, til að hjálpa honum við að finna barn- ið sitt. Þegar hann kom heim, beið Allin hans í forsalnum. — Hann sagði í rauninni ekkert, elskan mín, sagði Kent og kyssti hana, — nema að þú hefðir rétt fyrir þér með lausnar- gjaldið. Við verðum að greiða það. Og samt ... hann var alveg sér- stakur. Einhvern veginn finnst mér ... ef hún er enn á lífi, þá fáum við hana aftur. Hann er þannig maður. Hann lét hana ekki falla saman, þó að hann fyndi, hve titrandi hún var. Hann sagði mjög eðlilega: — Við verðum að fara yfir tölurnar á bankaseðlunum, Allin. Og enn þeg- ar þau voru að skrifa hjá sér töl- urnar á þeim uppi í svefnherberginu sínu fyrir læstum dyrum, var hann þess fullviss að þau væru að gera það rétta. Og stundarfjórðung fyrir tólf var hann á leið niður ósléttan veginn niður að árkvíslinni. Hann þekkti hverja bugðu á veginum, hann hafði farið þarna um gangandi allt frá því að hann var lítill drengur. En sá drengur, sem var þarna að leik, átti ekkert sameiginlegt með honum eins og hann var i kvöld, kvíðafull- ur og hrjáður maður. Hann ók niður að visnu eikinni, tók pappakassann, sem hann og Allin höfðu látið peningana í, og fór út úr bílnum. Ekkert hljóð heyrðist í rökkrinu, en samt vissi hann að einhvers staðar ekki langt frá væru mennirnir, sem hefðu barnið hans. Hann lagði við hlustirnar og var aftur gripinn þeirri fullvissu, eins og kvöldið áður, að hann myndi heyra í henni gráta. Hún gæti jafn vel á þessari stundu verið í myll- unni. En ekkert hljóð heyrðist það- an. Hann beygði sig og lagði kass- ann við rætur trésins. Um leið og hann gerði það, hras- aði hann um þráð, sem stóð um 30 sentimetra upp úr jörðinni. Hvað var þetta? Hann fylgdi honum eftir með hendinni. Hann lá utan um tréð ... venjulegur seglgarnsþráð- ur. Síðan lá hann undir stein, en undir steininum var pappírssnepill. Hann þreif hann, kveikti á vindl- ingakveikjaranum og las klunna- lega skriftina: Ef þú gerir allt eins og við höfum sagt þér, skaltu fara heim til garðyrkjumannsins þíns annað kvöld kl. 12 og sækja barnið. Ef þú reynir að nappa okkur, færðu það ekki lifandi aftur. Hann slökkti á kveikjaranum. Hann myndi ekki fá hana lifandi. Allt var undir því komið, hvað hann gerði. Og það, sem hann gerði, yrði hann að gera einn. Hann ætlaði ekki heim til Allin fyrr en hann hafði ákveðið sérhvert smáatriði. Hann ók í burtu. Ef hann talaði ekki við gráklædda manninn, gæti verið að hann fyndi Betsy lifandi hjá Peter. Ef hann talaði við hann, og þeir kæmust ekki að því, gat verið að hún yrði lifandi samt sem áður. En ef manninum yrðu á mistök og þeir kæmust að því, þá yrði hún dáin. Hann vissi, hvað Allin myndi segja: -— Aðeins ef við fáum hana aftur, Kent, aðeins það. Fólk verður að hugsa fyrst. Já, hún hafði rétt fyrir sér. Hann ætlaði að halda sér saman, hann ætlaði að gefa barns- ræningjunum tækifæri. Ef hún væri ómeidd og lifandi, réttlætti það allt saman. Ef hún væri dáin ... Þá minntist hann þess, að það var eitthvað svo mikil hughreysting og fullvissa, sem fylgdi litla mannin- um. Hann hafði virzt vita, hvað ætti að gera. Og hvað svo um alla þessa foreldra, sem höfðu reynt að fram- kvæma allt sjálf. Börn þeirra höfðu ekki komið aftur. Nei, honum væri betra að gera það, sem hann vissi að hann ætti að gera. Hann gekk inn í húsið. Allin lá uppi á lofti í rúminu sínu, hún hafði lokuð augun. — Elskan mín, sagði hann blíðlega. Hún opnaði augun þegar í stað og settist upp. Hann rétti henni snepilinn og settist hjá henni á rúmið. Hún leit kvíðafull á hann. — Ennþá heill sólarhringur, hvíslaði hún. — Ég get það ekki, Kent. — Jú, þú getur það, sagði hann ákveðinn. — Og þú gerir það, af því að þú verður að gera það. Og hann hugsaði með sjálfum sér, að hún gæti ekki gefizt upp núna, ef hann yrði ákveðinn við hana. —- Við verðum að bíða, sagði hann. — Er nokkuð annað, sem við getum gert? Sagt Mike O'Brian það? Og látið blöðin komast í það og eyðileggja allt saman? Hún hristi höfuðið. — Nei, sagði hún. Hann stóð upp. Hann langaði til að taka hana í fang sér, en hann vogaði sér það ekki. Ef þetta tæki einhvern tíma enda, ætlaði hann að segja henni, hvað honum fyndist um hana ... hvað hún væri dásam- leg ... hugrökk og áræðin ... en hann gat það ekki núna. Það var vissara fyrir þau bæði að halda sér frá slíku, þau gætu bæði gefizt upp. — Stattu upp, sagði hann. — Við skulum borða eitthvað. Ég hef eig- inlega ekki borðað neitt í allan dag. Hún hefði gott af því að hafa eitt- hvað að gera. Hún hafði heldur ekki borðað allan daginn. — Allt í lagi, Kent, sagði hún. — Ég ætla að þvo mér upp úr köldu vatni og kem svo niður. — Ég bíð, svaraði hann. Þannig fékk hann tækifærið, sem hann hafði hugsað sér að nota . .. og svei honum, ef hann notfærði sér það ekki. Nú væru þorpararnir búnir að fá peningana, og nú ætlaði hann að reyna skrýtna manninn. Hann bað um númerið, sem mað- urinn hafði látið hann hafa. Og næstum samstundis heyrði hann rödd náungans. -— Halló, sagði maðurinn. —; Þetta er Kent Crothers, svar- aði hann. — Ég hef fengið heim- boðið. — Já? Og það var áhugi í rödd- inni. — Tólf á morgun. — Já. Hvar? Á miðnætti auðvitað. Þeir hafa það alltaf miðnætti. — f húsi garðyrkjumannsins míns. — Allt í lagi, herra Crothers. Haldið áfram, eins og þér hefðuð aldrei sagt okkur það. Og síminn var lagður á. Kent hlustaði, en ekkert heyrð- ist. Allt virtist vera eins og áður, en samt var ekkert eins. Þessi sími hans var einhvers staðar undir smá- sjá ... einhver hleraði . .. Einhver var að hlusta .. . hlusta á sérhvert orð, sem talað var frá eða til húss- ins. Það var óheillavænlegt og samt hughreystandi ... Óheillavænlegt ef þú værir sá seki. Hann heyrði fótatak Allin í stig- anum og gekk á móti henni. — Mig grunar svolítið, sagði hann við hana brosandi. —- Hvað? Hún reyndi að brosa á móti. Hann dró hana með sér að borð- stofunni. — Við berum sigur úr býtum, sagði hann. Og með sjálfum sér bætti hann við: ef hún er þá enn á lífi, litli gimsteinninn hans. En síðan afmáði hann minninguna um Betsy úr huga sínum, einbeitt- lega. — Ég ætla að borða, sagði hann. — Og það verður þú líka að gera. Við skulum mæta þeim á morgun og sigra, þá. En morgundagurinn Tvöfalt CUDO-einangrunargler gegn kulda og hávaða. MERKIÐ SEM NÝTUR TRAUSTS ER lcUDQI CUDOO-LEE, XD.U'. SKÚLAGÖTU 26 — SÍMAK 12056, 20456. — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.