Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 41
Nýr ævintýraheimur f yrir íslenzka unglinga. Heimsfrægar sögur og ævintýri, sannar sögur, leik- rit, ævisögur, skáldverk o. m. fl. Fyrsta heftið kemur út á næstunni, en það er Lísa í Úndralandi, eftir Lewis Carroll, undursamlegt ævin- týri í myndum, 48 stórar blaðsíður með hátt á þriðja hundrað myndum í öllum lit- um, teiknað af heimsfrægum teiknurum. Inn í myndirnar er prentaður íslenzkur texti. Þetta eru myndasögur, sem öll börn og unglingar hafa lengi þráð að eignast og lesa, fróðlegar sögur og skemmtilegar, sem jafnvel fullorðnir hafa bæði gagn og gaman af að lesa. íslenzkar myndasögur í öllum litum hafa ekki áður verið til að staðaldri, held- ur hafa börn þurft að not- ast við erlend myndablöð, en þar geta þau að sjálf- sögðu engan texta lesið. Nú er úr þessu bætt, Sígildar Sögur með myndum munu héðan af koma út hálfsmán- aðarlega, og foreldrum og börnum er bent á að safna þeim frá byrjun, vegna þess að upplag er mjög takmark- að í fyrstu og sennilegt að þau seljist upp á skömmum tíma. MYNDABLÖÐIN VINSÆLU * SöGhUSi' . . ,, Ú# &Y£#JU Ákveðið er að þessi blöð >mi út á næstunni: Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll. Ferðin til tunglsins eftir Jules Verne. Kit Carson - ævisaga úr villta vestrinu. Hamlet eftir Shakespeare. Daniel Boone eftir John Bakeless. Innrásin frá Marz eftir H. G. Wells. Lifandi Bráð eftir Frank Buck. William Tell eftir Fr. Schiller. Uppreisnin á Bounty eftir Nordhoff og Hall. Leitin að Livingstone eftir Sir Henry M. Stanley. Mærin frá Orleans, - þjóðhetja Frakklands. Davy Crockett - landnemasaga. Ilionskviður eftir Hómer. Rauði Ræninginn eftir James F. Cooper. Buffalo Bill - vísundaskyttan fræga. V erndargripurinn eftir Walter Scott. Moby Dick eftir Herman Melville. Prinsinn og betlarinn eftir Mark Twain. Stikilsberja Finnur eftir Mark Twain. KOMA AFTUR Á MARKAÐINN MEÐ MYNDUM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.